Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 72
2. október 2014 FIMMTUDAGUR
Þegar þrek hans fer
að þverra þá gef ég í og
næ yfirhöndinni.
Rick Story, UFC-bardagakappi
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
Henry Birgir
Gunnarsson
henry@frettabladid.is
Frá Stokkhólmi
HEIMIR GUÐJÓNSSON, þjálfari FH-liðsins, gæti kannski
freistast til að henda Atla Viðari Björnssyni inn í
byrjunarliðið fyrir úrslitaleikinn á móti Stjörnunni á
laugardaginn en Atli Viðar hefur skorað þrjú mörk
í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Stjörnunni
þar af tvö þeirra í lokaumferðinni fyrir ári síðan.
Atli Viðar hefur ekki verið í byrjunarliði FH í undan-
förnum sjö leikjum eða síðan á móti ÍBV 10. ágúst. Atli
Viðar spilaði allan leikinn í Eyjum en síðan hefur sigur-
sælasti (6 Íslandsmeistaratitlar) og markahæsti leik-
maður FH-liðsins (98 mörk í efstu deild) aðeins fengið
að spila í 64 mínútur af 630 mögulegum (10 prósent) í
undanförnum sjö leikjum FH í Pepsi-deildinni.
Atli Viðar hefur skorað 8 mörk í 17 leikjum í Pepsi-deild-
inni í sumar þar af 6 þeirra í fyrstu 9 leikjum hans í sumar.
2DAGAR Í ÚRSLITALEIK OG
KÖRFUBOLTI Miðherjinn Sigurður
Gunnar Þorsteinsson er genginn
til liðs við sænska úrvalsdeildar-
félagið Solna Vikings en hann
skrifaði undir eins árs samning
við félagið í gær.
Logi Gunnarsson og Helgi
Már Magnússon léku báðir með
félaginu á sínum tíma en keppni
í sænsku úrvalsdeildinni hófst í
vikunni. Solna leikur sinn fyrsta
leik á tíambilinu á sunnudag.
„Þetta er það sem flestir vilja,
að fara eitthvert annað og sjá
hvort maður getur eitthvað. Ég
hafði komandi landsliðsár líka í
huga. Mig langaði að taka næsta
skref og það hjálpar mér að und-
irbúa mig fyrir Evrópumótið á
næsta ári,“ sagði Sigurður sem
heldur utan í dag eða á morgun.
- iþs
Sigurður til
Svíþjóðar
ÖFLUGUR Sigurðar verður sárt saknað í
Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPORT
UFC-SAGA STORY
UNNIR BARDAGAR 10 (63 PRÓSENT)
Fullnaðarsigrar 4
Sigur á stigum 6
TAPAÐIR BARDAGAR 6 (37 PRÓSENT)
Tap á stigum 5
Fullnaðartöp 1
FÓTBOLTI Í gær gerði Knattspyrnusamband
Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í
höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á
óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera val-
inn besti leikmaðurinn.
Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í
Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir
flottasta mark sumarsins auk þess hún var
valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar
Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði árs-
ins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurð-
ardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Gló-
dísi Perlu Viggósdóttur.
Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en
býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn
fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Vík-
ings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul.
Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið
2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki
fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk.
Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á
sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslands-
meistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvö-
faldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er
að vonum ánægð með uppskeru sumarsins:
„Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af
þessum árangri sem við höfum náð. Við sett-
um okkur það markmið fyrir tímabilið að verða
tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og
það gekk eftir,“ sagði Glódís.
Glódís æfði með sænsku meisturunum í
Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa
heyrt frá félaginu undanfarið.
„Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir
út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meist-
aradeildinni og ætlum að reyna að komast sem
lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“
sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem
atvinnumaður í nánustu framtíð.
„Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil,
en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki
að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að
fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“
sagði Gló dís sem segir að deildirnar í Svíþjóð
og Þýskalandi heilli mest.
Glódís er einnig lykilmaður í íslenska lands-
liðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ell-
efu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einn-
ig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en
gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serb-
íu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið
hjá landsliðinu. „Þetta var gott landsliðsár –
það var allavega mín upplifun. Við náðum að
bæta okkur heilan helling á árinu og liðið var á
mikilli siglingu. Framtíðin er björt.“ - iþs
Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil
Hin 19 ára gamla Glódís Perla Viggósdóttir er í lykilhlutverki hjá Stjörnunni og íslenska landsliðinu.
SIGURSÆL Glódís með verðlaunin sem hún fékk fyrir
að vera í liði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MMA „Ég mæti nokkuð bjartsýnn
til leiks enda veit ég vel hvað ég
get,“ segir Bandaríkjamaðurinn
Rick Story öruggur með sig er
hann settist niður með blaðamanni
Fréttablaðsins á Grand-hótelinu í
Stokkhólmi í gær.
Story er ekki maður mikill
vexti og ekkert sérstaklega ógn-
andi heldur. Þetta er viðkunnan-
legur náungi sem reyndi að gefa
af sér á fjölmiðladeginum í gær þó
svo hann væri augljóslega dauð-
þreyttur.
„Ég veit vel að Gunnar er að æfa
eins og skepna til þess að vinna
enn einn bardagann. Ég held aftur
á móti að það verði mjög erfitt
fyrir hann að vinna mig.“
Story er orðinn þrítugur og gríð-
arlega reyndur í MMA eða blönd-
uðum bardagalistum. Fyrir fjórum
árum lagði hann ríkjandi meistara
í veltivigtinni, Johny Hendricks,
þannig að hér er enginn aukvisi á
ferð. Hvern telur hann vera lykil-
inn að því að vinna Gunnar?
