Fréttablaðið - 02.10.2014, Page 24

Fréttablaðið - 02.10.2014, Page 24
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 24 Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti í gær ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum bankans óbreytt- um. Vext irnir hafa verið óbreytt ir frá nóvembermánuði 2012. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að nokkuð hafi dregið úr hagvexti á fyrri hluta ársins en að þróunin hafi þó í meginatriðum verið í samræmi við ágústspá Peningamála. Horfur séu á minni verðbólgu næstu mán- uði en spáð var í ágúst. - hg Stýrivöxtum var ekki breytt: Vöxtunum ekki breytt í tvö ár Ólafur Þ. Steph- ensen, fyrrver- andi ritstjóri Fréttablaðsins og annarra frétta- miðla 365, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda (FA) og hóf hann störf í gær. „Baráttumál félagsins á borð við frjálst við- skiptaumhverfi, sanngjarna sam- keppni og opið hagkerfi falla prýði- lega að þeim skoðunum sem ég hef talað fyrir á ýmsum vettvangi,“ segir Ólafur í tilkynningu félags- ins um ráðninguna. - hg Hóf störf hjá félaginu í gær: Ólafur ráðinn til að stýra FA TEKUR VIÐ Ólafur er stjórnmálafræð- ingur með MSc- próf í alþjóðasam- skiptum. Ingimundur Sigurpálsson, stjórnar formaður Isavia, segir félagið ekki hafa farið gegn ákvörðun fyrri stjórnar Isavia um að forval vegna verslunar- og veitingarýmis í Leifsstöð ætti að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Samtök verslunar og þjón- ustu (SVÞ) hafa gagnrýnt fram- kvæmd forvalsins harðlega. „Það er okkar niðurstaða að þetta sé eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur í forvali af þessu tagi,“ segir Ingimundur. Hann segir stjórn Isavia, sem var kosin í apríl síðastliðnum, hafa rætt verklagið ítarlega á þremur fundum. „Okkar gagnrýni beinist fyrst og fremst að því að ferlið var ekki opið og gagnsætt eins og lög um opinber innkaup og útboðslög bjóða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ og heldur áfram: „Þar af leiðandi gagnrýna fyrirtæki sem fengu ekki aðstöðu í Leifsstöð það að þau hafi ekki fengið upplýsingar um hvar í röðinni þau lentu eða hvaða atriði í skilmálunum felldu þau.“ Ingimundur segir það standa til að gefa þeim fyrir tækjum sem óski eftir frekari upplýsingum um niðurstöðu forvalsins tækifæri á að ræða við fulltrúa þess verkefnahóps Isavia sem sá um það. „Eftir á að hyggja viðurkenni ég þó, í ljósi þeirr- ar umræðu sem verið hefur um forvalið, og varðar skipan verkefnahópsins, að af þeirri fimm manna nefnd eru fjórir starfsmenn Isavia og einn utanað- komandi aðili. Það hefði hugsanlega verið betra að hafa annan utanaðkomandi aðila.“ Andrés segir SVÞ bíða svars Isavia við bréfi sem samtökin sendu félaginu fyrir rúmum mánuði þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um hvernig umsóknir þeirra fyrirtækja sem sóttu um aðstöðu í Leifsstöð voru metnar. „Að okkar mati hefði verið snyrtilegra og heiðar- legra af hálfu Isavia að lýsa því strax yfir að lög um opinber innkaup giltu um þetta ferli allt saman. Þá hefði enginn getað sagt neitt og allar upplýsingar verið á borðinu,“ segir Andrés. haraldur@frettabladid.is Deilt um gagnsæi forvalsins Stjórnarformaður Isavia segir forval félagsins hafa verið opið og gagnsætt. Framkvæmdastjóri SVÞ er ósam- mála því og gagnrýnir verklag Isavia. Alls barst 71 umsókn um aðstöðu í Leifsstöð en þrettán urðu fyrir valinu. ANDRÉS MAGNÚSSON INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON Segafredo og Joe and the Juice fara inn Fulltrúar Isavia kynntu í gær niðurstöður val- ferlisins á blaðamannafundi þar sem kom fram að félaginu hefðu borist 71 umsókn um aðstöðu vegna verslunar- eða veitingareksturs í brott- fararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Umsókn- ir þrettán fyrirtækja urðu fyrir valinu og þar á meðal eru ítalska kaffihúsakeðjan Segafredo og veitingastaðurinn Joe and the Juice. Framkvæmdir við breytingar á brottfararsalnum eiga að hefjast í nóvember og þeim á að ljúka næsta vor. Með þeim á að stækka verslunarrýmið og fjölga veitingastöðum og auka þannig tekjur Isavia af þessum hluta verslunarsvæðisins um 60 prósent. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðu valferlis- ins. Markmiðið var að auka arðsemi af verslun, þjónustu, opna markaðinn og stuðla að aukinni samkeppni með því að nota eins opið og gagn- sætt ferli og kostur er til að velja rekstraraðila,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Veitingar Joe and the Juice mun opna samloku- og safabar en NQ ehf. reka áfram veitinga- staðinn Nord, í samstarfi við alþjóðlega fyrir- tækið Lagardére Services, auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, bar með íslensku þema og Segafredo kaffihús. Sérverslanir Samið var við Elko sem óskaði eftir að reka verslun með raftæki og margmiðlun, Optical Studio um opnun gleraugnaverslunar og Rammagerðina um sölu minjagripa. Bláa lónið mun áfram selja húðvörur í flug- stöðinni og 66°N opna nýja verslun með úti- vistarvörur. Eymundsson fékk einnig aðstöðu sem og fyrirtækið Airpoirt Retail Group, ARG, sem hyggst opna tískuvöruverslun. Fyrirtæki í eigu NQ ehf. og Lagerdére Services ætlar að selja sælkeravörur í flugstöðinni. NIÐURSTÖÐURNAR KYNNTAR Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia fór ásamt öðrum starfsmönnum félagsins yfir for- valsferlið á blaðamannafundi í gær. Í SEÐLABANKANUM Már Guðmunds- son kynnti ákvörðun Peningastefnu- nefndar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Seðlabanki Íslands hefur ekki enn tekið afstöðu til beiðna slita- stjórnar gamla Landsbankans (LBI hf.) um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál. Seðla- bankinn telur hins vegar góðar líkur á að hægt verði að gefa svar á allra næstu vikum. Þetta kemur fram í svarbréfi bankans vegna beiðni LBI um undanþágur. Þar segir að ekki hafi verið unnt að ljúka fyrir til- skilinn frest þeim athugunum og umræðum sem séu forsendur þess að bankinn geti tekið efnis- lega afstöðu til beiðnanna. LBI hafði óskað eftir að málið yrði afgreitt í byrjun ágúst en sá frestur var framlengdur til 1. október. Landsbankinn og LBI sömdu í maí síðastliðnum um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Slitastjórnin setti þá fram skilyrði um að fá undanþágur frá gjaldeyrishöft- um vegna útgreiðslna úr búinu. - hg Fresturinn rann út í gær: Hefur ekki enn svarað LBI hf. SÖMDU Í MAÍ Undanþágubeiðnir LBI hf. tengjast samkomulagi við Lands- bankann frá því í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐ IÐ /PJETU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.