Fréttablaðið - 22.10.2014, Side 54
22. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggvadóttur
Daniel Radcliffe segir að það
verði skrítið að sýna börnunum
sínum Harry Potter-myndirnar,
þar sem hann lék aðalhluverkið.
Spurður í spjallþættinum
Lorr aine hvort myndirnar muni
stand ast tímans tönn sagði hann:
„Munu þeir eða munu þeir ekki
endurgera þær áður en börnin
mín vaxa úr grasi? Munu börnin
mín segja: „Var pabbi hinn upp-
haflegi Harry Potter?““ sagði
hinn 25 ára Radcliffe, sem er
barnlaus enn sem komið er.
„Þetta gæti alveg gerst. Ég hef
hugsað um það á hvaða aldri ég
ætti að láta börnin mín sjá þessar
myndir vegna þess að þetta er
svo skrítið.“
Börnin fá að sjá
Harry Potter
DANIEL RADCLIFFE Leikarinn veltir
fyrir sér hvort Harry Potter-myndirnar
verði endurgerðar áður en börnin hans
vaxa úr grasi.
Leikkonan Carmen Electra segir
að það hafi verið mistök að gift-
ast körfuboltamanninum fyrrver-
andi, Dennis Rodman. Hún hafi á
þessum tíma verið haldin sjálfs-
eyðingarhvöt eftir dauða móður
sinnar árið 1998.
„Fólk skildi ekki af hverju ég
elskaði hann vegna þess að hann
var þekktur fyrir að vera vondi
strákurinn. Til að byrja með sá
ég í honum viðkvæman risa sem
var uppfullur af sársauka,“ sagði
Electra í þætti Oprah Winfrey,
Where Are They Now?
Mistök að
gift ast Rodman
MEÐ RODMAN Electra var gift Rodman
í aðeins fimm mánuði.
Leikarinn Brad Pitt segist hafa breyst
eftir að hann gekk að eiga Angelinu Jolie
í ágúst.
Parið gekk í hjónaband eftir níu ára
samband en þau hafa staðið í ströngu
undanfarin ár við að ala upp sex börn,
Maddox, Pax, Zahara, Shiloh og tví-
burana Knox og Vivienne.
„Við eigum sex börn og þess vegna
fannst okkur við ekki þurfa á hjónabandi
að halda. En krakkarnir voru alltaf að
spyrja okkur og okkur fannst fallegt að
gera þetta, bæði fyrir þau og fyrir okkur
sem fjölskyldu,“ sagði Brad, en nýjasta
mynd hans nefnist Fury.
„En áhrifin sem giftingin hafði á mig
komu mér á óvart. Þetta var meira en
bara athöfn, þetta var djúp skuldbind-
ing. Mér líður virkilega eins og kvæntum
manni.“
Þrátt fyrir að vera tólf árum eldri
en Angelina segir Brad það ekki skipta
neinu máli. „Við erum líklega á svipuðu
reki hvað þroska varðar,“ segir leikarinn.
Djúpstæð áhrif gift ingarinnar komu á óvart
Leikarinn Brad Pitt segist hafa breyst eft ir að hann gekk að eiga Angelinu Jolie eft ir níu ára samband.
ANGELINA OG BRAD Tólf ára aldursmunur
skiptir engu máli, að mati Brads. NORDIC PHOTOS/GETTY
En
krakkarnir
voru alltaf
að spyrja
okkur og
okkur fannst
fallegt að
gera þetta
Brad Pitt.
BORGRÍKI KL. 5.45 - 8 - 10.10
GONE GIRL KL. 5.45 - 9
THE EQUALIZER KL. 10.15
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8
BOYHOOD KL. 9
VONARSTRÆTI KL. 6
BORGRÍKI KL.5.45 - 8 - 10.10
BORGRÍKI LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8
GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 10.30
GONE GIRL LÚXUS KL. 10.10
DRACULA KL. 10.45
THE EQUALIZER KL. 8
THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL.3.30 - 5.45
KASSATRÖLLIN 3D ÍSL TAL KL. 3.30
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
„TÖ FF, BRENGLUÐ OG Ö GRANDI“
- EMPIRE
„EIN AF ALBESTU MYNDUM ÁRSINS“
-T.V., BIOVEFURINN
-V.J.V, SVARTHÖFÐI.IS
-H.S.S.,MBL
-H.S.S.,MBL
BORGRÍKI 2 5:50, 8, 10:10
KASSATRÖLLIN 2D 5:50
GONE GIRL 10
DRACULA UNTOLD 8, 10:20
WALK AMONG TOMBSTONES 5:40, 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÍSL TAL
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
ROBERT DOWNEY JR OG ROBERT DUVALL FARA Á KOSTUM Í
FRÁBÆRRI MYND SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART
NEW YORK OBSERVER TOTALFILM.COM
Grjónagrautur, kjötbollur, lasanja, grjónagrautur, kjötbollur, lasanja, las-
anja, kjötbollur, grjónagrautur. Örbylgju-
réttir fyrir sjálfstæða Íslendinga hafa
verið uppistaðan í fæði fjölskyldunnar
undanfarið. Þá höfum við „kíkt við“ á
kvöldmatartíma hjá tengdó nokkuð oft. Og
pantað pitsur. Margar, margar pitsur. Við
höfum líka náð að fullkomna tæknina
við að harðsjóða egg í hraðsuðukatl-
inum og ristað brauð er sannarlega
tekið gilt sem „heit máltíð“. Instant-
núðlur með smjöri og tómatsósu hafa
þó ekki náð vinsældum sem staðgeng-
ill spagettís. Veit ekki af hverju.
SJÁLFSAGT erum við langt frá því að
standa við 248 krónurnar á manninn
en það verður bara að hafa það.
ÁSTÆÐA þessa matseðils er sú
að það standa yfir framkvæmd-
ir í eldhúsinu heima. Þær hófust
fyrir meira en mánuði og áttu
að standa stutt. Í bjartsýnis-
kasti aftengdum við því öll tæki
til eldunar um leið og einungis
fyrir tóma leti að við aftengdum
ekki vatn og vask líka. Við höfum því getað
þvegið upp og hellt upp á kaffi. Og soðið egg
í hraðsuðukatlinum.
SKYNDIÁKVARÐANIR og ófyrirséðar
uppákomur hafa einkennt alla þessa fram-
kvæmd. Bara rétt áðan hringdi bóndinn og
spurði hvort lengdin ætti að vera 95 eða 92?
Hann var staddur í plötusöguninni og ég
svona hálfpartinn sló á 92. Merkilegt nokk
hafði hann vit fyrir okkur báðum og ákvað
að við skyldum mæla betur í kvöld og láta
saga á morgun. Þrisvar höfum við sett upp
sömu skápana og í hvert skipti og þeir eru
komnir á sinn stað höfum við rekið augun
í eitthvað sem við hefðum átt að klára,
áður en við festum þá upp. Skrúfa niður og
skrúfa upp, aftur og aftur.
VIÐ náðum þó merkum áfanga í gærkvöldi.
Bakarofninn fór á sinn stað og honum er
meira að segja hægt að stinga í samband.
Við rafmagn. Í kvöld stendur því mikið til,
fyrsta heimaeldaða alvöru máltíð fjölskyld-
unnar í langan tíma. Hvað eigum við að
hafa í matinn?
TJA, þú segir nokkuð. Pitsu? Lasanja?
Hvað á að elda í kvöld?