Fréttablaðið - 02.10.2014, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 2. október 2014 | SKOÐUN | 27
„Þegar ég gekk í
menntaskóla kynnt-
ist ég góðri konu sem
kenndi okkur íþrótt-
ir. Hún kenndi okkur
margt um heilbrigt líf-
erni og hvatti okkur
áfram til að hlúa vel að
heilsunni. Íþróttakenn-
arinn minn var fyrir-
mynd heilbrigðis en
samt fékk hún krabba-
mein og lést langt um
aldur fram.“
„Afi minn var einn-
ig skynsamur maður.
Hann var samt ekkert
mikið að velta heils-
unni fyrir sér. Hann var skólastjóri og
sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og
keðjureykti filterslausan Camel. Kaffi-
bollann fyllti hann með fjórum kúffull-
um teskeiðum af hvítum sykri. Samt
komst hann hátt á tíræðisaldur og var
hress þegar hann lést úr elli.“
Svona sögur heyrum við ósjaldan.
Svona sögur sem fá okkur til að efast um
gildi rannsókna sem segja okkur endur-
tekið að reykingar valdi lungnakrabba-
meini, áfengi brjóstakrabbameini og
offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu
tekin.
En af hverju fá sumir sem lifa heil-
brigðu lífi krabbamein á meðan aðrir
sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabba-
mein?
Púslin í myndun krabbameina
Því er erfitt að svara en við getum farið
yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur
að krabbamein séu eins og púsl. Bitarn-
ir í púslinu geta verið misstórir og það
geta verið misjafnlega margir bitar í
hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig
færri bita meðan aðrir þurfa að safna
saman fleiri bitum.
Suma púslbita erfum
við frá forfeðrunum.
Aðra fáum við vegna
umhverfismengunar
eða vinnuaðstæðna.
Við getum einnig
fengið bita með því að
drekka áfengi, reykja,
nota munn- eða nef-
tóbak, hreyfa okkur
lítið, borða of mikið
af rauðu eða reyktu
kjöti eða bara borða
of mikið. Síðan getum
við fengið púslbita með
því að vera of mikið í
sól, fara í ljós eða smit-
ast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá
án þess að nota smokk.
Oft áttum við okkur samt ekki á því
hvaðan þessir púslbitar koma eins og að
við vitum ekki af hverju íþróttakennar-
inn fékk krabbamein en ekki afinn. En
til að krabbamein myndist þurfum við
að safna öllum bitunum saman og þeir
þurfa allir að passa saman.
Við getum oft haft áhrif
Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að
langflest lungnakrabbamein myndast
vegna beinna og óbeinna reykinga (um
90%), en gleymum því ekki heldur að
10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa
aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu
í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabba-
mein fær meirihluti reykingamanna
aldrei lungnakrabbamein eða um sex af
hverjum sjö. Til að setja þetta í annað
samhengi þá getum við ímyndað okkur
tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 ein-
staklingar. Annar hópurinn hefur reykt
í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei
reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu
búist við að fá lungnakrabbamein á
meðan 154 þeirra sem reykja fá lungna-
krabbamein – eða 77-falt fleiri.
Svipað á við um aðra lífshætti eins
og áfengisneyslu. Það að neyta áfeng-
is eykur líkur á brjóstakrabbameini og
eykst áhættan eftir því sem meira er
drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta
áfengis ekki brjóstakrabbamein.
Staðreyndin er því sú að þó svo að við
vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur
á krabbameinum getum við aldrei sagt
að einhver hafi fengið krabbamein vegna
áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleys-
is o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að
ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu
ár og fær lungnakrabbamein að reyking-
ar hafi mjög líklega átt þátt í myndun
krabbameinsins. Að reykingarnar hafi
lagt til púslbita.
Dæmum ekki
Það er því mikilvægt að dæma aldrei út
frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi
ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei
hægt að alhæfa að það hafi verið loka-
púslið í spilinu.
Við lifum í tæknivæddum heimi þar
sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt
að finna tíma til að huga að heilsunni.
Engu að síður er gott að vera vakandi
fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífs-
stíll getur komið í veg fyrir stóran hlut
krabbameina og aukið lífslíkur þeirra
sem þegar hafa greinst.
En gleymum því aldrei að ef við veikj-
umst þá er enn mikilvægara að ásaka
okkur ekki um að hafa gert eitthvað
rangt og einnig að sumir veikjast þrátt
fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi.
Og munum að það er alltaf rúm fyrir
breytingar. Þó svo að við getum ekki
stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn
eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því
hvort við kjósum heilbrigða lífshætti
sem geta bætt og lengt líf okkar.
