Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 31
 | FÓLK | 7 ■ BÓLUSETNING Á vetri hverjum gengur inflú- ensa yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og er hún tvo til þrjá mánuði að ganga yfir. Árleg bólusetning gegn inflúensunni er besta vörnin og því gott að fara að huga að því að fá sér hana. Bólusetningin gefur um sextíu til níutíu prósent vörn hjá ein- staklingum yngri en 65 ára (einnig börnum eldri en sex mánaða) en heldur minni hjá eldri einstaklingum. Bólusetn- ingin dregur einnig úr alvar- legum fylgikvillum sýkingar- innar og lækkar dánartíðni hjá þeim sem veikjast þó þeir hafi verið bólusettir Sóttvarnalæknir mælir með árlegri bólusetningu áhættu- hópa sem eru eftirfarandi • Allir einstaklingar eldri en 60 ára. • Öll börn 6 mánaða og eldri og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrar- sjúkdómum, illkynja sjúk- dómum og öðrum ónæmis- bælandi sjúkdómum. • Starfsfólk heilbrigðis- þjónustu og aðrir þeir sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Heimild: doktor.is FLENSA Á FERÐ Nú fer tími flensu- faraldra að renna upp. Afmælismálþing Krafts verður haldið í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8 miðvikudaginn 1. október kl. 13. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Það fagnar 15. afmælisári sínu og stendur af því tilefni fyrir mál- þingi undir yfirskriftinni „Ungt fólk og krabbamein“. Afmælismálþingið fer fram á stofndegi Krafts og er það öllum opið að kostnaðarlausu. Mark- mið þess er að fjalla um þær hlið- ar krabbameins sem sérstaklega tengjast ungu fólki. Formleg stofnun Neyðar- sjóðs Krafts fer einnig fram á málþinginu ásamt því að boðið verður upp á afmælisveitingar. Fyrirlesarar málþingsins eru bæði fræðimenn og reynslumiklir leikmenn. Umfjöllunarefni þess snýr að forvörnum, kostnaðar- þátttöku krabbameinssjúklinga, frjósemi og barneignum eftir krabbameinsmeðferð, stuðningi við aðstandendur, aðferðum til að ræða við börn um sjúkdóminn og upplifun notenda af heilbrigð- isþjónustunni. AFMÆLISMÁLÞING OG STOFNUN NEYÐARSJÓÐS KRAFTS Meðal fyrirles- ara er Elísabet Lorange list- meðferðar- fræðingur sem heldur erindi um stuðning við aðstandendur. ÖLLUM OPIÐ Málþingið er haldið á stofndegi Krafts og er öllum opið. ● OFNÆMI Ný rannsókn á vegum vísinda- manna við Oxford-háskóla bendir til að ristaðar jarð- hnetur séu líklegri til að vekja ofnæmisviðbrögð en hráar hnetur. Talið er að efnafræðilegar breytingar sem verða við rist- un geti kveikt ofnæmi og aukið líkur á ofnæmisviðbrögðum síðar. Rannsóknin var birt í tíma- ritinu Journal of Allergy and Clinical Immunology. Hún var gerð á músum sem fengu jarðhnetu prótein. Líkamar þeirra sem fengu ristuðu út- gáfuna brugðust mun verr við en líkamar þeirra músa sem fengu hráar hnetur. Vísindamennirnir sögðu ítarlegri rannsóknir nauð- synlegar en töldu að þessar niðurstöður gætu útskýrt af hverju jarðhnetuofnæmi er mun minna í Austur-Asíu þar sem soðnar, hráar eða steiktar hentur eru mun algengari í fæðu en ristaðar. RISTAÐAR VERRI Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næring- arríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Við höfum útbúið þrjá nýja heilsurétti, Grænmetislagsagna, Gulrótarbuff og Indverskar grænmetisbollur. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næring- arefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.