Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 12
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12
26. september
09:00 Aðalfyrirlesari:
Bernadette Christensen sálfræðingur og fagstjóri
við Atferdssenteret í Noregi.
10:30 Samhliða málstofur.
Meðferð hegðunar- og vímuefnavanda.
Heimilisofbeldi – barnvæn nálgun, verklag og framtíðarsýn.
Undirbúningur og framkvæmd fósturs.
13:00 Aðalfyrirlesari:
Henrik Andershed, prófessor í sálfræði og dósent í
afbrotafræði við Háskólann í Örebro í Svíþjóð.
14:30 Samhliða málstofur.
Hlutverk og samvinna í greiningu og meðferð.
Meðferð í kjölfar áfalla og ofbeldis.
16:00 Ráðstefnuslit.
RÉTTUR TIL VERNDAR,
VIRKNI OG VELFERÐAR
BARNAVERNDARÞING 2014 Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september.
Dagskrá:
25. september
09:00 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra
setur þingið.
Aðalfyrirlesarar:
Trond Waage, sérfræðingur um réttindi barna og fyrrum
Umboðsmaður barna í Noregi.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu
og formaður Lanzarote nefndar Evrópuráðsins.
12:45 Sameiginleg málstofa.
Eru reglur um málsmeðferð mikilvægar?
14:45 Samhliða málstofur.
Kynferðislegt ofbeldi - forvarnir og verklag.
Það skiptir máli að byrja snemma.
Hvernig innleiðum við PMTO með árangursríkum hætti?
N á n a r i u p p l ý s i n g a r o g s k r á n i n g á w w w. b v s . i s
Ráðstefnan er opin öllum.
VIÐSKIPTI „Pabbi borgaði sjö millj-
ónir fyrir búseturétt í sinni íbúð.
Þann pening átti hann að fá aftur
ef hann flytti út úr íbúðinni eða
þá að peningurinn átti að greiðast
til erfingja ef hann félli frá. Við
höfum engan pening fengið tveim-
ur árum eftir andlát hans og ekki
fengið nein skýr svör um hvort við
fáum hann yfirhöfuð, segir Hall-
dóra Hafsteinsdóttir.
Faðir Halldóru, Hafsteinn Sig-
urgeirsson, bjó í leiguhúsnæði á
vegum Elliða, húsnæðissamvinnu-
félags eldri borgara í Þorlákshöfn.
Fjölskyldan
hefur nú tveimur
árum síðar ekki
fengið greidd-
an út búseturétt
föðurins og því
hafa ekki getað
lokið við að gera
upp dánarbúið.
Elliði á 24 íbúð-
ir sem ætlaðar
eru 60 ára og eldri í Þorlákshöfn en
félagið glímir við mikla fjárhags-
erfiðleika.
Ósátt við vinnubrögð félagsins.
Halldóra segir að íbúar og aðstand-
endur hafi ekki verið upplýstir um
slæma fjárhagsstöðu félagsins og
því hafi fregnir af rekstrarerfið-
leikum félagsins komið þeim í opna
skjöldu.
Halldóra segir systkinin engin
skýr svör hafa fengið frá félaginu
varðandi hvort eða hvenær þau
megi búast við að fá peningana.
Hún er ósátt við stöðu mála.
„Við fengum bara þau svör hjá
félaginu að þau mættu ekkert gera
og mættu ekki borga neitt út. Þau
segjast vonast til þess að sveitar-
félagið komi inn í þetta og það er
kannski óskandi að það geri það.
En ég er ósátt við viðbrögð félags-
ins og mér finnst að það hafi ekki
verið staðið við neitt af þess hálfu.
Við hefðum ekki skilað af okkur
íbúðinni hefðum við vitað þetta.
Félagið leigir íbúðina núna út og
því má segja að félagið hafi hagn-
ast áfram á okkur.“
Skuldar tæpar 650 milljónir
Til þess að öðlast búseturétt hjá
Elliða þarf fólk að greiða fjórar til
sjö milljónir en borgar eftir það
mánaðarlega leigu. Ef einstakling-
ur flytur úr húsunum eða deyr þá
fær hann eða eftirlifandi ættingj-
ar greiddan til baka höfuðstólinn af
því sem borgað var inn.