Af hverju fá þeir sem hugsa vel um
heilsuna stundum krabbamein?
Nú er hafinn
meistaramánuð-
urinn þar sem
skila á skuld-
settum heimil-
um heimsmeti í
skuldaleiðrétt-
ingu. Heimsmet-
ið er að vísu orðið
meira að mús en
meistara því 20%
leiðréttingin er
orðin 5%, 300
milljarðarnir að 72 og for-
sendubresturinn orðinn
250 þúsund á heimili á ári
í fjögur ár, en ekki millj-
ónirnar sem lofað var.
En auðvitað munar um
72 milljarða. Það verður
þó að hafa í huga að skv.
frétt Hagstofunnar jókst
eigið fé heimilanna frá
2010-2013 um 638 millj-
arða og þótti ekki nóg.
Þá verður að hafa í huga
að á móti þeim 20 millj-
örðum sem veita á í leið-
réttinguna á ári er búið
að minnka vaxtabætur á
móti frá 2011 um meira en
helming þeirrar fjárhæð-
ar eða 13 milljarða á ári.
Hér við bætist að ríkis-
stjórnin ætlar að hækka
virðisaukaskatt á mat um
5 prósentustig við sama
tækifæri. Matur er svip-
aður útgjaldaliður og
húsnæði hjá flestu fólki
eða um tæpur fimmtung-
ur. Þeir vona að vísu að
afnám sykurskatts dragi
úr verðhækkunum svo
þær verði „aðeins“ tæp
þrjú prósentustig en því
miður höfum við reynslu
af því að lækkanir skila
sér illa á móti hækkunum.
Heimsmeistaramánuður
Áætlanir um persónu-
legan meistaramánuð í
október fela í sér ýmis
markmið til að bæta
árangurinn. Margir ein-
setja sér að temja sér
heilsusamlegt líferni og
jákvæða hugsun. Von-
andi gengur fólki betur
að efna heit sín í mán-
uðinum en ríkisstjórn-
inni. Enda verður það að
teljast heimsmeistara-
mánuður í sviknum lof-
orðum ef heimilin eiga að
greiða sjálf fyrir útvatn-
aða skuldaleiðréttingu
með skerðingu vaxtabóta
og hækkunum á mat.
5% lækkun
skulda og 5%
hækkun matar HEILBRIGÐISMÁL
Lára G.
Sigurðardóttir
formaður Fag- og
fræðsluráðs
Krabbmeinsfélags
Íslands, læknir og
doktorsnemi í
lýðheilsuvísindum
Laufey
Tryggvadóttir
klínískur prófessor
og framkvæmda-
stjóri Krabba-
meinsskrár
FJÁRMÁL
Helgi Hjörvar
alþingismaður
➜ Hér við
bætist að ríkis-
stjórnin ætlar
að hækka
virðisaukaskatt
á mat um 5 pró-
sentustig við
sama tækifæri.
Karlar og jafnrétti
UN Women hefur
vakið athygli á
mikilvægi þátttöku
karla í öllu starfi
á sviði jafn-
réttismála. Karlar
eru mun líklegri
en konur til að gegna áhrifa-
og valdastöðum og gegna því
lykilhlutverki í að efla stöðu
kvenna, bæði í félagslegu og
efnahagslegu tilliti. Benda þarf
á ávinning beggja kynja af
valdeflingu kvenna og auknu
kynjajafnrétti.
Í mínum huga er þetta brýnt
hagsmunamál beggja kynja
sem eykur almenn lífsgæði
þjóða og styðja við lýðræð-
isþróun.
http://blog.pressan.is
Eygló Harðardóttir
Evrudraumurinn
lifi r góðu lífi
Vaxtaáþján og
verðtrygging lána
almennings og
fyrirtækja hér-
lendis er auðvitað
eitt af mestu
undrum veraldar.
Afnám verðtrygg-
ingar og lækkun vaxta er án
vafa brýnasta hagsmunamál
landsmanna. Lífskjör hér verða
fyrst sambærileg og erlendis og
fólksflóttinn hættir aðeins ef
þessu verður kippt í liðinn.
Á vefnum www.lan.jaisland.
is er enn hægt að sjá hvernig
íbúðalán hafa þróast hér og
á meginlandi Evrópu. Þannig
eru eftirstöðvar 17 milljóna
láns, sem ég tók árið 2004 hér
á landi, rétt um 26 milljónir,
en ef ég hefði tekið sama lán í
evrum og byggi á Írlandi stæði
lánið mitt í 13 milljónum
króna.
http://blog.pressan.is
Guðbjörn Guðbjörnsson
AF NETINU