Fréttablaðið - 05.02.2015, Síða 20
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Um daginn spurði maðurinn minn hvort
við ættum eitthvað að skreppa saman og
átti auðvitað við hvort við færum í smá
ferðalag. Mér fannst þetta fyndið, ég
glotti og svaraði að mig langaði alls ekki
að skreppa saman, vildi frekar vera eins
stór og sterk eins og ég væri núna.
En auðvitað skreppa menn saman með
aldrinum. Færni til hreyfingar, styrk-
ur og úthald minnka smátt og smátt.
Kannski minnka kröfurnar til lífsins
einnig, það gæti verið. Ef til vill er fólk
á efri árum sátt við lakari kjör? Viðhorf
stjórnvalda í garð eldra fólksins núna í
dag – og undanfarin ár einnig – virðast
allavega þannig.
Eru þarfir fólksins á efri árunum
virkilega að skreppa saman? Er lífs-
löngun og ósk um að vera virkur þátttak-
andi í þjóðfélaginu „að skreppa saman“?
Löngun til að læra meira og bæta við sig
eða halda við þekkingu og færni? Allt
þetta byggist upp á því að eldra fólkið
fái tækifæri. Þegar maður er 50+ á hann
til dæmis ekki mörg tækifæri til að fá
vinnu. Unga fólkið er ódýrara vinnuafl
og með nýlegri menntun. En reynslan
sem eldra fólkið kemur með er oft ekki
metin að verðleikum. Ekki heldur það að
eldri starfsmenn séu lausir við baslið við
að ala upp börnin, koma sér upp húsnæði
og þurfa oftar að tilkynna forföll út af
öllu þessu stressi eða veikindi barna. Það
er vitað mál að menn skreppa mjög mikið
saman þegar þeir hafa ekki lengur hlut-
verk í lífinu.
Og þegar fólk er þá loksins komið
að þeim tímapunkti að fá eftirlaun þá
skreppa tekjurnar heldur betur saman.
Ég er hrædd um að það muni væntanlega
aukast enn ef lífeyrissjóðirnir fjárfesta
í einhverjum áhættusæknum verkefnum
og tapa á því. Svo mun þjóðin eldast, mun
fleiri munu eiga rétt á eftirlaunum og
færri afla tekna á móti.
Ef eftirlaunagreiðslurnar eru lágar
og heilbrigðisþjónustan minnkar enn þá
er mikil hætta á ferðinni. Margir eldri
borgarar hafa nú þegar ekki efni á því að
kaupa lyf og læknisþjónustu. Við tölum
ekki um að gera eitthvað skemmtilegt:
Ferðast, fara á námskeið, sækja menn-
ingarviðburði eða fara út að borða.
Menn sem hafa unnið allt sitt líf og
skilað sínu til þjóðfélagsins ættu að eiga
rétt á því að lifa síðustu árin sín með
reisn. Allt kostar sitt og helst af öllu þjón-
ustan sem eldra fólkið þarf á að halda.
Rík þjóð eins og Ísland ætti að hafa
efni á því!
Að skreppa saman
SAMFÉLAG
Úrsúla
Jünemann
kennari og
leiðsögumaður
Óþægileg áminning
Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður
Samfylkingarinnar, telur flugslysið í
Taívan í gær, þar sem minnst 23 létust,
eiga að vera umhugsunarefni fyrir flug-
vallarvini sem vilja ekki að Reykjavíkur-
flugvöllur verði færður. „Já, það fylgir
því hætta að hafa flugvelli inni í miðjum
borgum,“ skrifaði Ólína í athugasemda-
kerfi Vísis. Ekki tóku allir undir þetta
sjónarmið. Fannst sumum ummælin
smekklaus og ekki við hæfi að draga
fram rammpólitíska umræðu undir
sorglegri frétt af mannskaða. „Ykkur
kann að finnast þetta óþægileg áminn-
ing, en hún á fullan rétt á sér engu að
síður, þó að hún komi illa við tiltekinn
málstað. En það er aumt ef ekki má
draga lærdóma af því sem úrskeiðis
fer í veröldinni,“ segir Ólína.
Starfsmenn mánaðarins
Hvað sem um frumvarp iðnaðarráðherra
um náttúrupassa má segja, er þó hægt
að fagna því að ráðherra hefur töluverða
trú á starfsgetu ríkisstarfsmanna. Þannig
er gert ráð fyrir því að einu stöðugildi
verði bætt við hjá Ferðamálastofu og
sá starfsmaður, ásamt einum sem er
starfandi hjá stofnuninni í dag, hafi
umsjón og eftirlit með náttúrupass-
anum. Þessir tveir starfsmenn verða
án efa áskrifendur að titlinum
starfsmenn mánaðarins hjá
Ferðamálastofu, ef þeir ráða
við umsjón með eftirliti með
náttúrupassaeign ferðamanna,
sem við bíðum jú í
ofvæni eftir að
nái milljón á
einu ári.
