Fréttablaðið - 02.10.2014, Page 60
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48
FIMMTUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR
02. OKTÓBER 2014
Tónleikar
19.30 Píanómeistarinn Evgeny Kissin
leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu
í kvöld. Hann spilar með Vladimir
Ashkenazy sem vart þarf að kynna fyrir
Íslendingum. Þeir munu spila Sinfóníu
nr. 3 eftir Johannes Brahms og píanó-
konsert nr. 2 eftir Sergej Rakhmanínov.
Verð frá: 3.400 kr. til 7.900 kr.
20.00 Hipphopptónleikar á Gauknum
í kvöld. Valby bræður, Þriðja hæðin,
Alexander Jarl og Guðmundur Ft, MC
Bjór og Bland og Kilo koma fram. 18
ára aldurstakmark og frítt inn. Ókeypis
bjór á krana á meðan birgðir endast.
20.00 The Marel Blues Band spilar á
Café Flóru í Laugardalnum í kvöld.
20.00 Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran-
söngkona, Arnhildur Valgarðsdóttir
píanóleikari og Trausti Ólafsson, leiklist-
arfræðingur og þýðandi, efna til söng-
og ljóðakvölds í Hljóðbergi á Grundar-
stíg 10. Ingibjörg og Arnhildur frum-
flytja þýðingu Trausta á ljóðaflokknum
On this Island eftir W. H. Auden við
tónlist Benjamins Britten. Þær flytja
einnig lög og texta eftir íslenska höf-
unda og Trausti les þýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar á ljóðinu Ferð til Íslands
eftir Auden. 2.000 krónur inn.
21.00 Tónlistarmennirnir Felix Bergs-
son og Hlynur Ben hafa haldið tónleika
víðs vegar um landið undanfarið. Í
kvöld spila þeir í Vatnasafninu. Þeir
Hlynur og Felix hlakka mikið til að spila
og syngja í Vatnasafninu enda mun
hljómburður þar vera einstakur. Báðir
eru þeir með nýja plötu í farteskinu og
í sameiningu flytja þeir lög af þeim í
bland við eldra sólóefni.
21.00 Helgi Björns fagnar 30 ára
starfsafmæli með veglegum tónleikum
á Græna hattinum á Akureyri í kvöld.
2.900 krónur í aðgangseyri.
22.00 Aðrir tónleikar í sólóverkefni
Uni Stefson, söngvara Retro Stefson,
verða haldnir í kvöld kl. 22.00 á Boston,
Laugavegi 28b. Tónleikarnir verða
sendir út í beinni í Funkþættinum á
X-inu FM 97,7. Tónleikarnir hafa einnig
því hlutverki að gegna að kynna fyrstu
útgáfu hans, EP1. Platan kemur út hjá
útgáfufélagi Retro-klíkunnar, Les Freres
Stefson, í þessari viku.
22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón-
leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da við Frakka-
stíg í kvöld. Aðgangur er ókeypis.
Sýningar
11.00 Expo-skálinn í Hörpu - 360°upplif-
un af íslenskri náttúru verður opnuð í dag.
Í skálanum er sýnd 15 mínútna íslensk
kvikmynd framleidd af Sagafilm, þar sem
íslenskri náttúru er varpað á fjórar hliðar
og loft skálans og myndar þannig tening
utan um gesti. Myndin er sýnd á hálftíma
fresti. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
Síðustu forvöð
09.00 Síðasti dagur textílverkasýningar
Ragnheiðar Guðmundsdóttur, Snerting, á
Mokkakaffi er í dag.
15.00 Síðasta tækifæri til að sjá Landini,
myndlistarsýningu Véronique Legros í
Ketilhúsinu á Akureyri.
Heimildarmyndir
20.30 RIFF býður til kvikmyndasýn-
ingar og partís í kvöld. Myndin Hinsegin
hljómur (e. Sounds Queer) verður sýnd á
Húrra í kvöld. Þessi heimildarmynd Dan
Bahl hefur vakið nokkra athygli síðustu
misseri en hún fjallar um þrjá kvenkyns
plötusnúða í Berlín og dregur upp
mynd af vinnu þeirra sem plötusnúðar
og hversdagslífi. Að sýningu lokinni
munu þrjár af vinsælustu kvenkyns
plötusnúðum landsins þeyta skífum. Þær
DJ Yamaho, DJ Sunna Ben og DJ Magga
Maack. Enginn aðgangseyrir.
Kynningar
17.00 Á milli 17.00 og 19.00 mun fata-
búðin JÖR blása til rýmingarsölu á þeim
vörum sem þurfa að víkja fyrir haust-
vörum. Líkt og fyrr þá eru fjögur verð
á útsölunni; 2.500 kr., 5.000 kr., 10.000
kr. og 15.000 kr. Þá verður merkið OAK
kynnt en það er merki sem mun skipa
stóran sess í verslun JÖR á komandi
árum. Einnig eru nýjar vörur komnar í
hús frá Lacausa, Janessa Leone og JÖR.
Uppistand
21.00 Tilraunauppistand í kvöld í
Comedy klúbbnum í kjallaranum á BAR
11 í boði Tuborg og Aktu taktu. Fram
koma Andri Ívarsson, Snjólaug Lúðvíks-
dóttir, Ólafur Freyr Ólafsson, Andri
Gunnar Hauksson, Jón Magnús Arnars-
son, Bylgja Babýlons, Andri Már Friðriks-
son og Marlon Pollock, sem verður kynnir
kvöldsins. Frítt inn.
