Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.02.2015, Qupperneq 2
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS E M M N N E M M E N N Í / S ÍA / / N M 6 0 0 3 7 0 0 3 7 0 0 3 SUÐUR-AFRÍKA Í gær stóð yfir rannsókn á hræi 41. nashyrningsins sem veiðiþjófar hafa drepið í Kruger-þjóðgarði í Suður-Afríku það sem af er ári. Veiðiþjófar ásælast horn skepnanna en þau eru seld á svörtum markaði og stundum mulin í duft sem á að auka mönnum kyngetu. Samkvæmt opinberum tölum drápu veiðiþjófar 1.215 nashyrninga í Suður-Afríku á síðasta ári. Þar af voru 827 drepnir í Kruger-þjóðgarð- inum. - óká 41 nashyrningur drepinn í Kruger-þjóðgarði það sem af er ári: Yfir tólf hundruð drepnir í fyrra DREPINN FYRIR HORNIN Frikkie Rossouw (lengst til hægri), sérfræðingur í rann- sóknum á umhverfisglæpum hjá SANParks, undirbýr í gær krufningu á hræi nas- hyrnings sem veiðiþjófar drápu. Náist kúlan sem grandaði dýrinu gæti það gagnast í frekari rannsóknum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Davíð, verður röð við inn- ganginn? Nei, en fullt hús. Davíð Þór Rúnarsson er formaður Póker- sambands Íslands sem stendur fyrir dýrasta pókermóti Íslandssögunnar á Grand hóteli á laugardag. DÓMSMÁL Róbert Ragnar Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, hefur vikið sæti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna vanhæfis. ,,Ég tjáði mig opinberlega um málið sem lagaprófessor á meðan það var til meðferðar auk þess að skrifa um niðurstöðu Landsdóms bæði í Fréttablaðið og í fræðirit sem ég hef gefið út,“ segir Róbert um málið. ,,Ég tók þessa ákvörðun sjálfur, en hún var til- kynnt forseta minnar deildar í samræmi við lög,“ bætir hann við og vísar í reglur fyr ir dómstólinn. G e i r H . Haarde, höfð- aði mál á hendur íslenska rík- inu vegna Landsdómsmálsins svokallaða, það er málshöfð unar á hendur honum og dómi fyrir Landsdómi. Mannréttindadóm- stóllinn er með málið til með- ferðar, en ekki er vitað hvenær búast megi við niðurstöðu í því. Úr dómum Mannréttindadóm- stólsins má lesa að reglur dóms- ins kveði á um að að dómarar verði ekki aðeins vanhæfir vegna beinna tengsla við málsaðila í dómsmáli, heldur verði að vera hafið yfir allan vafa að þeir séu óháðir málsaðilum og alveg hlut- lausir í dómarastörfum sínum. - ngy RÓBERT SPANÓ Róbert Spanó segist vanhæfur í dómarasæti í máli Geirs Haarde gegn ríkinu: Ákvað að víkja úr dómstólnum STJÓRNMÁL „Ég held að við höfum sofið fljótandi að feigðarósi í þessum málaflokki,“ sagði Guð laugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um ungt fólk og fyrstu íbúðarkaup þess. Guðlaugur Þór hefur áhyggjur af því að það sé snúið mál fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúð núna í skuldhvetjandi kerfi. „Við þurfum að breyta um stefnu, við getum ekki haft fyrirkomulag sem hvetur fólk til að skulda,“ sagði hann. Eygló Harðardóttir, félags -og húsnæðismálaráð- herra, svaraði Guðlaugi Þór og sagðist sammála þingmanninum í því að það þyrfti að breyta um stefnu og það þyrfti að horfa á kerfið í heild sinni. Hún rifjaði það upp að Íslendingar hefðu lengi verið Evrópumeistarar í vanskilum húsnæðislána. „Við höfum vermt efstu sætin í vanskilum þrjú ár í röð,“ sagði Eygló. Hún benti einnig á að erlendis væri fólk eldra þegar það keypti sér húsnæði og sagði nauð- syn að ná niður húsnæðiskostnaði á leigumarkaði og tryggja hagkvæmara skattaumhverfi fyrir leigu- félög. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, reiknaði það út að ef foreldrar ætl- uðu sér að aðstoða barn sitt með útborgun í íbúð þyrftu þeir að leggja fyrir rúmlega 20 þúsund krón- ur á mánuði alla æsku barnsins, í 216 mánuði. Sam- tals fimm milljónir króna. -kbg Stjórnarliðar ræða um erfiðleika ungs fólks við fyrstu íbúðarkaup: Skuldahvetjandi markaður EVRÓPUMEISTARAR Í VANSKILUM Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi um slæma stöðu á húsnæðismarkaði á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÓNVARP Ríkisútvarpið braut lög þegar það sýndi James Bond- mynd klukkan fimm mínútur í níu að kvöldi 9. janúar sl. Lög heimila ekki sýningu mynd- arinnar fyrir klukkan 22.00. Fjöl- miðlanefnd fjallaði um málið og komst að þessari niðurstöðu. RÚV gekkst við brotinu og harmaði að það hefði átt sér stað. Þrátt fyrir að heimild sé í lögum til að leggja á stjórnvaldssekt vegna brota af þessum toga ákvað