Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 30
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Þegar fjárlagafrumvarp fyrir
árið 2015 var lagt fram voru
samhliða lagðar fram tillög-
ur um breytingar á virðisauka-
skattskerfinu og niðurfellingu
vörugjalda. Megin breytingin er
að virðisaukaskattur á matvæli
hækkar úr 7% í 12% en efra þrep-
ið lækkar úr 25,5% í 24%. Jafn-
framt á að afnema vörugjöld, þar
með talin þau sem í dag leggjast
á sykruð matvæli. Ef þessar til-
lögur ná fram að ganga þá munu
hollustuvörur á borð við ávexti
og grænmeti hækka í verði sem
nemur um 5%. Kíló af tómötum
sem kostar í dag 459 krónur, í
ákveðnum stórmarkaði, kemur til
með að hækka í a.m.k. 480 krón-
ur eftir breytingarnar, endanlegt
verð fer eftir álagningu vörunn-
ar. Kíló af gulrótum myndi fara
úr 718 krónum í 752 krónur. Sam-
hliða þessu koma gosdrykkir til
með að lækka í verði við afnám
vörugjalda, þó mismikið eftir
stærð pakkninga og álagningu,
þrátt fyrir að virðisaukaskattur
á þeim hækki. Tveggja lítra gos-
flaska sem í dag kostar 295 krón-
ur, í ákveðnum stórmarkaði, gæti
lækkað um a.m.k. 11%. Kolsýrt
vatn myndi hins vegar hækka um
5% eins og ávextir og grænmeti.
Hvað sælgæti varðar eru áhrif-
in mismunandi en þau fara m.a.
eftir núverandi vörugjöldum sem
leggjast á eftir sykurinnihaldi.
Embætti landlæknis telur það
ekki farsælt út frá sjónarmiðum
heilsueflingar að lækka álögur
á óhollustu eins og gosdrykki og
sælgæti því það getur haft í för
með sér aukna neyslu á þessum
vörum sem er þó mikil fyrir.
Neysla á sykurríkum vörum
eykur líkur á offitu og tann-
skemmdum og mikil neysla á
sykruðum gos- og svaladrykkj-
um getur auk þess aukið líkur á
sykursýki af tegund tvö. Hækk-
un á verði grænmetis og ávaxta
getur hins vegar dregið úr neyslu
þeirra sem er nú þegar of lítil,
aðeins um helmingur af því sem
ráðlagt er. Það hefur sýnt sig að
verðbreytingar á grænmeti hafa
haft áhrif á neyslu en við lækkun
innflutningstolla og síðar afnám
jókst grænmetisneyslan en við
efnahagsþrengingarnar 2008 dró
úr henni. Fyrirhugaðar breyting-
ar eru því í andstöðu við það sem
Embætti landlæknis leggur til og
í andstöðu við tillögur sem vinnu-
hópur á vegum velferðarráðu-
neytis setti fram í aðgerðaáætlun
til að draga úr tíðni offitu en þar
var í fyrsta sæti að hækka álögur
á óhollustu og nýta þá til skatta-
lækkunar á hollari vörum.
Áhrifaríkasta leiðin
Niðurstöður rannsóknar sem
birtist í New England Journal of
Medicine 2009 sýndu að verðstýr-
ing með sköttum eða vörugjöld-
um á sykraða gosdrykki geti verið
áhrifarík leið til að minnka neyslu.
Áhrifin yrðu mest þar sem þörfin
er brýnust, þ.e. hjá börnum og ung-
mennum og þeim sem drekka mest
af gosdrykkjum. Í grein sem birt-
ist 2011 í The Lancet var lagt mat á
hvaða aðgerðir stjórnavalda í Ástr-
alíu skiluðu mestum ávinningi og
árangri til að bæta heilsu og draga
úr útgjöldum vegna offitu. Niður-
staðan var sú að skattar á óholl-
ustu væru áhrifaríkasta leiðin.
