Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 14
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Nú þegar enn einn ganginn upphefst orð-
ræða um bókaskattinn er vert að rifja upp
sögu sem helst má ekki gleymast. Það var
árið 1990. Íslensk bókaútgáfa var að sligast
undan 25% skatti á bækur, þeim hæsta á
byggðu bóli. Þeir sem létu sig bókaútgáfu
varða með rithöfunda í broddi fylkingar voru
óþreytandi að vekja athygli á þeirri mótsögn
að minnsti bókamarkaður veraldar skyldi
búa við hæstu skattlagningu í heimi. Í miðri
þeirri orrahríð barst liðstyrkur sem um
munaði: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
sendi frá sér ályktun þar sem skattinum var
mótmælt og lagt til afnám hans (en fjármála-
ráðherra þá var Ólafur Ragnar Grímsson).
Hvort þetta var kornið sem fyllti mælinn
eða dropinn sem holaði steininn skal ósagt
látið, en haustið 1990 urðu þau stórtíðindi
að söluskattur á bækur var afnuminn. Við
erum enn á dögum nokkur sem tókum þátt í
sigurhátíðinni af því tilefni, haldinni í Nor-
ræna húsinu við húsfylli þar sem ræður voru
fluttar, sungið og spilað að ógleymdum mara-
þonupplestri úr völdum bókmenntaverkum.
Hámarkið var svo þegar þingheimur fór út á
hlað og féllst í faðma meðan flugeldum var
skotið á loft. Í hönd fóru þrjú hamingjusöm
ár, þar til haustið 1993, þegar eins og þruma
úr heiðskíru lofti skattinum var aftur komið
á (fjármálaráðherra þá var Friðrik Klemenz
Sophusson).
Af þessari sögu má sjálfsagt draga ýmsa
lærdóma, en í hug koma orð ófeimnu lögg-
unnar í Atómstöðinni: „Fólk hefur ekki
ímyndunarafl til að skilja stjórnmálamenn.“
Þeir fara yfirleitt óaðfinnanlega með rulluna
um bókmenntirnar sem hryggjarstykkið í
íslenskri menningu, mikilvægi þeirra fyrir
tunguna, mikilvægi tungunnar fyrir tilveru
þjóðarinnar, nauðsynina að bregðast við
hrakandi læsi … Ég held að þeir skilji líka
margir, a.m.k. þeir sem eiga vasareikni, að
kostnaður við að prenta íslenska bók er bor-
inn uppi af sárafáum eintökum, en dreifist
á tugi þúsunda eintaka hjá „þjóðum sem við
viljum bera okkur saman við“. Og stilla þær
þó ýmist söluskatti á bækur mjög í hóf eða
hafa hann engan, samanber Breta og Íra sem
þó geta tungumálsins vegna dreift bókum
í hundruðum milljóna eintaka. Núverandi
stjórnvöld á Íslandi búast aftur á móti til að
slá Evrópumet í skattlagningu á bækur.
Nú þegar enn eina ferðina þarf að biðja
íslenskum bókmenntum griða, koma í hug
orðin sem Árni prófastur Þórarinsson hafði
um Guð: að það dygði ekki að tala við hann
eins og vitiborna manneskju, heldur miklu
fremur eins og barn eða jafnvel óvita. Án
þess að ég vilji beinlínis færa meirihluta
þingmanna undir þann flokk, hvet ég þá til
að hverfa frá fyrirhugaðri hækkun virðis-
aukaskatts á bækur og hverfa aftur til sælu-
daga áranna 1990-1993 með því að nema
hann alfarið af.
Hláleg saga
MENNING
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
E
mma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti
úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauð-
syn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugar-
daginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð
karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Wat-
son vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna
heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan
er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar
var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis
verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar,
útlit og ungur aldur sem veldur
þessum viðbrögðum. Tuttugu og
fjögurra ára kvenkyns Holly-
wood-stjarna, fyrrverandi barna-
stjarna meira að segja, sem getur
hugsað heila hugsun og þorir
að setja hana fram þykir sem
sagt afspyrnu fréttnæmt fyrir-
bæri. Hefði ræðuhaldarinn verið
þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur
fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna
snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft?
Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust ein-
hverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem
enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá
umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er
mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli
yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials,
fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og
útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi
aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk
og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli
í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk
lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að
það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega
lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-
statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og
eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst.
Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-,
sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint
áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er
ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur
þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðu-
hefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar
kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan
þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin for-
sendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál
og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki
þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera
sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína
hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess
ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp
til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt.
Hví vekur það furðu að ungt fólk hafi skoðanir?
Ung kona með
heila – GISP!
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Lyfjaval.is • sími 577 1160
15%
afsláttur
af öllum pakkni
ngum
Afslátturinn gildir í september.
Skynsamleg en óljós
Sigurður Ingi Jóhannsson sjárvarútvegs-
ráðherra fer ekki ofan af því að flutn-
ingur Fiskistofu norður sé stórkostlegt
hugmynd. Á þinginu í gær sagði hann
flutninginn skynsamlega ákvörðun.
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður
Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann
um framkvæmdina sem hún sagði
óvandaða og vildi vita af hverju ekki
væri gert ráð fyrir henni í fjárlögum
næsta árs. Ráðherra sagði
ástæðuna þá að óljóst væri
hversu margir starfsmenn
færu með stofnuninni og
því óljóst hversu miklir fjár-
munir færu í flutningana.
Skynsamleg ákvörðun
getur verið mjög
óljós greinilega.
Gagnrýni samflokksmanna
Fleiri gagnrýndu flutninginn á þinginu
í gær, þar á meðal Guðlaugur Þór
Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og varaformaður fjárlaga-
nefndar. Guðlaugur sagðist sjá eftir
þeim fjármunum sem færu í annað en
að forgangsraða í þágu grunnþjónust-
unnar. Hann vill að starfsfólk Fiskistofu
fái aukið valfrelsi um starfsstöðvar
sínar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar, hefur einnig gagnrýnt
framkvæmd flutningsins og þá sér
í lagi þriggja milljóna króna styrki
til starfsmanna vilji þeir flytja
norður. Áhyggjur fyrirsvarsmanna
fjárlaganefndar eru skiljanlegar,
en athygli vekur að þeir
koma báðir úr ríkis-
stjórnarflokkunum.
Breytt staða?
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins, fjallar um þjóðar-
atkvæðagreiðslu Skota á heimasíðu
Evrópuvaktarinnar. Þar segir hann
grundvallaratriði kosninganna hafa verið
að Skotar fengu að greiða atkvæði um
hvort þeir vildu verða sjálfstæð þjóð
eða ekki. Hann segir vinstri stjórnina
ekki hafa viljað að íslenska þjóðin fengi
að ráða því hvort sótt yrði um aðild
að ESB og spyr hvort núverandi
stjórn vilji ekki að þjóðin svari þeirri
grundvallarspurningu hvort hún
vilji ganga í ESB eða ekki. Styrmir,
sem hefur ekki verið aðdáandi þess
að þjóðin kjósi um hvort halda skuli
áfram aðildarviðræðum við ESB,
er kannski orðinn hlynntari
þjóðaratkvæðagreiðslum en
áður? fanney@frettabladid.is