Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 32
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32
Göturnar, torg og garð-
ar eru það sem raunveru-
lega skilgreinir borgina.
Þetta eru opin rými sem
húsin ramma inn og eiga
það sameiginlegt að við
höfum öll aðgang að þeim.
Þar hittumst við á horn-
inu, sýnum okkur og sjáum
aðra, spókum okkur þegar
vel viðrar og mótmælum
þegar okkur finnst vera
gengið á rétt okkar. Við
sækjum kannski mismikið
í þessi rými en þau gegna
mikilvægu hlutverki, þau
eru sameign okkar allra og hluti af
sjálfsmynd okkar sem samfélags.
Að eiga val
Nú er ný yfirstaðin samgöngu-
vika, evrópskt átak um bættar sam-
göngur í borgum og bæjum. Yfir-
skriftin að þessu sinni var „Okkar
vegir, okkar val“ og hafði það
markmið að hvetja fólk til umhugs-
unar um eigin ferðavenjur. Það er
forvitnilegt að máta þetta slagorð
við Reykjavík. Hvert er okkar val
þegar kemur að samgöngu-
málum?
Í nýju aðalskipulagi
Reykjavíkur kemur fram
að yfir 80% prósent af
opnum rýmum (að undan-
skildum stærri útivistar-
svæðum) fara undir sam-
göngur í borginni. Það eru
malbikaðir vegir, mislæg
gatnamót og bílastæði.
Undanfarna áratugi hefur
bílaumferð á höfuðborgar-
svæðinu vaxið hlutfallslega
meira en íbúafjöldi og í dag
ferðast um 75% íbúa með
einkabíl til vinnu eða skóla. Bíla-
eign Íslendinga er með því mesta
í heiminum og á pari við amer-
ískar borgir. Þetta er þróun sem
þarf að bregðast við. Reykjavík
er ekki „bílaborg“ frekar en ein-
hver önnur borg. Það er ekki óyf-
irstíganleg staðreynd sem tengist
legu og lagi borgarinnar. Reykjavík
varð að bílaborg – út af skammsýni
og úrræðaleysi í skipulagsmálum.
Þetta er ástand en ekki staðreynd,
ástand sem við þurfum að vinda
ofan af, vandamál sem við eigum
að vera stolt af því að leysa.
Það kann að skjóta skökku við í
fyrstu en rannsóknir hafa sýnt að
því fleiri vegir sem eru lagðir, því
meir eykst umferðin. Hvað gerir
maður þegar mittislínan þenst út og
beltið er orðið svo þröngt að mann
verkjar? Ein leiðin er að losa um
beltið, bæta við gati og svo halda
áfram sem áður. Sem er álíka góð
lausn og að pissa í skóinn sinn. Hin
leiðin er að takast á við rót vandans.
Eitt meginmarkmið aðalskipu-
lagsins er hagræðing á sameigin-
legum rýmum okkar með þétt-
ingu byggðar. Með því að draga
úr umferð, stytta vegalengdir og
bjóða upp á vistvænni samgöng-
ur, má spara gífurlegar fjárhæðir.
Til lengri tíma mun það skila sér
í vasa borgaranna langt umfram
nokkra skatta- eða gjaldskrár-
lækkun. Fyrrverandi borgarstjóri
Bógóta í Kólumbíu er öflugur tals-
maður bættra borga. Hann hefur
vakið athygli á að allir borgarar
hafa jafnan rétt samkvæmt stjórn-
arskrá. Þannig ætti strætisvagn
með 80 farþegum að hafa 80 sinn-
um meiri rétt á plássi á götunni en
einn farþegi í bíl.