Embætti landlæknis hvetur
eindregið til að við fyrirhugað-
ar breytingar á virðisaukaskatts-
kerfinu og vörugjöldum verði
gætt að því að gosdrykkir og sæl-
gæti lækki ekki í verði. Leiðir til
þess væru annars vegar að leggja
áþreifanlegan skatt á gosdrykki
og sælgæti beint til að draga úr
sykurneyslu landsmanna, það er
almennilegan sykurskatt. Önnur
leið væri að færa gosdrykki og
sælgæti í efra þrep virðisauka-
skatts, þ.e. í 24% þrepið. Jafn-
framt er mælt með að nýta fjár-
muni sem koma inn við álagningu
á óhollustu til að standa straum af
afnámi virðisaukaskatts á græn-
meti og ávöxtum. Slíkt myndi
skapa aðstæður sem hvetja til heil-
brigðari lifnaðarhátta með því að
auðvelda aðgengi að hollum mat-
vælum en takmarka aðgengi að
þeim óhollari.
Höfundar starfa hjá
Embætti landlæknis.
Viljum við að óhollusta lækki
og hollusta hækki?
„Yndislega barnið mitt,
sem þú verður alla tíð til
endaloka. Þú komst eins
og engill til jarðar og við
foreldrar þínir tókum
stolt á móti þér og vild-
um veita þér ástúð og alla
þá hamingju sem þú átt
skilið. Dag einn hvarfst
þú á braut úr mínu dag-
lega lífi, vegna afleiðinga
umgengnisbrota.“
En hér á Íslandi kemur
þjóðfélagið þannig fyrir
sjónir að það tekur kerfis-
bundið málstað mæðra, án
tillits til aðstæðna, jafnvel
þótt sannað sé að þær hafi framið
alvarleg afbrot og séu skaðlegar
hagsmunum barnanna, er ekkert
tillit tekið til þess. Þetta birtist í
hnotskurn þannig að barnalög-
in og jafnvel beiting þeirra sýna
greinilega hlutdrægni gagnvart
móður og niðurlægingu til feðra
og alþjóðasamningar eru fótum-
troðnir.
Börn skilja ekki við foreldra sína …
Umræðuefnið virðist vera tabú
og feður hafa enga rödd eða til-
vist í umgengnismálum og enn
þá verri stöðu ef þeir eru erlend-
ir (það eru jafnvel til bæklingar
á ólíkum erlendum tungumálum
fyrir „réttindi erlendra kvenna
og mæðra“! En ekkert fyrir karl-
menn og feður!).
Sérstaklega fyrir feður er
baráttan mjög erfið, andlega og
líkamlega, og þess vegna kjósa
margir feður að leggja upp laup-
ana, fyrirlitnir, eignalausir,
stundum smánaðir af kerfinu og
jafnvel mjög oft fyrir hvatningu
þeirra eigin lögmanna. Hvern-
ig geta menn kallað það „tapað
mál“ þegar um barn eða börn
manns er að ræða og gef-
ist upp?
En ég er ekki þannig,
það er ekki til í eðli mínu
eða menningu minni: fjöl-
skyldan og börnin eru heil-
ög fyrir mér. Ég hef alltaf
barist löglega fyrir göf-
ugu málefni með því að
leyfa dóttur minni að vaxa
úr grasi og fá að lifa með
báðum foreldrum sínum.
Ég hef barist fyrir því að
hún fái að búa til skipt-
is hjá föður og móður og
reynt að byggja upp frið-
sælt umhverfi í jafnvægi
og bera virðingu fyrir öðrum, án
þess að hallmæla neinum og síst
af öllum móður hennar.
Hvað er auðveldara en að ráðsk-
ast með barn? Einfaldlega að
hindra öll möguleg samskipti og
umgengnisrétt við barnið, og jafn-
vel það margendurtekið, er það í
raun ekkert í Barnalögum sem
getur komið í veg fyrir þessi brot
til frambúðar.