Lykillinn að endast
„Ég held að lykillinn að því
að leggja Gunnar sé að kom-
ast í seinni lotur bardaga með
honum. Þannig er hægt að reyna
á þol hans. Þegar þrek hans fer
að þverra þá gef ég í og næ yfir-
höndinni,“ sagði Story ákveðinn og
trúði því sem hann var að segja.
„Það er eitt af lykilatriðunum við
að vinna Gunnar en ég mun ekki
gefa meira upp í bili,“ sagði Story
og glotti við tönn.
Story segist venjulega vilja
þreyta andstæðinga sína og segir
að bæði hann og Gunnar vilji fara
varlega inn í sína bardaga.
„Það segja allir að við förum
báðir rólega af stað en kannski
breyti ég til núna og fer af full-
um krafti strax frá upphafi. Við
ætlum ekki að láta neinum leiðast.
Ég fer aldrei með það að mark-
miði í hringinn að lenda í leiðin-
legum bardaga. Ég mun gera mitt
besta til þess að skemmta fólkinu.
Ég verð mættur í búrið til þess að
reyna að klára bardagann.“
Sanna mig með sigri
Story hefur unnið þrjá af síðustu
fimm bardögum sínum og sigur
gegn Gunnari gæti kveikt nýtt líf
í UFC-ferli hans.
„Þetta er frábært tækifæri fyrir
mig til þess að komast upp styrk-
leikalistinn. Þetta er aðalbardagi
og gegn Gunnari sem hefur aldrei
tapað í UFC. Gunnar er alvöru
maður en ef ég vinn þá sýni ég
fólki að ég á heima á meðal tíu
efstu manna í okkar flokki.“
Story hefur aðeins einu sinni
hitt Gunnar og þekkir hann ekki.
Hann segist þó vita að Gunnar sé
geðþekkur náungi. „Ég hef séð
hann í viðtölum og hitti hann við
komuna hingað. Hann virðist hafa
svipaðan persónuleika og ég. Ég
ber engan illan hug til Gunnars
en þegar við förum í hringinn þá
tekur grimmdin við. Við getum
verið vinir eftir bardagann og það
er ekkert mál. En þegar búrinu er
lokað þá erum við ekki vinir.“
Frábært tækifæri fyrir mig
Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífi ð leitt er þeir mætast í
búrinu í Stokkhólmi á laugardag. Story ætlar að sanna ýmislegt í þessum bardaga.
ÆTLAR SÉR SIGUR Rick Story sagði blaðamönnum sögu sína í Stokkhólmi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/BÖDDI
FÓTBOLTI Marco Streller sá til þess
að Liverpool náði ekki að fylgja eftir
sigri sínum á Ludogorets í fyrstu
umferð Meistaradeildar Evrópu.
Basel hafði betur gegn þeim ensku
á heimavelli í gær, 1-0, og skoraði
Streller markið af stuttu færi í upp-
hafi síðari hálfleiks. Real Madrid
slapp með skrekkinn gegn Búlgör-
unum og unnu 2-1 sigur.
Arsenal vann svo góðan 4-1
sigur á Galatasaray í D-riðli þar sem
að Danny Welbeck skoraði sína
fyrstu þrennu á ferlinum. Wojciech
Szczesny, markvörður Arsenal, fékk
þó rautt spjald í leiknum. - esá
Liverpool missteig sig gegn Basel í Sviss
SVEKKJANDI Mario Balotelli og félagar voru niðurlútir eftir tapið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ÚRSLIT
MEISTARADEILD EVRÓPU
A-RIÐILL
MALMÖ - OLYMPIAKOS 2-0
1-0 Markus Rosenberg (42.), 2-0 Markus
Rosenberg (82.).
ATLETICO MADRID - JUVENTUS 1-0
1-0 Arda Turan (74.)
Staðan: Juventus 3, Atletico Madrid 3, Malmö 3,
Olympiakos 3.
B-RIÐILL
BASEL - LIVERPOOL 1-0
1-0 Marco Streller (52.).
LUDOGORETS - REAL MADRID 1-2
1-0 Marcelinho (6.), 1-1 Cristiano Ronaldo, víti
(25.), 1-2 Karim Benzema (77.).
Staðan: Real Madrid 3, Basel 3, Liverpool 3,
Ludogorets 0.
C-RIÐILL
ZENIT ST. PÉTURSBORG - MONACO 0-0
BAYER LEVERKUSEN - BENFICA 3-1
1-0 Stefan Kießling (25.), 2-0 Son Heung-Min (34.),
2-1 Eduardo Salvio (62.), 3-1 Hakan Calhanoglu
(64.).
Staðan: Zenit 4, Monaco 4, Leverkusen 3, Benfica
0.
D-RIÐILL
ARSENAL - GALATASARAY 4-1
1-0 Danny Welbeck (22.), 2-0 Danny Welbeck
(30.), 3-0 Alexis Sánchez (41.), 4-0 Danny Welbeck
(52.), 4-1 Burak Yilmaz, víti (63.).
ANDERLECHT - DORTMUND 0-3
0-1 Ciro Immobile (3.), 0-2 Adrián Ramos (69.), 0-3
Adrián Ramos (79.).
Staðan: Dortmund 6, Arsenal 3, Anderlecht 1,
Galatasaray 1.