Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 42

Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 42
FÓLK|TÍSKA Brigitte Bardot er önnur stærsta kynbomba kvik-myndasögunnar, á eftir Marilyn Monroe. Árið 1956 lagði hún heimsbyggðina að fótum sér í kvikmyndinni „And God Created Woman“ í leikstjórn þáverandi eiginmanns síns, Rogers Vadim, og í kjölfarið fékk heimurinn ein- faldlega ekki nóg af Bardot. Brigitte Bardot hóf fyrir- sætuferil sinn strax á fimmtánda árinu og varð fljótt eftirsóttasta fyrirsæta Frakka. Hún fæddist í tískuborginni París og ólst upp hjá íhaldssömum kaþólikkum sem vitaskuld tóku það nærri sér þegar heimasætan ögraði fjöl- skyldu sinni með því að sýna sig fáklædda og stundum nakta á síðum tískublaðanna. Bardot setti sterkan svip á samtímann og skapaði nýja ímynd frjálslyndra kvenna með því að vera sjóðheitt kyntákn en einnig atkvæðamikil kvenréttinda- kona. Hún gaf kvikmyndaleik upp á bátinn þegar hún varð fertug, helgaði líf sitt dýravernd og hefur allar götur síðan verið einn áhrifa- mesti dýraverndarsinni í heimi. Einkalíf Bardot var skrautlegt og prýddi iðulega forsíður blað- anna og pólítískar skoðanir henn- ar ollu ágreiningi í heimalandinu. Þrátt fyrir allt var Brigitte Bardot óumdeilanleg táknmynd 20. aldar og persónugervingur langs tíma- bils í kvikmyndasögunni. 80 ÁRA TÍSKUGYÐJA Franska kynbomban, kvikmyndastjarnan og dýra- vinurinn Brigitte Bardot varð áttræð í vikunni. DANSARI Ávalar línur Brigitte Bardot voru sem dáleiðandi. Hér er hún við tökur á kvikmyndinni „Voulez-vous danser avec moi“ árið 1959. 1967 Brigitte Bardot var vinsælasta fyrirsæta Frakka enda klæddi hana allt vel. Það er mikið um grátt og silfurlitað hár hjá stelpunum núna og líka blátt. Þær sem eru orðnar gráhærðar eru mikið til hættar að lita hárið og skella bara á sig bleikum varalit,“ segir Lena Magnúsdóttir, hársnyrtir hjá Epli í Borgartúni, þegar við forvitnumst um hár- tískuna í haust. Hún segir sítt hár á undanhaldi, millisídd og „bob- klippingar“ verði vinsælli í vetur. „Línan er bein og svo verður líka svolítið um rómantískan topp. Flétturnar og hnútarnir eru þó ekki alveg úti en mikið um mjúkar greiðslur og að helmingurinn af hárinu sé tekinn upp. Í stutta hárinu eru mýkri línur. Rakaðar hliðar eru á undanhaldi.“ En strákarnir? „Gamaldags herraklipping verður vinsæl í vetur. Strákarnir eru lítið að lita á sér hárið núna en þeir sem eru með aðeins síðara ofan á og jafnvel rakað í skiptingunni nota vax og gel. Þó halda strákar líka áfram að safna hári, taka upp í snúð og láta snyrta á sér skeggið með. En annars finnst mér tískan frjálsleg núna og fólk er bara með sinn eigin stíl.“ segir Lena. „Það gerir vinnuna mína svo skemmtilega.“ Góð ráð fyrir veturinn? „Nauðsynlegt er að djúpnæra hárið eftir sól- ina og sumarið. Margir fóru til útlanda og komu heim með upplitað og þurrt, jafnvel grænt hár eftir vatnið úti. Svo er mikilvægt að nota alltaf hitavörn þegar verið er að slétta hárið og renna bara einu sinni í gegnum hvern lokk með sléttu- járninu. Annars verður hárið strítt og rafmagn- að og vantar allan glans.“ GRÁTT HÁR OG BLEIKUR VARALITUR TÍSKA Millisítt hár, grátt eða silfurlitt verður vinsælt í vetur svo og gamaldags herraklipping. Lena Magnúsdóttir hjá Epli fræddi okkur um hausttískuna. HÁRTÍSKAN Lena Magnús- dóttir hársnyrtir á Epli í Borgar- túni útlistar hausttískuna í hári. MYND/STEFÁN HITAVÖRN Nauðsynlegt er að verja hárið vel áður en það er slétt- að með heitu járni og fara aðeins einu sinni í gegnum hvern lokk. SNYRTILEGT Gamaldags herra- klipping verður vinsæl í vetur hjá strákunum. RAKAÐAR HLIÐAR ÚT Mýkri lína verður ríkjandi í stuttu hári í vetur. MYND/NORDIC PHOTOS GETTY SÍTT HÁR Á UNDANHALDI Millisítt hár og „bob- klippingar“ verða vinsælar í vetur og hárið jafnvel tekið upp til hálfs.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.