T.d., dóttir mín hefur ekki varið
nema 8% af lífi sínu með mér
á síðustu 13 árum! Þrátt fyrir
þetta, hef ég alltaf verið til stað-
ar fyrir hana, hef alltaf hlustað á
hana, alltaf verið reiðubúinn til að
hjálpa henni, verið til ráðgjafar, til
að hugga og lækna þegar þörf er
á, leyft henni að upplifa fjöldann
allan af hlutum á Íslandi, gert
henni kleift að vaxa og dafna og
ná árangri í lífinu.
Ekki á þeirra ábyrgð
Ég vil að hún viti, eins og þús-
undir annarra barna á Íslandi og
það er ekki á þeirra ábyrgð, þessi
fjölskylduharmleikur sem hendir
okkur öll, hún er fyrst og fremst
fórnarlamb, eins og þúsundir ann-
arra barna á íslandi. Ég, sem for-
eldri, rétt eins og þúsundir ann-
arra í landinu, er líka fórnarlamb
ásamt allra meðlima föðurfjöl-
skyldna, en það er fyrst og fremst
barnið sem þjáist mest.
Verandi fórnarlamb þá hefur
hún kannski ekki aðra kosti. Ég
ásaka hana ekki. Rétt eins og
önnur fórnarlömb foreldrafirr-
ingar (P.A.S.), hefur hún ef til vill
tapað áttum og veit ekki lengur
hvað er rétt eða rangt, miðað við
þau áhrif sem eru hömruð í hana.
En ég vil að hún viti og ég vona að
hún verði nógu sterk til að skilja og
berjast fyrir því að sannleikurinn
komi í ljós.
En nú líður senn að brottför, til
þess að berjast gegn sjúkdómnum,
til að vernda sjálfan mig, til þess
að lifa af og halda áfram að berj-
ast fyrir réttindum okkar, virð-
ingu fyrir feðrum, mun ég snúa á
heimaslóðir okkar, til okkar þjóð-
ar, og ég held enn þá í vonina …
„Að lifa án vonar, er að hætta að
lifa,“ sagði Dostojevski.
Vonin fylgir mér. Dyr mínar
munu alltaf standa opnar fyrir
þig, dóttir mín, síminn minn mun
alltaf vera tengdur á hvaða tíma
sem er …
Faðir, sem elskar barnið sitt eins
og aðrir feður í þúsundatali.
Til allra fórnarlamba
hjónaskilnaða á Íslandi
Um langt árabil hefur hall-
að undan fæti í hafrann-
sóknum á Íslandsmiðum.
Þetta kemur ekki síst til
af því að þörfin á að sinna
nýjum verkefnum hefur
vaxið hratt í meira en ára-
tug. Hafrannsóknir eru
kostnaðarsamar vegna
þess hversu dýrt er að
halda rannsóknarskipum á
sjó. Á undanförnum árum
hefur rannsóknarskipum
fækkað og nýting þeirra
minnkað og því eru rann-
sóknarskip nú mun færri daga á sjó
á ári hverju en áður var.
Þessi staða mála birtist nýverið
með skýrum hætti í því að ekki var
til fé til nauðsynlegrar bergmáls-
mælingar loðnu nú í september.
Ríkisstjórnin veitti á lokametrun-
um fé til loðnumælingar og ber að
fagna því, enda margra milljarða
verðmæti í húfi.
Forsenda verðmætasköpunar
Öflugar hafrannsóknir eru í vax-
andi mæli forsenda sjálfbærrar
verðmætasköpunar í sjávarútvegi.