fjöl- miðlanefndin að gera það ekki. - kbg Fékk bréf frá fjölmiðlanefnd: RÚV harmar brot á lögum SAMFÉLAG Tuttugu endurhæf- ingar rýmum verður lokað á Hrafnistu í Reykjavík 1. maí næstkomandi og hefur fimm manns verið sagt upp. Skjólstæð- ingar í endurhæfingu búa margir í eigin húsnæði enn og halda sér við með daglegri komu á Hrafn- istu eða styttri dvöl. Samningar náðust ekki við ríkið um að halda áfram endur- hæfingunni. Markmiðið með henni er að lengja sjálfstæða búsetu eldra fólks, með iðjuþjálf- un, hjúkrunarþjónustu og sjúkra- þjálfun. Í staðinn verður einfald- ara hvíldarúrræði sett á fót. - kbg Einfaldari hvíldarúrræði: Fimm sagt upp á Hrafnistu ALÞINGI Frumvarpi um náttúru- passa var í gær vísað til atvinnu- veganefndar. Fyrstu umræðu um málið lauk á þriðjudag, en við lok umræðunnar opnaði Ragn heiður Elín Árnadóttir iðnaðarráð- herra á að málið færi frekar til umhverfis- og samgöngunefndar en atvinnuveganefndar. Heitar umræður urðu um málið, en að endingu lagði ráð- herra til að atvinnuveganefnd fengi málið. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði þá til að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar. Hann féll í gær frá þeirri tillögu. - kóp Fyrstu umræðu lokið: Náttúrupassa vísað í nefnd SAMFÉLAG Ólöf Þorbjörg Péturs- dóttir, 18 ára stúlka, sem er þroska- skert og mállaus og lýst hafði verið eftir snemma í gær, fannst í læstum bíl sem er á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra. Lögreglan telur að hún hafi verið í bílnum frá klukkan 13 í gær eða í nærri því sjö klukkustundir. Sagt var frá þessu á Pressunni í gærkvöldi. Móðir stúlkunnar, Dóra Eydís Pálsdóttir, segist munu ræða við forsvarsmenn ferðaþjónust unnar við fyrsta tækifæri og lýsir mikilli óánægju með atvikið sem skaut fjöl- skyldunni skelk í bringu. Sem betur fer varð dóttur hennar ekki sýnilega meint af ferðalaginu. „Hún er sjálfri sér lík,“ segir hún. Samkvæmt heimildum blaðsins verður bílstjóranum, sem mun vera verktaki hjá Strætó, sagt upp störf- um hjá fyrirtækinu vegna atviksins. Lögregla hafði lýst eftir Ólöfu í gær eftir að henni var ekið frá skóla að Hinu húsinu í Pósthússtræti í dag en ekki skilað sér þangað inn. Björg- unarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út seinna þann sama dag. Á sjöunda tug björgunarmanna var við leit í miðbæ Reykjavíkur og við höfnina. Ættingjar hennar tóku þátt í leitinni. „Þetta er ótrúlegt mál,“ segir Val- garður Valgarðsson yfirvarðstjóri. „Stúlkan var sótt upp í Ármúla um eittleytið og er ekið í Hitt húsið. Þar telur bílstjórinn sig horfa á eftir henni út en síðan þegar á að fara að sækja hana um fjögur þá finnst hún ekki. Þá er farið að huga að henni og leita að henni. Um hálfáttaleytið finnst hún svo í bílnum,“ segir Val- garður og segir lögreglu hafa komið stúlkunni heim í hendur foreldra. „Stúlkan virðist hafa gleymst í bíln- um, bílstjórinn fór heim, hafði lokið sínum vinnudegi og segist ekki hafa tekið eftir henni.“ Fleiri alvarleg atvik hafa komið upp í akstri Ferðaþjónustu fatl- aðra upp á síðkastið. Nýverið var ungri stúlku með þroskahömlun og einhverfu ekið með Ferðaþjón- ustu fatlaðra á leið til skóla. Í stað þess að keyra hana í skólann var henni vísað úr bílnum á öðrum stað í grenndinni og þar var hún skilin eftir. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akst- ursþjónustu Strætó, sagði málið vera í skoðun í samtali við Vísi í gærkvöldi. „Við erum enn þá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu og höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjór anum og öðrum,“ segir hann. kristjanabjorg@frettabladid.is HEIL Á HÚFI Ólöf Þorbjörg (á innfelldu myndinni) fannst eftir sjö tíma í læstum bíl. Hún virðist hafa orðið eftir í bílnum þegar aðrir fóru út við Hitt húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mállaus föst í læst- um bíl í sjö stundir Átján ára þroskaskert, mállaus stúlka fannst í læstum bíl á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili bílstjórans. Björgunarsveitir leituðu að henni í miðbæ Reykjavíkur og ættingjar tóku þátt í leitinni. „Er sjálfri sér lík,“ segir móðir hennar. Við erum enn þá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó. 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 4 -C 4 4 0 1 3 A 4 -C 3 0 4 1 3 A 4 -C 1 C 8 1 3 A 4 -C 0 8 C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.