Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 28
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Umræða að undanförnu
um meinta nauðsyn þess
að auðvelda uppsagn-
ir og brottrekstur ríkis-
starfsmanna er verulega
umhugsunarverð, jafnvel
varhugaverð. Umhugsun-
arverð vegna þess að hún
endurspeglar þröngsýni,
jafnvel rörsýni málshefj-
enda, og varhugaverð
vegna þess að endurtekn-
ing fullyrðinga sem þess-
ara getur orðið til þess að festa
þær í sessi sem sannindi. Sann-
leikurinn er nefnilega sá að upp-
sagnir ríkisstarfsmanna eru
býsna tíðar, enda reynir þar í
fæstum tilfellum á hina svoköll-
uðu áminningarskyldu. Svo ekki
sé nú minnst á þá staðreynd að
áminningar eiga ekki að vera
tæki til uppsagna, heldur tæki
til að aðstoða starfsmenn við að
bæta frammistöðu sína. Mann-
auðsmál ríkisins þarfnast sann-
arlega endurskoðunar, en að ein-
blína á áminningarskyldu þegar
þau eru rædd felur í sér mikla
smættun.
Mannauðsmál ríkisins
Í skýrslu til Alþingis sem Ríkis-
endurskoðun birti árið 2011 um
mannauðsmál hjá ríkinu (skýrsla
nr. 2) er bent á margt sem betur
má fara, eigi þeir fjármunir sem
ríkið ver til starfsmannahalds að
nýtast vel. Þar er meðal annars
rætt um kynslóðaskipti í manna-
flanum, að fjöldi starfsmanna
sé að komast á aldur og að erfitt
kunni að reynast að fylla í skörð-
in þar sem starfsmannavelta sé
mikil í yngri hópunum. Tryggð
við vinnustaðinn sé umtalsvert
minni meðal ungu starfsmann-
anna nú en áður var. Minnst er
á launamun milli opinbers og
almenns vinnumarkaðar sem
mögulegan orsakavald í starfs-
mannaveltu, vaxandi álag á
starfsfólk, skort á tengslum milli
frammistöðu og launa og
síðast en ekki síst vöntun
á langtímastefnu ríkisins
í mannauðsmálum.
Orðrétt segir í skýrsl-
unni: „Ríkið þarf að gera
sér grein fyrir hvers
konar atvinnurekandi það
vill vera og hvernig það
geti laðað til sín ungt og
hæft starfsfólk og haldið
því.“
Vel færi á því að þing-
menn sem telja þörf á aukinni
skilvirkni við uppsagnir og
brottrekstur ríkisstarfsmanna
tækju þessar ábendingar með í
umræðuna og lýstu því hvernig
þeir vilji stuðla að því að ríkið
geti haldið betur í starfsfólk-
ið sitt. Sífelldar endurráðning-
ar og stutt stopp fólks í störfum
eru samfélaginu dýrkeypt, bæði
vegna þess að starfsmannavelta
er dýr í krónum og aurum og
eins vegna þess að erfitt er að
viðhalda öflugri starfsemi þegar
hlutfall „starfsmanna í þjálfun“
er hátt.
Atgervisflótti
Kjarasamningum aðildarfélaga
BHM við ríkið hafa að undanförnu
fylgt bókanir og yfirlýsingar um
úrbætur í takt við ábendingar Rík-
isendurskoðunar frá 2011. Í inn-
gangsorðum samninganna sem
giltu frá 2011 til 2014 segir m.a.