Vaxtaverkir
Það þarf að vera bílfært á milli
borgarhluta en það þarf líka að
skapa rými fyrir aðra valkosti, í
leik og starfi. Hvað með fótgangandi
foreldri með vagn, hjólandi vegfar-
endur eða krakka á þríhjóli? Einka-
bíllinn er ekkert einkamál. Honum
fylgja mannvirki og kostnaður sem
varðar allt samfélagið. Vandamálið
verður ekki leyst með mislægum
gatnamótum heldur verðum við að
breyta ferðavenjum okkar og opna
á fleiri möguleika. Markmið aðal-
skipulags Reykjavíkur eru skynsöm
og raunsæ og miða við sambæri-
legar borgir eins og Þrándheim.
Stefnan er að hlutdeild gangandi
og hjólandi vegfarenda verði 30% í
lok skipulagstímabilsins árið 2030
og hlutdeild almenningssamgangna
fari í 8%, valmöguleikunum fjölgar.
Stefnan hefur verið tekin, fram-
undan er breytingaskeið og því
fylgja vaxtaverkir. Bílastæðum við
vinnustaðinn gæti fækkað og við
gætum þurft að dvelja örfá auka
andartök fyrir aftan strætó sem
hleypir farþegum sínum út. Það
er hugsanlegt að byggingakrani
verður reistur í næsta garði eða við
þurfum að hlusta á jarðbor í ein-
hverjar vikur. Það eru smámun-
ir. Miðað við landrýmið og grænu
svæðin sem við þyrftum annars að
fórna, miðað við mengunina sem
útþenslu borgar fylgir og miðað við
þá gífurlegu fjárhæðir sem þyrfti
til að þjóna vaxandi umferð. Mann-
vænlegri borg eykur lífsgæði okkar
og gerir Reykjavík að aðlaðandi stað
á alþjóðavettvangi. Göturnar eru
sameign okkar allra.
Hver á göturnar?
Eins og kunnugt er geta
launþegar valið að verja
hluta launa (allt að 4%) og
mótframlagi frá vinnu-
veitanda (2%) til séreign-
arsparnaðar eða viðbótar-
lífeyrissparnaðar. Heimilt
er að ráðstafa iðgjaldi til
séreignarsparnaðar á tvo
ólíka vegu. Annars vegar
með samningi um lífeyris-
sparnað og hins vegar með
kaupum á lífeyristrygg-
ingu. Á þessu tvennu er
umtalsverður munur sem
vert er að kynna sér vel.
Lífeyrissparnaður
Samningar um lífeyrissparn-
að, sem gerðir eru við viðskipta-
banka, sparisjóð eða lífeyrissjóð,
kveða á um að iðgjald skuli varð-
veitt á bundnum innláns-
reikningi, á fjárvörslu-
reikningi eða í sérstakri
fjárfestingarleið í tilviki
lífeyrissjóða. Slíkir samn-
ingar byggja á sjóðssöfn-
un. Helstu einkenni slíks
sparnaðar eru að hægt
er að taka inneign út að
hluta eða í heild eftir sex-
tugt. Unnt er að flytja inn-
eign á milli vörsluaðila
með litlum eða engum til-
kostnaði. Þá skerðist inn-
eign ekki þótt greiðslur
falli niður í lengri eða
skemmri tíma. Fylgjast
má með þróun inneignar
frá degi til dags í netbanka eða á
sjóðfélagavef. Samningi má segja
upp með tveggja mánaða fyrir-
vara.
Lífeyristryggingar
Lífeyristrygging er annars eðlis.
Hún er trygging en ekki sparn-
aður eða sjóðssöfnun. Samningur
um kaup á lífeyristryggingu felur í
sér langtímaskuldbindingu – oft til
margra ára eða áratuga – af hálfu
kaupandans. Samningur um kaup
á lífeyristryggingu er í eðli sínu
tryggingarsamningur, en slíkir
samningar eru jafnan yfirgrips-
miklir og flóknir. Lífeyristrygg-
ingar erlendra aðila sem seldar
eru hér á landi lúta þýskri trygg-
ingalöggjöf. Inntak slíkra samn-
inga er eðli máls samkvæmt annað
en samninga um lífeyrissparnað.
