Fréttablaðið - 22.10.2014, Qupperneq 16
22. október 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
S
kuldir íslenska ríkisins eru miklar og afborganir og
vextir af þeim eru svimandi háar fjárhæðir. Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra er ákveðinn, hann setur
niðurgreiðslu lánanna í forgang. Segir lægri skuldir og
lægri greiðslubyrði vera helsta velferðarmál þjóðarinnar.
Þegar okkur hefur orðið ágengt þar, þá opnist tækifæri til svo
margs. Staða okkar er þannig að illa getum við gert hvort tveggja,
greitt niður skuldir og rekið það samfélag sem við höfum vanist,
og alls ekki það samfélag sem við viljum helst hafa.
Til að fara leið Bjarna, að
hallalausum fjárlögum, verðum
við að grípa til margs, og sumt
af því er miður gott. Hversu oft
hefur okkur verið sagt að ein
mesta, besta og skynsamlegasta
fjárfesting sem þekkist sé aukin
menntun. Að hver króna sem sett
er í menntun skili sér margfalt
til baka. Hvers vegna er þá gripið til þess ráðs að fæla fólk, sem er
tuttugu og fimm ára og eldra, frá menntun? Er það vegna þess að
ekki sé þjóðhagslegur hagur af námi þess fólks, eða erum við að
fórna fólki og framtíðartekjum til að greiða niður aðrar skuldir?
Og hvort er betra að lækka greiðslubyrðina eða afsala þjóðinni
tekjum framtíðarinnar?
Mikið vantar upp á að þeir peningar sem varið er, og á að verja,
til vegamála dugi til nauðsynlegs viðhalds, hvað þá uppbyggingar.
Ástæðan er markmiðið um lækkun skulda. En hvað kostar hvert
slys mikið? Hvað þurfum við að borga vegna hættulegra vega?
Það er erfitt að reikna fjárhagslegt áfall af vondum vegum og
ónýtum. En auðvelt að reikna vexti og afborganir ríkissjóðs. En
hvort er betra, að auka kostnað vegna afborgana eða leggja fram
nauðsynlega peninga til viðhalds og uppbyggingar vega? Þá er
óreiknuð óhamingja þeirra sem slasast.
Það þarf væntanlega að loka nokkrum flugvöllum. Ekki vegna
þess að ekki sé þörf fyrir þá. Nei, vegna þess að við höfum ekki
efni á að halda þeim opnum. Flugvellirnir eru ekki bara til áætl-
unarflugs eða skemmtiflugs. Þeir eru líka til sjúkra- og neyðar-
flugs. Kann að vera að frestun á viðhaldi kosti síðar meira en það
sem nú á að spara?
Heilbrigðiskerfið hangir enn á bjargbrúninni. Hluti ástandsins
þar er þekktur allri þjóðinni og seint verður hægt að reikna til
enda skaðann sem hlýst af frestun nauðsynlegra verkefna.
Markmiðið um hallalaus fjárlög er stefnuviti allra ákvarðana.
Sem er göfugt markmið. Þá er eftir að reikna, hvort er dýrara
að borga afborganir og vexti eða safna upp mörgum og óleystum
verkefnum sem munu kosta verulega mikla peninga þegar þar að
kemur. Það eru ekki búvísindi að halda í aurinn og kasta krónunni,
nema þá kannski ef henni yrði kastað fyrir fullt og allt.
Það ágæta fólk, sem nú fer með völdin fyrir okkar hönd, ætti að
leggja fram trúverðuga útreikninga um hvor leiðin er betri. Eins
má spyrja hvort hægt sé að þrengja að öðru og minna áríðandi
en heilbrigði, menntun og öryggi. Svarið hlýtur að vera einfalt,
auð vitað er það hægt. Nú tökum við dýr lán hjá framtíðinni. Það
kemur að skuldadögum.
Er alveg víst að hallalaus fjárlög séu eina leiðin:
Tökum stór lán
hjá framtíðinni
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Enn fjölgar sveitarfélögum sem telja skort á
leiguhúsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu telur
aðeins Garðabær að framboð leiguíbúða í
sveitarfélaginu sé nóg. Samtímis eru um
1.800 manns á biðlista hjá sjö stærstu sveitar-
félögunum, þorrinn á höfuðborgarsvæðinu.
Stuttu eftir að ég tók við ráðherraembætti
minnti ég á júlísamkomulag aðila vinnu-
markaðarins frá 1965 um stórátak til að
leysa brýnan húsnæðisskort. Samkomulagið
var liður í lausn erfiðrar vinnudeilu og var
samið um byggingu 1.250 íbúða fyrir lág-
tekjufólk í Reykjavík. Benti ég á að í aðdrag-
anda erfiðra kjarasamninga gætu samning-
ar af þessum toga reynst skynsamlegir.