berum orðum: „Stemma þarf stigu
við atgervisflótta.“
Þrátt fyrir viðurkennda og yfir-
lýsta þörf til að halda betur í það
fólk sem ræður sig til starfa hjá
ríkinu hefur hingað til verið fátt
um efndir. Mjög er á brattann
að sækja hvað launakjör varð-
ar, vegið er að réttindum starfs-
manna og leitast við að þyngja
skyldur. Bókanir í samningum um
að aðilar meti í sameiningu mögu-
leika á úrbótum í mannauðsmál-
um eru innantóm orð nema kraft-
ur verði settur í að fylgja þeim
eftir. Samkvæmt heimasíðu fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins
heyra tíu starfsmenn undir kjara-
og mannauðssýslu ríkisins. Ein af
ábendingum Ríkisendurskoðun-
ar lýtur einmitt að því að starfs-
mannaskrifstofan, sem nú heit-
ir kjara- og mannauðssvið, verði
efld. Íslenska ríkið er stór vinnu-
veitandi og full ástæða er fyrir
þingmenn sem vilja auka skil-
virkni í starfsemi ríkisins og bæta
starfsmannamál ríkisins að beita
sér fyrir því að styrkja kjara- og
mannauðssýsluna til framfara.
Gildandi kjarasamningar aðild-
arfélaga BHM spanna 13 mánuði
og af þeim átta bókunum sem
þeim fylgja kalla a.m.k. fimm
á umtalsverða yfirlegu af hálfu
aðila. Það hlýtur að vera nóg að
gera hjá kjara- og mannauðssýsl-
unni, ekki síst í ljósi þess að við-
semjendur ríkisins eru mun fleiri
og sumir enn í Karphúsinu þessa
dagana.
BHM hvetur alla þingmenn
eindregið til að kynna sér stöðu
mannauðsmála ríkisins og axla
ábyrgð sína á því verkefni að
tryggja starfhæfar ríkisstofnan-
ir til frambúðar.
Meint tregða við að losna við
ríkisstarfsmenn úr starfi er á
góðri leið að verða fortíðarvandi
og mál til komið að þingmenn
snúi sér að raunverulegum vanda-
málum og horfi til framtíðar.
Ríkið fái auknar heimildir
til að halda í starfsfólk
Árið 1904 réði Standard
Oil Co. um 90% af allri
olíuframleiðslu í Banda-
ríkjum Norður-Amer-
íku. Fram til 1. janú-
ar 1984 var AT&T eini
seljandi símaþjónustu í
Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Um aldamót-
in 2000 var markaðs-
hlutdeild Microsoft á
markaði fyrir stýrikerfi
um 97%. Öll urðu þessi
fyrirtæki, fyrir tilstyrk mark-
aðsstöðu sinnar, afar sterk fjár-
hagslega. Keppinautar héldu því
fram að fyrirtækjunum væri
tamara að nota fjárhagsstyrk
sinn til að takmarka samkeppni
en til rannsóknar- og þróunar-
starfsemi. Svo háværar voru
þessar raddir að samkeppnis-
yfirvöld beggja vegna Atlants-
hafs lögðust í áralöng málaferli
til að binda enda á samkeppnis-
hamlandi atferli fyrirtækjanna.
Aðgerðir samkeppnisyfirvalda
höfðu í öllum tilfellum afger-
andi áhrif til lækkunar kostn-
aðar og hraðari tækniþróunar.
Þróun samgangna (einkabíllinn),
fjarskipta (farsímar) og netþjón-
ustu hefðu nær örugglega orðið
allt önnur og hægari hefðu yfir-
völd ekki gripið til sinna ráða.
Aðgerðir samkeppnisyfirvalda
gegn verðofbeldi skiluðu góðum
árangri.
Mjólkursamsalan (MS) og
tengd fyrirtæki er með yfir 95%
af mjólkurvörumarkaðnum á
Íslandi. Sé litið til þeirra sögu-
legu dæma hér að ofan er ekki
undarlegt þó samkeppn-
isyfirvöld hér á landi
hafi fyrirtækið til skoð-
unar með jöfnu millibili.
Nýlegur úrskurður þar
sem MS er sektuð um
370 milljónir króna fyrir
brot á samkeppnislögum
sannar nauðsyn þess. En
þar með er ekki öll sagan
sögð.