Vaxandi þörf á hafrannsóknum
stafar ekki síst af því að ný verk-
efni hafa orðið nauðsynleg. Hér ber
fyrst að nefna bergmálsmælingar
uppsjávarfiska. Loðnumælingar
urðu erfiðari og kostnaðarsamari
snemma á öldinni þegar útbreiðsla
loðnunnar færðist norðar. Mæl-
ingar á síld, kolmunna og makríl
urðu auk þess æ mikilvægari og
umfangsmeiri eftir því sem þessar
tegundir gengu í auknum mæli inn
á íslenskt hafsvæði. Slíkar mæling-
ar kalla á fleiri úthaldsdaga rann-
sóknarskipa.
Með tilkomu nýrra verkefna
jókst krafan um skilvirkni og for-
gangsröðun rannsókna. Auðvitað er
jákvætt að huga að forgangsröðun
verkefna, en því miður hefur verið
gengið of langt á þeirri braut og
fyrir löngu verið skorið inn að beini.
Nauðsynleg verkefni hafrann-
sókna eru nú mun fleiri og stærri
en þau sem sinnt var við
lok síðustu aldar. Dæmi um
vandann sem hefur skapast
eru m.a. eftirfarandi:
■ Þröngar skorður eru sett-
ar rannsóknum á helstu
nytjastofnum, sem eru for-
senda ábyrgrar nýtingar
fiskistofna og aflareglna.
■ Beinum rannsóknum og mæl-
ingum á minni fiskistofnum – svo
sem skarkola, sandkola, langlúru,
þykkvalúru, löngu, keilu, skötusel
og fleiri tegundum – er ekki sinnt
að neinu marki og því skilar nýting
þessara stofna ekki þeim afrakstri
sem hún ætti að gera þar sem ýmist
er veitt of lítið eða of mikið. Staðið
hefur til að bæta úr þessu í meira
en áratug en aldrei skapast svig-
rúm til þess.
■ Takmarkaðar rannsóknir eru
stundaðar á fæðuvef í hafinu.
■ Kortlagning hafsbotns land-
grunnsins og útbreiðslu samfé-
laga og búsvæða botnsins gengur
of hægt.
■ Til viðbótar er vaxandi þörf á að
eiga svör við spurningum erlendra
kaupenda sjávarafurða er varða
áhrif fiskveiða á lífríkið almennt.
Er þá m.a. spurt um áhrif á sjó-
fugla, áhrif á viðkvæm búsvæði á
hafsbotni, áhrif á stofna fiska sem
kunna að þurfa frekari verndar við
og fleira. Spurningum af þessu tagi
fjölgar og því er afar mikilvægt að
sinna þessu vel.
Úrbóta er þörf
Hafrannsóknir eru nauðsynleg
undirstaða verðmætasköpunar í
sjávarútvegi sem má ekki bresta.
Það er óskynsamlegt að spara
svo mjög til hafrannsókna að það
komi illa niður á verðmætasköp-
uninni. Brýnt er að stjórnvöld
bæti hér úr.
Brýnt er að efl a
hafrannsóknir
Heilbrigðisþjónusta í okkar
heimshluta fæst að lang-
mestu leyti við meðferð
sjúkdóma og viðbrögð við
kvillum. Of lítið virðist
gert af hálfu hins opin-
bera til að tryggja borgur-
unum betra líf með því að
gefa þeim kost á forvörn-
um greiddum úr sameigin-
legum sjóðum. Í Evrópu er
talið að þetta hlutfall sé um
3%, en heldur lægra hér
eða um 1,6%. Þetta hefur
verið gagnrýnt kröftug-
lega og með réttu úr mörgum áttum
undanfarin ár.
Helstu vandamálin sem heil-
brigðisyfirvöld standa frammi
fyrir þegar kemur að ákvörðun-
um um úthlutun fjár til forvarna
eru að áhrif slíkra aðgerða koma
fram seint og um síðir, og einnig að
stundum er örðugt að sýna fram á
kostnaðarhagkvæmni þeirra. Þetta
á ekki við um leit að leghálskrabba-
meini, sem stendur konum frá 23
til 65 ára til boða þriðja hvert ár.
