Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 20

Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 20
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | FJÖLSKYLDAN 20 Samhengi er á milli auk- innar inntöku ómega-3 fitu- sýru og bættrar hegðunar barna með hegðunarvanda. Þetta sýna niðurstöður nýrrar, bandarískrar rann- sóknar sérfræðinga við Háskólann í Pennsylvaníu, að því er greint er frá í ritinu The Journal of Child Psychology and Psychiatry. Þar segir að í öðrum rannsókn- um sem sýnt hafi fram á svip- aðar niðurstöður hafi börnunum ekki verið gefin ómega-3 fitusýra í jafnlangan tíma, það er að segja í sex mánuði. Í fyrri rannsóknum hafi heldur ekki verið fylgst jafn- lengi með börnunum eftir að inn- töku lauk. Á fréttavef Verdens Gang er haft eftir stjórnanda rannsóknar- innar, Adrian Riane, að það sé mat sérfræðinganna að niðurstöðurn- ar gefi nýja sýn á hvaða meðferð- um eigi að beita við líffræðilegum truflunum sem valda hegðunar- vanda hjá sumum börnum. Um 200 börn á aldrinum 8 til 16 ára tóku þátt í rannsókninni og var slembi- raðað í hópa þannig að enginn vissi hver fengu lyfleysu og hver fengu eitt gramm af ómega-3 fitusýru í ávaxtasafa á dag. Um var að ræða drykk framleiddan af norska fyrir- tækinu Smartfish sem tók þátt í fjármögnun rannsóknarinnar. Börnin urðu rólegri og ekki jafn árásargjörn. Fyrrverandi lyfjafræðiprófess- or við Háskólann í Oxford á Eng- landi, David Smith, segir í viðtali við Verdens Gang sérlega áhuga- vert að áhrifin af inntöku fitusýrunnar hafi verið mest sex mánuðum eftir að tilrauninni lauk. Sam- hengi hafi verið að miklu leyti milli bættrar hegð- unar barnanna og breytts viðmóts foreldra. Það sýni fram á langtíma- áhrif ómega-3 fitusýru og að breyting á hegðun barnanna breyti einnig viðmóti for- eldranna. Smith segir strax þörf á frekari rannsóknum. Verði niður- stöðurnar þær sömu geti félagslegu áhrifin orðið mikilvæg. Bryndís Eva Birgisdóttir, doktor í næringarfræði, segir niðurstöður nýju rannsóknarinnar spennandi og að þær styðji við fyrri rannsókn- ir í þessu efni. „Mörgum spurning- um er samt ósvarað. Það þarf til dæmis betri hugmynd um magn og hvort nauðsynlegt sé að taka auka- bætiefni eða hvort það magn sem er að finna í heilsusamlegum mat og lýsi sé nóg. Í næringunni er mik- ilvægt að huga að jafnvæginu og finna hæfilegt magn. Alls óvíst er hvort mikið magn geri meira gagn nema síður sé. Það þarf að skoða frekar. Það má líka minna á að það er ekki nóg að einblína bara á eitt efni. Heilsusamlegur matur skapar vel nærðan einstakling sem er lík- legri til að líða vel.“ Hún segir mikilvægt að hafa feitan fisk að minnsta kosti einu sinni í viku í matinn eða sem álegg. „Hnetur og fræ eru einnig mikil- væg fæða. Svo er gott að taka inn bætiefni á hverjum degi sem einnig gefa D-vítamín svo sem Krakkalýsi sem er hollt og gott fyrir öll börn. Í einni teskeið af Krakkalýsi er til dæmis 1 gramm af ómega-3.“ Ómega-3 fitusýra getur bætt hegðunartruflanir barna Börn með hegðunarvanda sem fengu 1 gramm af ómega-3 fitusýru á dag í ávaxtasafa urðu rólegri og ekki jafn árásargjörn, að því er niðurstöður nýrrar, bandarískrar rannsóknar sýna. Neysla á feitum fiski er mikilvæg. LAX Mikilvægt er að hafa feitan fisk í matinn að minnsta kosti einu sinni í viku eða sem álegg. NORDICPHOTOS/GETTY BRYNDÍS EVA BIRGISDÓTTIR ➜ Matur sem er ríkur af ómega-3 fitusýru Flestir sem eiga uppþvottavél skola diska, hnífapör og potta áður en þeim er raðað inn í vél- ina. Framleiðslustjóri Miele í Noregi segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að það sé mesta skyssan sem fólk gerir í sam- bandi við notkun uppþvottavéla. Framleiðslustjórinn, Tommy