Óskammfeilin framkoma
Samkvæmt búvörulögum er
heildsöluverðlagning nokkurra
tilgreindra vörutegunda sem
MS framleiðir á hendi svokall-
aðrar verðlagsnefndar búvöru.
Verðlagsnefndin auglýsir tvenns
konar verð fyrir nýmjólkurduft
og undanrennuduft. Annars
vegar verð til matvælafram-
leiðenda sem ekki eru í sam-
keppni við MS. Þeir fá nýmjólk-
urduftið á 659 krónur kílóið, en
aðilar í samkeppni við MS þurfa
að borga 1.360 krónur! Þetta er
100% verðmunur! Svipaða sögu
er að segja um undanrennu-
duftið, nema hvað verðmunur-
inn er heldur minni. Stjórnar-
ráðið leggur ofurtolla á innflutt
duft og kemur þannig algjörlega
í veg fyrir samkeppni að utan.
Þetta er svo óskammfeilin fram-
koma að engu tali tekur.
Verðlagsnefnd búvara er
skipuð sjö mönnum. Formaður
er starfsmaður atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins, fyrr-
verandi forstjóri Kaupfélags
Skagfirðinga, tveir eru frá
Bændasamtökum Íslands, tveir
eru frá afurðastöðvum (les MS)
og síðan sinn hver frá ASÍ og
BSRB. Fulltrúar launafólks eru
í minnihluta. Því má fullyrða
að stjórnvöld hafi afhent starfs-
mönnum og eigendum einka-
sölurisa á neysluvörumarkaði
sjálfdæmi um verðlagningu á
mikilvægri neysluvöru, vöru
sem er bæði notuð af neytendum
og af öðrum aðilum í matvæla-
iðnaði. Og starfsmenn og eigend-
ur einkasölurisans standa undir
væntingum og beita verð-ofbeldi
úr vopnasafni John D. Rocke-
feller, eiganda Standard Oil, við
verðlagningu á hráefnum til
mögulegra keppinauta sinna.
Framkvæmdastjóri Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði
(SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ
og BSRB í þessari ólánsnefnd
réttlæti allar hennar gerðir. Því
spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og
BSRB hætti að blessa verðof-
beldi mjólkurframleiðenda og
afturkalli skipan fulltrúa í verð-
lagsnefnd búvara?
Verðofbeldi í skjóli
stjórnarráðsins
Kjör öryrkja hafa lengi
verið í umræðunni af
þeirri ástæðu að þessi þjóð-
félagshópur býr við erf-
iðar aðstæður í samfélagi
okkar. Á Fljótsdalshéraði
eru öryrkjar í sömu stöðu
og öryrkjar annars staðar
á landinu og þess vegna
ákvað deild Geðhjálpar
á Austurlandi að kanna
afkomu þeirra á mánaðar-
grundvelli til að sjá hvernig
staðan raunverulega er.
Meginniðurstaða könn-
unarinnar er sú að tæp 78% öryrkja
á Fljótsdalshéraði eru með ráð-
stöfunartekjur undir 200.000 kr.
á mánuði. Samkvæmt reiknivél
velferðarráðuneytis er dæmigert
neysluviðmið fyrir einstakling
sem býr í öðru þéttbýli en á höfuð-
borgarsvæðinu 144.857 kr. á mánuði
fyrir utan samgöngu- og húsnæðis-
kostnað. Samkvæmt könnuninni eru
þátttakendur með tekjur á bilinu
151-200.000 kr. flestir að neita sér
um margt eða flest utan helstu
nauðþurfta og er það að miklu leyti
ástæðan fyrir því að þeir komast af.
Eiga sér ekki marga málsvara
Athygli vekur að fólk í hlutastarfi
virðist ekki komast betur af en þeir
öryrkjar sem lifa aðeins af bótum.
Skýringin á þessu er sú skerð-
ing á bótum sem öryrkjar í hluta-
starfi verða fyrir þegar þeir stunda
atvinnu sína, þó í litlum mæli sé.
