Fréttablaðið - 02.10.2014, Qupperneq 10
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
ATVINNUMÁL „Ég held að þessum
breytingum geti fylgt tækifæri
til að efla samfélagið hérna. Að
því leytinu er þetta jákvætt og
ekki ástæða til að óttast þessar
breytingar miðað við það sem
við okkur er sagt,“ segir Arn-
björg Sveinsdóttir, forseti bæj-
arstjórnar á Seyðisfirði, um mat
bæjarstjórnarinnar eftir tíðindi
gærdagsins.
Síldarvinnslan í Neskaup-
stað hefur keypt öll hlutabréf í
Gullbergi ehf. á Seyðisfirði sem
gerir út togarann Gullver NS 12.
Samhliða kaupum á togaranum
keypti fyrirtækið húsnæði og
búnað Brimbergs til fiskvinnslu
á staðnum. Áfram er stefnt að
því að gera út frá Seyðisfirði og
tryggja störf tengd sjávarútvegi
í byggðarlaginu. Síldarvinnslan
hefur þegar töluverð umsvif á
Seyðisfirði og rekur þar þegar
fiskimjölsverksmiðju.
„Við gerum okkur grein fyrir
þeirri samfélagslegu ábyrgð
sem spilar inn í þessi kaup. Við
erum ekki að koma hingað inn til
að fara, enda felur fjárfestingin
sjálf í sér fyrirheit um áfram-
haldandi starfsemi,“ segir Gunn-
þór Ingvason, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunar, spurður um
kaupin og þýðingu þeirra fyrir
útgerð og vinnslu. Gunnþór segir
að þegar eigendur Gullbergs leit-
uðu eftir viðræðum hafi ekki verið
sjálfgefið að kaupa fyrirtækið, en
ljóst að þá hefðu aðrir keypt. „Verk-
efnið er að spila úr þessu núna.
Umsvif Síldarvinnslunnar á Seyðis-
firði munu aukast, verði viðskiptin
samþykkt af Samkeppnisftirlitinu,
en óábyrgt að lýsa því yfir að starf-
semin verði í sama farvegi og hing-
að til. Markmiðið er að skapa góða
umgjörð um traust störf og útgerð á
svæðinu,“ segir Gunnþór.
Arnbjörg bætir við að það sé
vissulega jákvætt, og viss trygging
í því falin, að rótgróið fyrirtæki á
Austurlandi kaupi fyrirtækið, sem
hefur verið máttarstólpi í bæjar-
félaginu í yfir hálfa öld.
„Við gerum okkur grein fyrir
þeirri samfélagslegu ábyrgð sem
spilar inn í þessi kaup. Við erum
ekki að koma hingað inn til að
fara, það er ekki markmiðið,“ segir
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar, spurður
um kaupin og þýðingu þeirra fyrir
útgerð og vinnslu. Gunnþór segir
að þegar eigendur Gullbergs leit-
uðu eftir viðræðum hafi ekki verið
sjálfgefið að kaupa fyrirtækið, en
ljóst að aðrir hefðu keypt ef þessi
ákvörðun hefði ekki verið tekin.
„Verkefnið er að spila úr þessu
núna, og óábyrgt á þessum tíma-
punkti að lýsa því yfir að starfsem-
in verði í sama farvegi og hingað
til. Við verðum að fá að vinna úr
þessu, en það er skiljanlegt að það
sæki ótti að fólki,“ segir Gunnþór.
Hjá fyrirtækjunum á Seyðis-
firði starfa um sjötíu manns í
dag. svavar@frettabladid.is
Seyðfirðingar líta á
söluna sem tækifæri
Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur keypt útgerð og fiskvinnslu Gullbergs og
Brimbergs á Seyðisfirði. Áfram er stefnt að því að gera út frá staðnum. Bæjaryfir-
völd telja ekki ástæðu til að óttast neikvæð áhrif af viðskiptunum í framtíðinni.
GUNNÞÓR
INGVASON
ARNBJÖRG
SVEINSDÓTTIR
GULLVER NS-12 Óvissutímar eru fram undan hjá áhöfn skipsins við breytingar á eignarhaldi. MYND/ADOLF
Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Gullbergs ehf. á Seyðisfirði, hefur tilkynnt
stjórn LÍÚ að hann gefi ekki kost á sér
til áframhaldandi formennsku í sam-
bandinu. Adolf hefur verið formaður
stjórnar LÍÚ frá árinu 2008, eða í sex ár.
