Fréttablaðið - 02.10.2014, Page 38

Fréttablaðið - 02.10.2014, Page 38
FÓLK|TÍSKA TÍSKUKONA Veronika Heil- brunner er tísku- ritstjóri Harper’s Bazaar í Þýska- landi. Hún fylgir að sjálfsögðu nýjustu tísku. Veronika var gestur á tísku- vikunni í London í september. Tískan fer í hringi og kemur alltaf upp aftur og aftur. Smekkbuxur voru afar vinsælar fyrir þrjátíu árum og aftur tíu árum síðar. Nú er þessi klæðn- aður vinsæll á ný og hefur verið áberandi þar sem kynnt er vor- og sumartíska 2015. Söngkonan og leikkonan Selena Gomez notar smekkbuxur mikið, enda fylgist hún vel með tískunni. Selena er fyrrverandi kærasta Justins Bieb er. Hin þekkta fyrir- sæta Alessandra Ambroso sést oft í smekk- buxum, sömuleiðis Sara Jessica Parker, Emma Watson og Naomi Watts. Jafnvel breska leikkonan Emma Thompson birtist í smekkbuxum fyrir nokkrum dögum þegar hún kynnti nýja barnabók. Þótt smekkbuxur þyki venjulega frekar karlalegar eru margar konur sem bera þær vel. Þetta er þægilegur klæðnaður en konum er þó ráðið frá því að vera í köfl- óttum skyrtum við smekkbuxur. Betra er að klæðast fallegum bol undir. Á nokkrum tískusíðum á netinu má sjá góð ráð fyrir þær sem vilja klæðast smekkbuxum. Meðal þeirra er að nota frekar röndóttar skyrtur við buxurnar fremur en köflóttar. Sparileg blúnduskyrta fer vel við smekkbuxur. Buxurnar fara betur á grönnum, há- vöxnum konum en lágvöxnum og þybbn- um. Þröngar buxur eru kvenlegri en víðar. Ekki bera bakpoka við smekkbuxur heldur fallegt veski. FLOTTAR Í SMEKKBUXUM NÝTT Smekkbuxur voru mikið í tísku á níunda og aftur á tíunda áratugnum. Sú tíska hefur nú verið endurvakin og margar þekktar konur hafa sést í smekkbuxum undanfarið. Því er spáð að slíkar buxur verði áfram vinsælar í vetur og næsta sumar. PARÍS Þessi mynd var tekin fyrir stuttu í París. Estelle Pigauci tískustílisti í smekkbuxum samkvæmt nýjustu tísku. TÍSKUVIKA Í MÍLANO Sara Nicole Rosetto var í smekkbuxum þegar hún sótti tískuvik- una í Mílanó um miðjan september. TÍSKUVIKA Í LONDON Þessar buxur voru sýndar á tískuvikunni í London um miðjan sept- ember fyrir vortísku 2015. MYNDIR/GETTY FRÆGA FÓLKIÐ Söng- og leikkonan Selena Gomez flott í smekk- buxum. TÍSKAN Í PARÍS Þessi mynd var tekin á tískuviku í París á mánudag þar sem vor- og sumartískan 2015 var kynnt. Komið í comma í Smáralind! Takmarkað upplag. Aðeins í sölu á meðan birgðir endast. Tilboð og ýmislegt fleira skemmtilegt í boði á miðnæturopnun í comma Smáralind í kvöld. FULLKOMINN KAUPAUKI FYRIR HANA Kaupum á Gala fatnaði fylgir hágæða Alessandro naglalakk frá Óm snyrtivörum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.