Heimilt er að flytja réttindi sem
byggja á lífeyristryggingu til ann-
arra vörsluaðila og taka réttindi
út eftir sextugt. Þó ber að hafa í
huga að í mörgum tilvikum tekur
kaupandinn á sig afföll vegna
ákvæða um endurkaupsvirði sem
rýra áunnin réttindi. Kaupend-
ur lífeyristrygginga þurfa jafn-
framt að huga að upplýsingum um
þróun réttinda sinna. Í mörgum
tilvikum afhenda tryggingafélög
aðeins yfirlit yfir inngreiðslur, en
þau sýna að jafnaði ekki saman-
burð á innborgunum og áunnum
réttindum. Þá geta réttindi tapast
ef greiðslur falla niður, t.d. vegna
atvinnuleysis eða náms.
Mikilvægt að kynna sér málin
Við markaðssetningu og kynningu
á séreignarsparnaði eru ólík sparn-
aðarform (lífeyrissparnaður og líf-
eyristrygging) oft lögð að jöfnu.
Af framangreindum samanburði
er hins vegar ljóst að verulegur
munur er á þessu tvennu, bæði
að efni og uppbyggingu. Á meðan
lífeyrissparnaður er bein söfnun
fjármuna á reikning eða í sjóð, þar
sem upplýsingar um inneign liggja
ávallt skýrt fyrir, byggir lífeyris-
trygging á flóknu regluverki og
ítarlegum tryggingaskilmálum.
Samningur um kaup á lífeyris-
tryggingu getur falið í sér skuld-
bindingu til margra ára. Með slík-
um samningi er kaupandi í raun
að ráðstafa hluta tekna sinna um
langa framtíð. Það eitt ætti að vera
nægt tilefni til að kynna sér málin
vel áður en ákvörðun er tekin um
með hvaða hætti best sé að varð-
veita séreignarsparnað.
Lífeyristryggingar sem séreignarsparnaður
Í kjölfar kynningar
ríkisstjórnar á nýjum
fjárlögum kvikna
óneitanlega margar
spurningar, og mörg
okkar sem hugsum
mikið um bækur og
lestur verðum ugg-
andi.
Þegar virðisauka-
skattur á bókum
nánast tvöfaldast á
einu bretti og bóka-
forlög fá ekki svo mikið sem svar
frá menntamálaráðherra þegar þau
sækjast eftir fundi verðum við að
spyrja okkur hvert stefnir.
Stutt er síðan PISA-könnunin
alræmda sýndi að læsi meðal ung-
linga bókaþjóðarinnar miklu var
allt, allt of lágt. Lestur ungmenna,
sérstaklega drengja á unglings-
aldri, virðist sífellt dragast saman
og þar með geta
þeirra til að skilja
ritað mál. Í því felst
mikil skerðing lífs-
gæða.
Margar skoðanir
hafa birst á því hvað
valdi minnkandi
lestrargetu, og enn
fleiri skoðanir um í
hverju lausnin felst.
Við teljum að
minnkandi lestur
megi skýra með auknu framboði á
annarri afþreyingu. Þó viljum við
alls ekki gera lítið úr sjónvarpsefni,
tölvuleikjum eða öðru efni sem
finna má á netinu. Ekki er einung-
is við netvæðingu og niðurhal að
sakast því framboð á bókum handa
ungmennum hefur aldrei verið
sérstaklega mikið eða fjölbreytt á
Íslandi. Sjálfir munum við eftir því
að hafa átt erfitt með að finna efni
við okkar hæfi á unglingsárunum
og leiddumst út í að lesa að mestu
á ensku. Það er ekki slæmt í sjálfu
sér að leita út fyrir eigið tungumál,
jafnvel hollt, þótt það sé vissulega
nauðsynlegt að lesa á eigin tungu-
máli. Öðruvísi eykur maður vart
læsi sitt.