Christoffersen, segir að auð- vitað eigi að fjarlægja mikla matarafganga en að öðru leyti vinni nýjar uppþvottavélar betur ef ekki er skolað áður, það er að segja ef borðbúnaðurinn á ekki að standa lengi í vélinni áður en þvegið er. Flestar nýjustu uppþvotta- vélarnar séu þannig útbúnar að þær geti greint hversu óhreint leirtauið sé. Hafi mestu óhrein- indin verið fjarlægð lækki upp- þvottavélin hitastigið sjálf og stytti þvottatímann. Árangurinn geti orðið verri við 45 stiga hita og bakteríurnar fleiri. Hann segir kjörhita í uppþvottavél á heimilum vera 55 til 65 stig. Christoffersen getur þess einnig að uppþvottavélar hafi gott af sósu og fitu. Auðvitað noti vélarnar svolítið meira af vatni og rafmagni ef innihaldið er óhreint. Árangurinn verði hins vegar betri. - ibs Nýjar uppþvottavélar: Ekki á að skola fyrir vélina Loom-teygjurnar svokölluðu, sem hafa verið heitasta æðið hjá litlum og stórum stelpum í sumar og haust, voru innkallaðar af stórri breskri leikfangakeðju, The Entertainer, í 92 verslunum á Englandi. Þetta var gert eftir að greint var frá því á fréttavef BBC að rannsóknir hefðu sýnt að í einni teygju reyndust vera 40 prósent af þalötum en hámarksviðmið Evrópu sambandsins er 0,1 pró- sent. Þalöt, sem talin eru geta vald- ið krabbameini, eru notuð til að mýkja plastið í teygjunum. Stelpur búa til armbönd og hálsfestar úr teygjunum sem voru meðal mest seldu leikfanga sumarsins. Viktoría krónprinsessa Sví- þjóðar og Estelle dóttir hennar hafa skartað slíkum armbönd- um auk Katrínar, hertogaynju af Cambridge. Teygjurnar hafa náð vinsæld- um um allan heim. - ibs Loom-teygjur eru heitasta æði sumarsins og haustsins um allan heim: Teygjur innkallaðar á Englandi ÓHREININDI Þeir sem eiga nýjustu teg- und af uppþvottavél þurfa ekki að skola. ARMBÖND Teygjurnar eru meðal mest seldu leikfanga sumarsins. Í október og nóvember verður á laugardögum boðið upp á ókeyp- is ör-námskeið fyrir fimm til sjö ára börn í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum. Leiðbeinandi er Unnur Mjöll S. Leifsdóttir mynd- listarmaður sem vinnur með gjörninga í verkum sínum. Þar skoðar hún meðal annars það hug- myndaferðalag sem listamaðurinn leggur í við vinnslu á listaverki. Á námskeiðinu verður lagt í þetta hugmyndaferðalag listar- innar. Tilgangurinn er að veita börnum innblástur í skapandi samvinnu við að skoða og rann- saka myndlist. Ekki þarf að skrá sig á nám- skeiðin sem eru frá klukkan 13 til 16. Ókeypis ör-námskeið fyrir börn á Kjarvalsstöðum: Hugmyndaferðalag listarinnar fyrir fimm til sjö ára krakka Í HUGMYNDASMIÐJU Veita á börnum innblástur í skapandi samvinnu. 1. Feitur fiskur, t. d. lax, silungur, síld, makríll og sardínur. 2. Kaldpressuð repjuolía. 3. Valhnetur, hörfræ. 4. Lýsi. Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is Þegar maður kaupir sér nýja skó þegar lítið er eftir af mánaðarlaunum er hætta á að maður verði ekki jafn ánægður með þá eins og maður átti von á. Samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísinda- manna kann ástæðan að vera sú að maður veit að maður hefði getað varið peningunum á skynsam- legri hátt. Hafi maður eignast peninga óvænt, til dæmis í happdrætti, verður maður ánægðari með það sem maður kaupir fyrir þá. Rannsakendur, sem starfa við Háskólann í Ark- ansas í Bandaríkjunum, segja framleiðendur geta dregið úr óþæginda- tilfinningu viðskiptavina með því að bjóða afslátt á þeim tíma sem þeir hafa minna fé. - ibs Rannsókn á kaupum og fjárhag viðskiptavina: Neytendur ánægðari með kaupin þegar pyngjan er full Mætir þörfum allra á heimilinu AFSLÁTTUR AF BIOMEGA 1. - 15. OKT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.