Engum vafa er undirorpið að það
er mikilvæg hópleit og að árang-
urinn er góður. Þessi leit hefur þá
sérstöðu að unnt er að finna for-
stig að krabbameinum, og þannig
koma í veg fyrir að krabbamein
myndist. Þarna er komin forvörn
sem ríkið greiðir að hluta til; sam-
félagið hefur tekið höndum saman
um að vinna gegn þessum sjúk-
dómi með skipulögðum, lýðgrund-
uðum aðgerðum. Krabbameinsfé-
lagið hefur borið ábyrgð á þessari
leit í hálfa öld, og hefur síðustu ár
gert þjónustusamning við Sjúkra-
tryggingar Íslands þar að lútandi.
Félagið hefur jafnframt
stutt þessa starfsemi með
sjálfsaflafé til að tryggja
að verkefninu sé eins vel
sinnt og raun ber vitni.
Árvekniátak
Leghálskrabbamein er
smitandi veirusjúkdómur
af völdum HPV og er nú
öllum íslenskum stúlkum
á tólfta aldursári boðin
bólusetning gegn honum.
Þátttaka er hátt í 90%, svo
vandinn minnkar væntan-
lega á komandi árum. Samt verð-
ur áfram nauðsynlegt fyrir þessar
stúlkur að mæta í leitina, því bólu-
setningin gefur ekki fullkomna
vörn. Nauðsynlegt er að allir, af
báðum kynjum, þekki smitleiðir og
verjist smiti með tiltækum ráðum.
Nú er verið að taka upp nýja tækni
við meðferð leghálssýnanna sem
gerir greiningu áreiðanlegri. Í
framhaldinu verður unnt að mæla
HPV-veirur í sýnunum og finna
annars vegar þær konur, sem taldar
eru í lítilli í hættu og þurfa sjaldan
eða aldrei að mæta, og hins vegar
þær, sem þurfa meira eftirlit. Þann-
ig verður unnt að skipuleggja leit-
ina meira í samræmi við áhættuna.
Tækjavæðing vegna þessara nýj-
unga verður greidd af söfnunarfé.
Nú stendur yfir árvekniátak sem
hefur það að markmiði að finna þær
konur sem ekki hafa mætt í leitina,
nokkurs konar hópleit að hópleitar-
konum. Tökum þátt í því og hvetj-
um konur til að mæta; þær sem ekki
hafa mætt gera það sem fyrst, en
hinar þegar þær fá boð frá Leitar-
stöð Krabbameinsfélagsins.
Hópleit að
hópleitarkonum ➜ Sérstaklega fyrir feður er baráttan mjög erfi ð, andlega
og líkamlega, og þess vegna
kjósa margir feður að leggja
upp laupana, fyrirlitnir,
eignalausir, stundum smán-
aðir af kerfi nu og jafnvel
mjög oft fyrir hvatningu
þeirra eigin lögmanna.
➜ Áhrifi n
yrðu mest þar
sem þörfi n er
brýnust, þ.e.
hjá börnum og
ungmennum
og þeim sem
drekka mest af
gosdrykkjum.
SJÁVARÚT-
VEGUR
Kristján
Þórarinsson
stofnvistfræðingur
hjá LÍÚ
➜ Slíkar mælingar
kalla á fl eiri úthalds-
daga rannsóknar-
skipa.
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Ragnheiður
Haraldsdóttir
forstjóri Krabba-
meinsfélags Íslands
SKATTAR
Hólmfríður
Þorgeirsdóttir
verkefnisstjóri
næringar
Elva
Gísladóttir
verkefnisstjóri
næringar
Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir
sviðsstjóri áhrifa-
þátta heilbrigðis
SAMFÉLAG
François
Scheefer
fyrrverandi formaður
Félags um vináttu
og nemendaskipti
Frakklands og
Íslands