Allir virðast sammála um að hvetja
eigi fólk til að vinna eins og það
hefur heilsu til, en á sama tíma er
lagaumhverfið ekki hagstætt þeim
sem vilja auka tekjur sínar með
þessum hætti. Um leið bera marg-
ir öryrkjar stimpil skammarinnar á
enninu af því að þeir sjá ekki fyrir
sér sjálfir.
Þessi þjóðfélagshópur á sér ekki
marga málsvara og fátítt að öryrki
komi fram opinberlega og fari fram
á sanngjarnari kjör. Það er merki-
leg staðreynd að íslensk-
ir öryrkjar tilheyra engri
stétt og eiga ekki verk-
fallsrétt. Vegna þessa eru
þeir algjörlega upp á náð
og miskunn stjórnvalda
komnir. Það er mín skoð-
un að líta ætti á öryrkja sem stétt
karla og kvenna sem sjá fyrir sér
með því að vera veikir og fatlaðir.
Og það virðist ekki flókið að koma
með einfalda skilgreiningu á hlut-
verki öryrkja sem skipar þeim sess
í þjóðfélaginu.
Öryrkjar bera sömu ábyrgð gagn-
vart fjölskyldum sínum og aðrir
þjóðfélagsþegnar. Þeir þurfa að
fæða og klæða sína nánustu. Þess
vegna er ekki að ástæðulausu að
andstaða sé á meðal öryrkja gagn-
vart auknum álögum á nauðsynja-
vörur eins og mat. Deild Geðhjálpar
á Austurlandi mótmælir áformum
stjórnvalda um hækkun virðisauka-
skatts á matvæli. Ef þessi áform ná
fram að ganga hvetjum við stjórn-
völd til að hækka bætur öryrkja, t.d.
með þeim fjármunum sem koma inn
í ríkiskassann með þessum skatt-
tekjum. Hætt er við að þeir öryrkj-
ar sem í dag þurfa að neita sér um
hluti eins og fatnað og skó, mat og
lyf, tannlæknaheimsóknir, ferðalög
og margt fleira þurfi að neita sér
um enn meira og skerða lífsgæði sín
enn frekar.
Svarhlutfall þeirra sem boðið var
að taka þátt í könnuninni hefði mátt
vera hærra; en 49 af 138 öryrkjum
á Fljótsdalshéraði svöruðu. Hefur
rannsóknin því lítið alhæfingargildi
en gefur okkur engu að síður sterk-
ar vísbendingar um hvað mætti
betur fara.
Afkoma öryrkja
á Fljótsdalshéraði
Það var dapurleg kveðja
sem ríkisstarfsmenn fengu
frá Guðlaugi Þór Þórð-
arsyni, þingmanni Sjálf-
stæðisflokksins, og Vigdísi
Hauksdóttur, þingmanni
Framsóknarflokksins,
á forsíðu Fréttablaðsins
þann 24. september síðast-
liðinn. Kveðjan var klár og
ljós: „Þú þarna ríkisstarfs-
maður! Burtu með þig! Við
erum að hagræða og við
ætlum að reka þig! Svona … út með
þig!“ Það var helst á Guðlaugi Þór
að skilja að ef stjórnarflokkarnir
myndu ekki ganga fram í þessu af
krafti, þá myndi sjálfur hann taka
málin í sínar hendur. Skírari verða
skilaboðin nú ekki.
