Fréttablaðið - 02.10.2014, Page 69

Fréttablaðið - 02.10.2014, Page 69
FIMMTUDAGUR 2. október 2014 | LÍFIÐ | 57 Háskólinn í Reykjavík Leikarahjónin Isla Fisher og Sasha Baron Cohen eiga von á sínu þriðja barni, en fyrir eiga þau tvær dætur, þær Oliviu, 6 ára, og Elulu, 4 ára. Talið er að frúin sé komin um þrjá mánuði á leið. Hefur Fisher tilkynnt að hún ætli ekki að leika í framhaldi myndar- innar Now You See Me, sem kom út í fyrra, en tökur á fram- haldsmyndinni eiga að hefjast í nóvember. Þau Fisher og Cohen hafa verið gift í fjögur ár, en þau gengu í hjónaband í París árið 2010. - asi Allt er þegar þrennt er HJÓNIN Isla Fisher og Sasha Baron Cohen. Aðdáendur kvikmyndarinnar Titanic hafa tilefni til að gleðj- ast því nú á að bjóða upp jakka sem Leonardo DiCaprio klædd- ist í myndinni. DiCaprio klæddist umræddum jakka í einu frægasta atriði myndarinnar, þegar hann stendur í skut skipsins, breið- ir út hendurnar og kallar „I’m the king of the world!“ Jakkinn, sem er brúnköflóttur ullarjakki, verður hins vegar langt frá því að vera gefins og er búist við að hann verði seldur á 70.000 dollara eða tæpar 8,5 milljónir íslenskra króna. Þess má til gamans geta að sautján ár eru síðan myndin kom út. - asi Titanic-jakki til sölu JAKKINN FRÆGI Búist er við að hann fari á háu verði. „Við ákváðum að endurtaka leik- inn, en í fyrra styrktum við Regn- bogabörn. Í ár er málefnið mér sér- staklega hugleikið en öll upphæðin af sölu pitsunnar rennur óskert í minningarsjóð Lofts Gunnarsson- ar, sem ég þekkti persónulega,“ segir Hrefna Rósa Sætran sjón- varpskokkur sem verður í sam- starfi við Domino’s annað árið í röð um að gera sérstaka pitsu og rennur ágóðinn til góðgerðarmála. Minningarsjóðurinn var stofnað- ur í minningu Lofts, en tilgang- ur hans er að bæta hag útigangs- manna í Reykjavík ásamt því að berjast fyrir að lögbundin mann- réttindi þeirra séu virt. „Loftur var úr Garðabænum eins og mað- urinn minn og margir vinir. Svo átti hann sama afmælisdag og Bertram Skuggi, sonur minn. Síð- ustu ár þá hitti ég hann mest niðri í bæ þar sem við spjölluðum oft og hann var alltaf jafn yndislegur. Mér er minnisstætt að hann sagð- ist ætla að gefa Bertram Skugga hermannajakka, eins og hann gekk alltaf í og varð eins konar einkenni Lofts, í tveggja ára afmælisgjöf, en Loftur lést fyrir þann tíma,“ rifjar Hrefna upp. Hún segir að ekki sé nægilega vel hugað að úti- gangsmönnum á Íslandi. „Það fer ekki nægur peningur í að gera líf þessa fólks bærilegra. Minningar- sjóðurinn er að gera frábæra hluti sem væru aldrei gerðir nema fyrir þeirra starf,“ segir Hrefna og bætir við að enn séu útigangsmenn sem þurfi að vera á götunni á næturnar í Reykjavík vegna plássleysis. - ósk Baka pitsur fyrir útigangsmenn Hrefna Sætran styrkir Minningarsjóð Loft s Gunnarssonar með pitsubakstri. HREFNA Í PITSUBAKSTRI Þetta er annað árið í röð sem Hrefna útbýr sérstakar góðgerðarpitsur. MYND/BJÖRN ÁRNASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.