Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGMorgunstund gefur gull í mund ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 20146 BERJAÞEYTINGUR Þessi gómsæti þeytingur er fullur af trefjum og annarri hollustu. Í honum eru 225 kal- oríur í hverjum skammti, 1,7 g fita, 25,7 g kolvetni, 1,3 g pró- tein. 1 bolli hindber ¾ bolli möndlu- eða hrísmjólk ¼ bolli steinlaus kirsuber eða hindber 1 ½ tsk. hunang 2 tsk. fínmulinn ferskur engifer 1 tsk. hörfræ 2 tsk. ferskur sítrónusafi Aðferð Blandið öllu saman í blandara þar til þeytingurinn er orðinn mjúkur. Dugar í tvo skammta. EGGJAHRÆRA með reyktum laxi, aspas og geitaosti Sælkeramorgunverður sem er fljótgerður og fullur af hollri fitu og próteini. 328 kaloríur, 20,4 g fita, 3,1 g kolvetni, 33,9 g prótein. 1 tsk. smjör 8 stilkar ferskur aspas (niður- skorinn) salt og pipar, eftir smekk 8 egg 2 tsk. léttmjólk ¼ bolli mulinn ferskur geita- ostur 120 g reyktur lax (niðurskorinn) Aðferð Hitið smjörið á pönnu á meðal- hita. Þegar það fer að freyða setj- ið þá aspasinn á pönnuna og steikið þar til hann er mjúkur, saltið og piprið. Þeytið egg og mjólk saman og hellið á pönn- una, yfir aspasinn. Lækkið hitann og hrærið stöð- ugt í með sleif. Bætið geita- ost- inum í rétt áður en hræran er tilbúin. Takið pönnuna af hitanum þegar eggin eru enn kremkennd og mjúk og bætið reykta laxinum við. Fyrir tvo. KALDUR HAFRAGRAUTUR Það er fljótlegt að grípa þenn- an með sér á morgnana því hann er búinn til kvöldið áður og geymdur í kæli yfir nóttina. Ekki skemmir fyrir að hann er algjört lostæti. 245 kaloríur, 5 g fita, 56 g kolvetni, 13 g prótein. ¼ bolli haframjöl 1/3 bolli léttmjólk ¼ bolli grísk jógúrt 1 ½ tsk. chia-fræ 1 msk. kakó 1 tsk. hunang (má sleppa eða nota annað sætuefni) ¼ bolli niðurskorinn banani (u.þ.b. hálfur banani). Aðferð Blandið saman í lítilli krukku (t.d. sultukrukku) haframjöli, mjólk, grískri jógúrt, chia- fræjum, kakói og hun- angi. Setjið lok á krukk- una og hristið þar til allt er vel blandað. Takið lokið af, bætið banananum við og blandið. Setjið lokið aftur á krukkuna og geymið í ísskáp yfir nótt, borðið kalt. Nokkrir hollir réttir í morgunsárið Eins og oft hefur komið fram er gott að borða hollan og staðgóðan morgunverð til að koma sér í gang. Margir hafa vanið sig á að borða alltaf bara gamla, góða morgunkornið en það getur verið gaman og hollt að breyta út af venjunni. Hér má finna uppskriftir að hollum og góðum morgunverði. Það er eins og að fá sér hollan eftirrétt í morgunmat þegar þessi verður fyrir valinu. Það er fljótlegt að fá sér þeyting á morgn- ana og möguleikarnir endalausir. Þessi morgunverður kemur fólki í gang, eggjahræra full af próteini og hollri fitu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.