Stjórnmálamönnum af því kal-
iberi sem Guðlaugur og Vigdís eru,
er einstaklega lagið að slíta í sundur
samhengi hlutanna. Í samfélagi þar
sem sitjandi stjórnvöld færa þeim
ríku dýrar gjafir á kostnað almenn-
ings, stórskaða og rýra skattkerfi
landsins þegar mikil þörf er á að
allir leggist á árarnar, láta spill-
ingu viðgangast, hafa á stefnuskrá
að minnka aðhald og eftirlit með
markaðs- og samráðssóðum, er eins
gott að stjórnmálamenn hafi svör á
reiðum höndum um hvað þeir séu að
gera til að koma samfélaginu á rétt-
an kjöl. Og ekki vantar greið svör
frá þeim Guðlaugi og Vigdísi hvað
það er sem helst þarf að laga í sam-
félaginu: „Það þarf að reka ríkis-
starfsmenn.“ Hún er nokkuð stæk
þráalyktin af þessari smjörklípu.
Aukið álag og lækkuð laun
Eftir hrun tóku opinberir starfs-
menn og starfsmenn á almenn-
um markaði á sig verulegar byrð-
ar. Þetta þekkja allar
fjölskyldur landsins sem
þurfa að vinna fyrir brauði
sínu. Aukið álag og lækkuð
laun var hlutskipti almenns
launafólks í hreinsunar-
starfinu eftir partíið sem
hrunflokkarnir undir-
bjuggu. Það var almennt
launafólk sem hélt samfé-
laginu gangandi. Það voru meðal
annars starfsmenn sýslumanns-
embætta, tollsins, Vegagerðarinn-
ar, lögregluembættanna og heil-
brigðiskerfisins, kennarar, læknar
og hjúkrunarfólk auk allra hinna,
sem héldu samfélaginu gangandi.
Já, og við skulum ekki gleyma
starfsfólki Fiskistofu sem sá til
þess að gangverk fiskveiðistjór-
nunarkerfisins stoppaði ekki og
útgerðin fékk sitt tækifæri til að
blómstra. Þetta er fólkið sem ofur-
þingmennirnir Guðlaugur Þór og
Vigdís Hauksdóttir vilja núna reka.
Gæti hið ágæta spakmæli
„Margur heldur mig sig“ átt við
hér? Getur hugsast að umræddir
þingmenn séu gagnslausir og til
óþurftar fyrir íslenskt samfélag
og í taugaveiklaðri leit sinni að upp-
hafningu veitist þeir að þeim sem
verja skyldi? Eða er þessi aðför að
ríkisstarfsmönnum hluti af stærra
plotti? Getur verið að það leynist
hjá þeim ásetningur um að eyði-
leggja og lama innviði samfélags-
ins og koma kjarnastarfsemi þess
í hendur einkavina, eins og dæmin
sanna að flokkar þeirra hafa
stundað um áraraðir með sorgleg-
um afleiðingum fyrir almenning í
þessu landi?
Þið eruð óþörf –
út með ykkur!
➜ Þrátt fyrir viðurkennda
og yfi rlýsta þörf til að halda
betur í það fólk sem ræður
sig til starfa hjá ríkinu hefur
hingað til verið fátt um
efndir. Mjög er á brattann
að sækja hvað launakjör
varðar, vegið er að réttind-
um starfsmanna og leitast
við að þyngja skyldur.
➜ Mjólkursamsalan (MS) og
tengd fyrirtæki er með yfi r
95% af mjólkurvörumark-
aðnum á Íslandi. Sé litið til
þeirra sögulegu dæma hér
að ofan er ekki undarlegt þó
samkeppnisyfi rvöld hér á
landi hafi fyrirtækið til skoð-
unar með jöfnu millibili.
➜ Athygli vekur að
fólk í hlutastarfi virð-
ist ekki komast betur
af en þeir öryrkjar
sem lifa aðeins af
bótum.
➜ Skírari verða skila-
boðin nú ekki.
SAMFÉLAG
Sveinn Snorri
Sveinsson
formaður deildar
Geðhjálpar á
Austurlandi
STJÓRNSÝSLA
Þórarinn Eyfjörð
framkvæmdastjóri
SFR– stéttarfélags
STJÓRNSÝSLA
Guðlaug
Kristjánsdóttir
formaður BHM
SAMKEPPNI
Þórólfur
Matthíasson
hagfræðiprófessor