Snúa þarf vörn í sókn
Til að standast aukna samkeppni
verður hinn íslenski bókmennta-
heimur að snúa vörn í sókn og bjóða
upp á fleiri afþreyingarmöguleika,
ekki færri, og meiri fjölbreytni.
Á eins litlu málsvæði og Ísland
er þarf dyggan stuðning ríkis og
raunverulegan pólitískan vilja til
að efla þjóðmenningu. Til saman-
burðar má nefna að í Noregi kaupir
ríkið 1.000 eintök af hverri útgef-
inni bók, og 1.550 eintök ef bókin er
ætluð ungmennum. Það vaða uppi
miklir fordómar um hvað ungt fólk
les, sérstaklega drengir, og virðast
margir trúa því að í heila þeirra
rýmist einungis kynlífssögur og
fótbolti. Þeir sem trúa því vanmeta
lesandann því enginn þjóðfélags-
hópur er það einsleitur að hann
lesi bara eina gerð bókmennta. Þess
vegna er mikilvægt að við bjóðum
upp á fjölbreyttar bækur en ekki
einhæfar, ekki bara það sem seld-
ist í fyrra og hittifyrra. Sömuleiðis
verðum við að bjóða fleiri valkosti
í því hvernig má nálgast slíkt efni,
t.d. með aukinni útgáfu rafbóka, og
samhliða því lækka verð á þeim.
Ætlunin hlýtur á endanum að
vera að bjóða öllum þeim sem
vilja lesa, og þeim sem eiga eftir
að uppgötva dásemd þess, allt það
efni sem það getur í sig látið og á
eins fjölbreyttan hátt og hægt er.
Við viljum auka læsi, ekki bara á
bókmenntatexta heldur almennt, en
það gerist einmitt með meiri lestri.
Fyrir ekki svo löngu kynnti
núverandi menntamálaráðherra
Hvítbókina þar sem tvö megin-
markmið ríkisstjórnar um umbæt-
ur í menntun á Íslandi til ársins
2018 voru eftirfarandi:
90% grunnskólanema nái lág-
marksviðmiðum í lestri.
60% nemenda ljúki námi úr
framhaldsskóla á tilsettum tíma.
Ljóst er að með nýkynntum fjár-
lögum er verið að stríða beint gegn
þessum markmiðum. Við fordæm-
um þessar aðgerðir ríkisstjórnar
sem við teljum stuðla að fábreytni
í útgáfustarfsemi á Íslandi, minni
bókakaupum og minni lestri. Ef það
eykur læsi skólabarna skulum við
glaðir eta alla þá hatta sem okkur
standa til boða.
Aðför ríkisstjórnar að lestri
Ég hef fylgst með
umræðunni um útleigu
fasteigna í skammtíma-
leigu til ferðamanna. Þessi
nýtingarmöguleiki eigna
virðist hafi komið öllum
í stjórnkerfinu í opna
skjöldu. Að skammtíma-
leiga skuli vera sjö dagar
eða minna og að langtíma-
leiga skuli vera 8+, hljómar
eins og fimm aura brand-
ari. Að það skuli þurfa allt
að 16 eftirlitsmenn til þess
að skoða og samþykkja húsnæði til
skammtímaleigu er sorgleg stað-
reynd. Það einkennir umræðuna
að hagsmunahópar reyna sífellt
að skara eld að sinni köku og móta
stefnuna fyrir ráðamenn án þess
að skeyta nokkru um hvaða afleið-
ingar þetta getur haft á
framtíð ferðamennsku á
Íslandi. Eign sem er leigð
til skammtímaleigu ætti að
vera á svæði sem er skipu-
lagt sem slíkt, því þannig
getur sá sem kaupir eða
leigir á því svæði vitað að
hann geti átt von á fólki
sem er að koma og fara á
öllum tímum sólahringsins.
Hins vegar tíðkast ekki á
Íslandi að hverfi séu skipu-
lögð sem skammtímaleigu-
hverfi og þyrfti að huga að því.