Húsnæðissamvinnufélagið Elliði
var stofnað árið 2004 af íbúum í
kringum byggingu og rekstur íbúð-
arhúsa fyrir 60 ára og eldri í Þor-
lákshöfn. Félagið hefur nú byggt
alls 24 íbúðir í parhúsum við Mána-
braut og Sunnubraut í bænum.
Byggingarnar voru fjármagnað-
ar með lánum frá Íbúðalánasjóði en
heildarskuldir félagsins við Íbúða-
lánasjóð voru 644.107.754 krónur
samkvæmt síðasta ársreikningi og
skuldir vegna búseturéttar voru
141.293.694 krónur.
Skammtímaskuldir félagsins
hljóða upp á um fimm milljónir
króna.
Segir lausn í sjónmáli
Að sögn Vals Rafns Halldórssonar
sem situr í verkefnastjórn Elliða
eru fimm búseturéttir ófrágengnir.
Valur segir að unnið sé að lausn
mála í samvinnu við sveitarfélagið
og að málið sé komið í ákveðinn
farveg. Hann segir lagalega óvissu
ríkja um hversu há upphæðin er
vegna þessara fimm búseturétta
en að nafnvirði sé upphæðin um 24
milljónir.
Félagið hafi greitt út tvo búsetu-
rétti áður en fjárhagur þess versn-
aði en þá hafi ÍLS tekið fyrir að
félagið greiddi frekari búseturétt
út.
„Það er ákveðin lausn í sjón-
máli, sem við erum að vinna að í
samvinnu við sveitarfélagið. Það
eru auðvitað fleiri búsetufélög um
land allt sem eru í svipaðri ef ekki
verri stöðu,“ segir Valur sem kveð-
ur ástæður rekstrarerfiðleikanna
ekki vera bruðl heldur forsendu-
bresti við efnahagshrunið 2008.
„Félagið er í skilum. Það er eng-
inn framkvæmdastjóri hjá félaginu
og enginn starfsmaður. Félagið
hefur aldrei greitt neitt í laun
hvorki til starfsmanna né stjórnar
eða verkefnisstjórnar. Við eins og
margir aðrir horfðum upp á lán
tvöfaldast.“
Vonast til að traust íbúa aukist
Varðandi framtíð Elliða segir Valur
Rafn að hún sé óráðin. Verkefnis-
stjórn vinnur að því að finna lausn-
ir á fjárhagsvanda félagsins. Sveit-
arfélagið hefur aðstoðað á þeirri
vegferð og til standi að gera þjón-
ustusamning við sveitarfélagið.
„Með þjónustusamningnum
munum við bæta þjónustu við íbúa,
styrkja fjárhagslegan grundvöll
félagsins sem og stöðugleika. Með
auknum stöðugleika vonumst við til
þess að traust íbúa og almennings
til félagsins aukist og að það leiði
til þess að einstaklingar verði aftur
tilbúnir til að fjárfesta í búsetu-
rétti. Á borðinu liggur einnig tilboð
frá ÍLS sem verkefnisstjórnin er að
skoða,“ segir Valur Rafn Halldórs-
son. hannarut@365.is
Ósátt að fá arfinn ekki greiddan
Erfingjar ósáttir við húsnæðissamvinnufélagið Elliða. Félagið skuldar Íbúðalánasjóði tæpar 650 milljónir. Getur ekki greitt íbúum og
erfingjum búseturétt sem þeir eiga inni hjá félaginu. Erfingjar sitja í óskiptu búi og segja forsvarsmenn félagsins gefa óskýr svör.
PARHÚS Íbúðirnar sem eru fyrir 60 ára og eldri eru við Mánabraut og Sunnubraut í
Þorlákshöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VALUR RAFN
HALLDÓRSSON
ÓSÁTT Halldóra Hafsteinsdóttir segir
að hún og systkini hennar geti ekki gert
upp dánabú föður þeirra vegna fjár-
hagsvanda Elliða.
Við hefðum ekki
skilað af okkur íbúðinni
hefðum við vitað þetta.
Félagið leigir íbúðina
núna út og því má segja
að félagið hafi hagnast
áfram á okkur.
Halldóra Hafsteinsdóttir