Fréttablaðið - 23.09.2014, Síða 38

Fréttablaðið - 23.09.2014, Síða 38
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 22 „Ég hlakka mikið til að koma til landsins, ég hef aldrei komið áður,“ segir Mike Leigh, hinn víðfrægi breski leikstjóri, sem verður einn heiðursgesta á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í næstu viku. Aðspurður hvort hann sé með ein- hverja áætlun, segir Leigh: „Nei, að vera með eitthvert plan væri ansi hrokafullt, held ég.“ Leigh hóf störf í leikhúsi á sjö- unda áratugnum en í dag er hann einn virtasti núlifandi leikstjóri heims. „Lundúnaborg Leighs er jafn sérstæð og Rómaborg Fellin- is eða Tókýó Ozus,“ var ritað um myndir Leighs í New York Review of Books á sínum tíma. Á RIFF verða sýndar nokkr- ar gamlar myndir eftir Leigh; Naked, Life Is Sweet og Topsy- Turvy, ásamt nýju myndinni hans Mr. Turner. Myndin fjallar um ævi og störf breska málarans J.M.W. Turner. „Sem málari er hann einstakur og list hans er ótrúleg og mjög sér- stök,“ svarar Leigh, spurður um ástæðuna fyrir því að hann laðað- ist sérstaklega að Turner. „Hann er bæði einn besti enski málari allra tíma og einfaldlega einn besti málari allra tíma yfirhöfuð. Síðan bjóða málverkin hans upp á mjög myndræna meðhöndlun. Hann er mjög „sinematískur“ málari. Síðan er hin hliðin á teningnum, sem er persónan Turner. Sérvitur, flókinn og mótsagnakenndur fýr. Spenn- an milli mannsins og þessara ótrúlegu, epísku og háleitu verka finnst mér mjög áhugaverð. Það kallaði eiginlega á að gera mynd um hann.“ Persónusköpunin í handritum Leigh er unnin á harla óhefðbund- inn hátt en hann skapar eigin- lega persónurnar ásamt leikurun- um með löngu ferli rannsókna, umræðna og spuna. Timothy Spall sem leikur Turner eyddi til dæmis tveimur árum með mynd- listarkennara sem kenndi honum að mála. Myndir Leighs eru ekkert létt- meti en þær hafa oft einhverja djúpstæða merkingu. „Ég myndi segja að það sem þessi mynd eigi sameiginlegt með hinum myndun- um mínum er það að hún er að ein- hverju leyti um siði og venjur sam- félagsins, um sambönd fólks, um utangarðsmenn og fólk sem brýst frá „norminu“ og því sem er sjálf- gefið.“ Leigh kom að einhverju leyti út úr bresku menningarstefnunni „kitchen-sink realism“ á sjöunda áratugnum, eins konar félagslegu raunsæi sem lagði áherslu á lægri stéttir samfélagsins. En hversu mikilvægt er raunsæið fyrir Leigh? „Ég reyni að gera mismun- andi kvikmyndir en aðeins innan stefnu raunsæisins. Fyrir mig er það mjög náttúrulegt að taka myndavélina og beina henni að heiminum, sem er mjög flókinn og spennandi. Mig langar ekki að beina henni neitt annað – það gæti verið að ég horfi á heiminn í gegnum mismunandi linsur og prisma. Aðalmálið er að endur- spegla þennan grátbroslega heim sem við lifum í.“ Þessi grátbroslegi heimur sem við lifum í Mike Leigh, einn virtasti leikstjóri heims, er einn heiðursgesta RIFF í ár. Sýnir nýja mynd sína um málarann Turner. RAUNSÆIÐ HEILLAR Mike Leigh heldur sér innan stefnu raunsæisins Naked (1993) Naked fjallar um ógeðfelldan en gáfaðan ungan mann sem flýr frá Man- chester til London til að flýja undan barsmíðum eftir að hafa nauðgað stúlku. Naked er dökk innsýn í líf týndrar sálar en myndin hlaut fjölda verðlauna á sínum tíma. Topsy-Turvy (1999) Myndin fjallar um Gilbert og Sullivan, leikritahöfundinn og tónskáldið sem unnu saman á Viktoríutímanum. Nýjasta leikrit teymisins fær hrikalegar við- tökur en síðan hefja þeir störf við meistaraverkið Míkadó. Life Is Sweet (1990) Dramatísk gamanmynd um harla sérvitra fjölskyldu í Norður-Lundúnum. Timothy Spall, sem leikur aðalhlutverkið í Mr. Turner, leikur í myndinni eins og mörgum öðrum myndum Leighs. Fleiri Mike Leigh myndir á RIFF Við óskum Biokraft til hamingju með vindmyllurnar! ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is ORKA NÁTTÚRUNNAR ER NÚ EINNIG FÁANLEG ÚR ÍSLENSKU ROKI E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 4 4 9 Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. Fyrirtækið Biokraft hefur gangsett tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem munu skila allt að þremur gígavattstundum á ári, en það jafngildir raforkuþörf um eittþúsund íslenskra heimila. Við hjá Orku náttúrunnar erum stolt af því að selja þessa vistvænu orku til neytenda um allt land. Við óskum aðstandendum Biokraft innilega til hamingju með þennan áfanga og hlökkum til áfram- haldandi samstarfs og uppbyggingar í framtíðinni. LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.