Hann hverfur frá formennsku þar sem
hann verður ekki lengur aðili að sam-
bandinu eftir sölu fyrirtækisins.
„Þetta var einfaldlega ákvörðun hluthafa félags-
ins á aðalfundi í maí. Það er ekki mikið meira um
tilurð sölunnar að segja,“ segir Adolf. Hluthafar eru
fjórtán, en um gróið fjölskyldufyrirtæki er að ræða.
„Þetta er stór ákvörðun fyrir okkur. Eitt skilyrða var
að tryggt yrði, eins og hægt er, að áfram yrði gert út
frá Seyðisfirði og reynt yrði að styrkja fiskvinnslu eftir
fremsta megni. Ég held því fram að þessi samningur
eigi eftir að renna styrkari stoðum undir byggð á
staðnum,“ segir Adolf sem trúir því að sala til Síldar-
vinnslunnar sé gæfuspor og þess vegna hafi verið
leitað þangað með kaupin.
Adolf telur ekki rétt að greina frá einstökum atriðum
er varða kaupin fyrr en samþykki Samkeppniseftirlits-
ins liggur fyrir.
Trúir því að salan styrki byggð á Seyðisfirði
ÚKRAÍNA, AP Uppreisnarsinnar í
austurhluta Úkraínu virtust í gær
vera að ná völdum yfir flugvellin-
um í borginni Donetsk, sem hefur
verið á umráðasvæði stjórnvalda.
Þetta þykir hernaðarlega mikil-
vægur sigur fyrir uppreisnar-
sinna. Að minnsta kosti tíu voru
drepnir á svæðinu í kringum
flugvöllinn, þar af fjórir skammt
frá skóla. Um 70 börn voru inni í
skólanum á meðan átökin áttu sér
stað en aðeins fullorðnir voru á
meðal látinna. - fb
Tíu drepnir í Úkraínu:
Ná völdum yfir
flugvellinum
HOLLAND, AP Radovan Karadzic, fyrr-
verandi leiðtogi Bosníu-Serba, sagði
í réttarhöldum í gær að saksóknarar
hefðu ekki „snefil af sönnunargögn-
um“ sem tengja hann við voðaverkin
í Bosníustríðinu. Í 874 blaðsíðna bréfi
þar sem vörn hans í málinu er útlist-
uð viðurkennir hann að sem leiðtogi
Bosníu-Serba beri hann „siðferðis-
lega ábyrgð á öllum þeim glæpum
sem voru framdir af almennum borg-
urum og herliði Srpska“.
Karadzic er ákærður í ellefu
liðum af stríðsglæpadómstólnum
í Haag, þar á meðal fyrir þjóðar-
morð og ofsóknir Bosníu-Serba á
meðan á stríðinu í Júgóslavíu stóð
1992 til 1995. Um eitt hundrað þús-
und manns féllu í stríðinu. Hinn 69
ára gamli Karadzic sagðist ekki hafa
vitað af því að Bosníu-Serbar hefðu
slátrað rúmlega sjö þúsund múslím-
um í Srebrenica árið 1995. Það var
stærsta fjöldamorð í sögu Evrópu frá
því í síðari heimsstyrjöldinni.
Hann sagði réttarhöldin ekki
aðeins vera yfir honum heldur öllum
Bosníu-Serbum. „Ef ég er brjálað-
ur er ein og hálf milljón manna líka
brjáluð fyrir að leyfa sonum sínum að
fara í ískaldar skotgrafir til að verja
heimili þeirra og fjölskyldur í þrjú
ár?“ spurði hann. Karadzic á yfir
höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann
fundinn sekur. Talið er að nokkrir
mánuðir muni líða áður en dómstóll-
inn kemst að niðurstöðu í málinu. - fb
Réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, fara fram í borginni Haag:
Viðurkennir siðferðilega ábyrgð á glæpum
FYRIR RÉTTI Radovan Karadzic
sagði saksóknara ekki hafa „snefil
af sönnunargögnum“ í réttarhöld-
unum yfir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Otrivin Comp - gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
múslímar
voru
drepnir í Srebrenica árið 1995.
7.000