Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 18
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 ÁSTAND HEIMSINS SLASAÐIST Á ELDFJALLI Slökkviliðsmenn frá Tókýó halda á manneskju sem slasaðist þegar eldfjallið Ontake í Japan gaus á laugardaginn. Fleiri lík finnast með degi hverjum á fjallinu og voru þau í gær orðin 48 talsins. BRASILÍSKUR KOSS Par kyssist í mótmælagöngu í borginni Sao Paulo vegna ummæla brasilísks forsetaframbjóðanda gegn samkynhneigðum í kappræðum nýlega. Forseta- kosningar í Brasilíu fara fram næstkomandi sunnudag. 1 SJÚKRABÍLL Í RÚST Sjúkrabílstjórinn Valeriy Trofymenko horfir á rústir bifreiðar sinnar inni í sjúkrabifreiðastöð sem varð eld- flaugum að bráð í bænum Popasnaya í austurhluta Úkraínu. Uppreisnarmenn hliðhollir Rússum réðust á bæinn með eldflaug- um á þriðjudag. Að minnsta kosti einn fórst og tveir særðust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 2 2 3 BIÐUR BÆNIRNAR Bangladessk kona sem aðhyllist hindúa trú biður bænir og notar við það reykelsi á Durga Puja-hátíðinni í Dhak- eshwari-hofinu í höfuðborginni Dakka. Hátíðin stendur yfir í fimm daga. Þar minnist fólk þess þegar gyðjan Durga drap djöflakonunginn Mahishasur. Þar með sigraði hið góða hið illa. NORDICPHOTOS/AFP 3 5 SÓTTHREINSUÐ Kona er úðuð með sótthreinsunarefni áður en hún er útskrifuð af læknamiðstöð fyrir ebólusjúklinga í Monróvíu, höfuð- borg Líberíu. Sex mánuðir eru liðnir síðan veiran braust út í Vestur-Afríku. 4 4 5 Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.