Verkalýðshreyfingin hefur nokkra
reynslu af samkomulagi við atvinnurekend-
ur um framlög í fræðslusjóði, orlofssjóði og
sjúkrasjóði og síðast árið 2011 náðist sam-
komulag við atvinnurekendur um að þeir
greiddu árlega rúman einn milljarð króna í
starfsendurhæfingarsjóði. Hvers vegna ekki
að semja við atvinnurekendur um sérstakt
framlag í húsnæðissjóði á vegum verkalýðs-
félaganna til uppbyggingar leiguhúsnæðis
fyrir félagsmenn?
Í tillögum um framtíðarskipan húsnæðis-
mála eru gerðar ýmsar tillögur til að liðka
fyrir starfsemi húsnæðisfélaga sem byggja
eða kaupa íbúðir til langtímaleigu til að
lækka kostnað og auka hagkvæmni, meðal
annars að vaxtaniðurgreiðslum verði breytt
í stofnstyrki og með skattaívilnunum fyrir
félögin. Unnið er að fjórum frumvörpum í
velferðarráðuneytinu fyrir yfirstandandi
þing sem öll styðja við þessar hugmyndir
um nýtt júlísamkomulag.
Þessu til viðbótar má benda á að lífeyris-
sjóðirnir fjármagna stóran hluta húsnæðis-
lána og í stjórnum þeirra sitja fulltrúar
launafólks og atvinnurekenda. Því ætti að
vera lag til að semja um hagstæða fjármögn-
un í þágu launafólks.
Í mínum huga er enginn betur til þess
fallinn að stofna og reka leigufélög án
gróðasjónarmiða fyrir almenning í landinu
en verkalýðsfélögin sjálf, ekki hvað síst á
höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað
mest. Þau hafa reynsluna, þau hafa árum
saman rekið leigufélög í gegnum orlofssjóð-
ina og þekkja hvernig á að standa að þessu.
Í dag koma saman fulltrúar verkalýðs-
félaganna um allt land á ársfund ASÍ, kjósa
sér forseta og marka stefnuna í aðdraganda
kjarasamninga. Ég trúi því og treysti að
niður staðan verði í þágu framtíðarinnar.
Húsum okkur upp með skynseminni
HÚSNÆÐISMÁL
Eygló
Harðardóttir
félags- og hús-
næðismálaráðherra
➜ Í mínum huga er enginn betur
til þess fallinn að stofna og reka
leigufélög án gróðasjónarmiða en
verkalýðsfélögin sjálf.
Skotið fyrst og spurt svo l
Vopnamál lögreglunnar voru rædd á
Alþingi í gær. Helgi Hjörvar, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
sparaði ekki föstu skotin: „Ég neita
að trúa að innanríkisráðherra hafi, án
nokkurrar umræðu í samfélaginu eða
í þinginu, heimilað stórfelld vopna-
kaup. Ég neita líka að trúa því að
500 milljóna króna fjárveiting, sem
samþykkt var í þinginu, hafi verið nýtt
í þessu skyni; fjárveiting sem
átti að efla almenna löggæslu
í landinu,“ sagði Helgi og
bætti við „ … að ráðherrann
sæki um sérstaka fjár-
veitingu, en lögreglan sé ekki
með leynd vopnavædd
án nokkurrar lýðræð-
islegrar umfjöllunar
þar um.“
Skotið fyrst og spurt svo ll
Björn Valur Gíslason, varaformaður
Vinstri grænna, skaut í allar áttir á
þingi í gær og sagði meðal annars:
„Samfélagið virðist vera meira og
minna í uppnámi. Verkföll og átök
eru fram undan á flestum sviðum.
Þá berast fréttir af því að það séu til
peningar til að kaupa ný vopn fyrir
lögregluna, hríðskotabyssur og hálf-
sjálfvirkar byssur, af sömu fjárlögum
og gera ekki ráð fyrir því að börnum
sé boðið upp á framhaldsskólanám
hér og að fullorðnu fólki sé sömu-
leiðis úthýst úr framhaldsskólanámi.
Í sömu fjárlögum er gert ráð fyrir
því að hægt sé að kaupa ein-
hver hundruð nýrra hríð-
skotabyssna og hálfsjálf-
virkra skammbyssna
fyrir lögregluna.“
Skotið fyrst og spurt svo lll
Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati
hitti kannski best í mark og talaði
af reynslu: „ … en það hefði aldrei
hvarflað að mér að ég hefði átt að
spyrja á þeim tíma hvort þetta færi
ekki örugglega ekki í 200 MP5-hríð-
skotabyssur. Ég hef spilað nógu
marga tölvuleiki um ævina, virðulegi
forseti, til að vita nákvæmlega hvaða
vopn þetta eru. Þetta eru drápstæki.
Það að hafa 200 stykki hjá lög-
regluliði sem telur 600-700
manns þykir mér fráleitt
miðað við það fyrirkomulag
sem við höfum búið við,
fyrirkomulag sem fólk hefur
almennt verið sátt við.“
sme@frettabladid.is