Tónlist
21.00 DJ Mike Hunt þeytir diskóskíf-
um eftir Díönu Ross á sérstöku Donna
Ross þemakvöldi á Dollý.
Fyrirlestrar
15.00 Antonio Costanzo mun flytja
erindi í tilefni af útgáfu bókarinnar Il
sacrificio di Odino. Fyrirlesturinn fer
fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins
og er öllum opinn. Bókin er gefin út á
Ítalíu en erindi Antonios er á íslensku
og fjallar um efni bókarinnar; fórnir
Óðins. Sjónum verður beint að tákn-
máli fórna Óðins sem lýst er í Háva-
málum. Í erindinu verður einnig fjallað
um tengsl fórna Óðins við sjamanisma
og búddatrú.
17.30 Ungir fjárfestar halda fyrir-
lesturinn Fyrstu skrefin í fjármálum
í stofu V101 í HR. Hvernig er skyn-
samlegt að haga sér í fjárfestingum,
ávöxtun og varðandi skuldir? Rætt
verður um algeng mistök og hvað þarf
að hafa í huga þegar stórar fjárhags-
legar ákvarðanir eru teknar. Fyrirlesarar
eru Björn Berg Gunnarsson, deildar-
stjóri fræðslu og viðskiptaþróunar VÍB,
og Kolbrún Kolbeinsdóttir, hjá fagfjár-
festaþjónustu VÍB.
Myndlist
13.00 Rakel McMahon opnar nýja
myndlistarsýningu í Týsgallerí á Týs-
götu 3 þar sem hún kannar samskipti
í gegnum einfalt myndrænt tungumál,
eins og má finna á flugvélum.
17.00 TEXTÍLFÉLAGIÐ opnar sýningu
í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í
Reykjavík, fimmtudaginn 2. október kl.
17-19. Félagið er 40 ára á þessu ári og
fagnar því með röð sýninga víðs vegar
um landið. Sýningin í SÍM-salnum er
sú fjórða og síðasta af þessu tilefni.
Tuttugu og átta listakonur taka þátt í
þessari sýningu Textílfélagsins í SÍM-
salnum og sýna þar bæði myndverk og
hönnun.
Samkoma
17.00 Stofnfundur Félags íslenskra
bjóráhugakvenna verður haldinn í dag
á Bunk, Laugarvegi 28, kjallara. Til
að gerast meðlimur þarf að uppfylla
tvennt: 1) Vera kona (samt ekki bara
cis gender) 2) Hafa brennandi áhuga á
bjór. Allar sem uppfylla inngönguskil-
yrðin tvö eru hjartanlega velkomnar.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að
skrá þá inni á visir.is.
„Við erum alveg súperstemmdir
fyrir þessu. Við munum frum-
flytja heilan helling af nýjum
lögum sem verða á væntanlegri
plötu,“ segir Jóhann Dagur Þor-
leifsson eða Jói Dagur, meðlim-
ur rapphópsins Þriðju hæðinnar
en í kvöld verður hipphoppveisla
á Gauknum. „Það er frír bjór
og læti. Þetta verður súper
hipphopp partí.“
Valby-bræður munu einnig
taka ný lög en þeir eru meðlim-
ir í „krúi“ Blaz Roca eða Erps
Eyvindarsonar, Klan Roca. Síðan
munu trylla lýðinn Alexander
Jarl og Guðmundur FT úr krúinu
Villta vestrið sem „reppar“ Vest-
urbæinn, rapphljómsveitin MC
Bjór & Bland sem spilar á hljóð-
færi en ekki bara taktmaskínur
og Kíló, sem hefur verið að rappa
á ensku í mörg ár og er „andlit
íslensks hipphopps í Keflavík“ að
sögn Jóa Dags.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.00, það verður 18 ára aldurs-
takmark og frítt inn. Það eru
engin skilyrði sett upp með
klæðaburð en mælst er til að
menn mæti í hettupeysum og með
bakpoka að hefðbundnum íslensk-
um skopparasið. - þij
Súper hipphoppveisla
Valby-bræður, Þriðja hæðin og fl eiri halda skopparapartí á Gauknum í kvöld.
ÞRIÐJA HÆÐIN Rapp af ýmsu tagi verður á boðstólum í kvöld.
Við erum alveg
súperstemmdir fyrir
þessu. Við munum frum-
flytja heilan helling af
nýjum lögum sem verða á
væntanlegri plötu.
„Það verður vonandi þrusustuð,“ segir
Uni Stefson, betur þekktur sem Unn-
steinn Manuel Stefánsson, söngvari
Retro Stefson, en hann kemur fram á
öðrum sólótónleikum sínum í kvöld á
skemmtistaðnum Boston. Þetta mun
vera live-kvöld Funkþáttarins á X-inu
FM 97,7 en þátturinn sendir tónleikana
út í beinni klukkan 23.
„Stuttskífan er nýkomin út og þetta
eru bara tónleikar númer tvö,“ segir
Unnsteinn en hann er nú í fullu fjöri
við að kynna fyrstu útgáfu sína, EP1,
sem kom út hjá útgáfufélagi Retro
Stefson, Les Fréres Stefson, í þessari
viku. „Þannig að þetta verður eitthvað
hæp!“
Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan
22 og er frítt inn. - þij
Tónleikar tvö hjá Una Stefson
UNI STEFSON Heldur sólótónleika í
kvöld á Boston.