Ég vænti þess að flest hús á
Íslandi hafi verið byggð með heim-
ild viðkomandi sveitarfélags og þá
í samræmi við byggingareglugerð.
Tekið er tillit til, samkvæmt bygg-
ingareglugerð, aðgengis, hugað að
neyðarútgöngum, raflögnum, pípu-
lögnum, stigum og svo framvegis.
Þess vegna skil ég ekki hvers vegna
það Þarf hóp eftirlitsmanna til þess
að taka út eign sem nota á í skamm-
tímaleigu. Er ekki nægjanlegt að
það komi einn maður til þess að
kanna það hvort ólöglegar breyt-
ingar hafi verið gerðar á eigninni
og hvort til staðar sé neyðarbún-
aður. Ásamt því að gæta að því að
eignin sé mannsæmandi bústaður.
Út í hött
Skoðum aðeins muninn á skamm-
tímaleigu og langtímaleigu. Lang-
tímaleiga er að mínu mati leigu-
tími þar sem leigjandinn tilkynnir
sitt lögheimili og tilkynnir póstin-
um heimilisfang. Skammtímaleiga
er tímabundin eða árstíðabundin
leiga vegna vinnu, skemmtunar eða
annarrar tímabundinnar notkunar.
Að halda því fram að 8+ dagar séu
langtímaleiga er alveg út í hött, nær
væri að segja að langtímaleiga sé
6+ mánuðir. Það hefur farið fram
mikil umræða um Náttúrupassann,
hvernig hægt sé að innheimta það fé
og hvernig hægt sé að úthluta því.
Þetta er mjög einfalt mál og hefur
víða tekist vel. Það eina sem þarf að
gera er að innheimta gistináttaskatt
af allri skammtímaleigu, sama í
hvaða formi hún er. Hvort sem er á
hóteli eða tjaldsvæði. Gjaldið gæti
verið milli 4% til 8% eftir því sem
löggjafanum finnst hæfilegt. Inn-
heimta má gjaldið með svipuðum
hætti og virðisaukaskatt af öllum
aðilum í ferðaþjónustu sem leigja
út gistingu skemur en sex mánuði.
Það þyrfti einnig að setja það í lög
um þennan skatt að það megi ekki
nota hann til neins annars heldur en
að bæta aðstöðu ferðamanna. Það
ætti taka um þrjú ár að koma öllum
helstu ferðamannastöðum landsins í
lag. Þessi skattur kæmi til viðbótar
þeim 7% virðisaukaskatti sem inn-
heimtur er í dag.
Ferðamenn eru vanir gistinátta-
skatti og reikna með að þurfa að
greiða hann. Þegar búið er að lag-
færa ferðamannastaðina má búast
við fjölgun ferðamanna í landinu.
Um skammtímaleigu og gistináttaskatt
SKIPULAG
Magnea
Guðmundsdóttir
arkitekt og vara-
formaður umhverfi s-
og skipulagsráðs
Reykjavíkur
➜ Með því að draga úr um-
ferð, stytta vegalengdir og
bjóða upp á vistvænni sam-
göngur, má spara gífurlegar
fjárhæðir.
FJÁRMÁL
Ólafur Páll
Gunnarsson
framkvæmdastjóri
Íslenska lífeyris-
sjóðsins og
verkefnastjóri líf-
eyrissparnaðar hjá
Landsbankanum
MENNING
Kjartan Yngvi Björnsson
og Snæbjörn Brynjarsson
rithöfundar
FERÐA-
ÞJÓNUSTA
Pétur Sigurðsson
löggiltur fasteigna-
sali í Flórída
➜ Að það skuli þurfa allt að
16 eftirlitsmenn til þess að
skoða og samþykkja hús-
næði til skammtímaleigu er
sorgleg staðreynd.
➜ Þá skerðist inneign ekki
þótt greiðslur falli niður í
lengri eða skemmri tíma.