Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 40
FÓLK|TÍSKA Karl Lagerfeld, yfirhönnuður og listrænn stjórnandi Chanel, liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hefur honum oft tekist að hrista upp í fólki með ummælum sínum og hönnun. Hann fer heldur ekki leynt með pólitískar skoðanir sínar og notaði tækifærið og deildi á franska öfga- flokka á tískusýningu sinni í París á þriðjudag, þar sem hann kynnti vorlínu Chanel. Fyrirsæturnar héldu frelsi og femínisma á lofti og gengu fylktu liði með hin ýmsu kröfuspjöld. Lagerfeld lýsti því yfir að hann teldi frelsinu ógnað í Frakklandi með uppgangi öfgahægriflokka sem væru á móti innflytjendum og hjónaböndum samkynhneigðra. Sýningin fór fram í Grand Palais og leikmyndin var dæmi- gert breiðstræti í París. Vorlínan var litrík, glitrandi og fjörleg með kvenlegum og karlmannlegum áherslum í bland. Hin rómaða Chanel-klassík skein þó í gegnum sniðin. LAGERFELD MEÐ ÁRÓÐUR Í PARÍS VORLÍNA CHANEL Á TÍSKUVIKUNNI Í PARÍS Karl Lagerfeld notaði tækifærið og deildi á franska öfgahægriflokka á tískuvikunni í París. LÍFLEG SÝNING Fyrirsæturnar gengu fylktu liði með áróðurs- og kröfuspjöld tengd femínisma og frelsi. Barnafataverslunin Róló Glæsibæ • Sími 8948060 www.rolo.is • Facebook Bæjarlind 6 • S. 554 7030Við erum á Facebook Jakkar kr. 13.900.- Str:40-56/58 Munstraðir og einlitir Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Smart föt, fyrir smart konur Stærðir 38-52

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.