250 vinnuvikur
Milljón ferðamenn er ekki lítið og auð-
vitað viljum við að þeir kaupi sem flestir
náttúrupassann. Ef við gefum okkur að
80% þeirra geri það, þá eru það 800
þúsund seldir passar. Ef við gerum ráð
fyrir því að hver sala taki um það bil
45 sekúndur, sumar taka væntanlega
skemmri tíma og aðrar lengri eins og
gengur, en segjum 45 sekúndur, þá tekur
sala á 800 þúsund náttúrupössum 36
milljón sekúndur. Það gera 600
þúsund mínútur eða 10 þúsund
klukkustundir. Miðað við 40
stunda vinnuviku þýðir það
250 vinnuvikur sem fara bara
í að selja þessa 800 þúsund
náttúrupassa.
fanney@frettabladid.is /
kolbeinn@frettabladid.is
E
kki kemur á óvart að ósætti sé milli ríkisstjórnarflokk-
anna um hver framtíðarstefnan eigi að vera í sjávarútvegs-
málum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
hefur ítrekað þá skoðun Framsóknarflokks að auka eigi
þann hluta kvótans sem nýttur er til félagslegra úrræða.
Sjálfstæðismenn eru allt annarrar skoðunar. Ekkert eitt mál mun
ganga nær stjórnarsamstarfinu.
Í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar segir meðal
annars: „Stuðst verður áfram við
þau félagslegu, byggðalegu og
atvinnulegu úrræði sem gildandi
fiskveiðistjórnarlöggjöf kveður á
um. Í samráði við sveitarstjórnir
og samtök í sjávarútvegi verður
fyrirkomulag þessa endurskoðað.“
Þetta á að endurskoða. Framsókn vill auka þennan hlut meðan
samstarfsflokkurinn vill það ekki. Þess vegna er varaformaður
Framsóknarflokksins, sjávarútvegsráðherrann, í klípu. Hann getur
ekki lagt fram þetta stóra mál. Hefur ekki nægan stuðning hjá ríkis-
stjórninni og veit því ekki hver afdrif þess geta orðið.
Þegar verið er að gæta hagsmuna fárra vilja hugsjónirnar oft
víkja. Framtíð kvótans og laga um hann er dæmigert fyrir þá stöðu.
Átök eru fram undan og þau kunna að verða hörð. Ekki síst milli
stjórnarflokkanna. Eftir því sem dregst að koma málinu til Alþingis
dregur úr möguleikum þess að ná fram breytingu á lögunum. Sem
er óskastaða margra.
Alþingi á aðeins eftir þrjátíu og átta fundardaga áður en kemur
að sumarhléi. Ef vel á að fara verður þingið að taka sig á. Auk þess
að eiga eftir að fjalla um kvótalögin bíða mörg önnur mál og brýn.
Og svo eitt mál, sem verður fyrirferðarmikið, en ekki brýnt. Ríkis-
stjórnin er beitt þrýstingi frá bakvörðum ríkisstjórnarinnar um að
slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Ekkert kallar á þá
aðgerð. Umsóknin er í svefni og truflar ekki gang samfélagsins á
nokkur hátt. Hún truflar fáa en fyrirferðarmikla. Þeir munu ekki
líða annað en að umsóknin verði dregin til baka.
Ríkisstjórnin á grýtta leið fyrir höndum. Andstaða er innan
þings og ekki síður utan þess. Ríkisstjórnin er eflaust minnug
andstöðunnar við sama mál í fyrra. Þá flykktist fólk að þinghúsinu
og krafðist að stjórnmálamenn virtu eigin kosningaloforð. Engin
ástæða er til að ætla að það verði ekki gert nú.
Segja má að þeir sem harðast sækja að ríkisstjórninni, um að hún
fari á móti straumnum og dragi umsóknina til baka, séu sama fólk
og á mestra hagsmuna að gæta í að kvótalögin breytist sem minnst,
og helst ekkert. Kannski eru þetta tilviljanir. Trúlega þó ekki.
Alþingi á til þess að gera fáa fundardaga eftir. Hvort þeir verða
nýttir til að koma áfram þjóðþrifamálum eða til að láta að vilja
bakvarða ríkisstjórnarinnar, ekki síst Sjálfstæðisflokksins, kemur
síðar í ljós.
Staðan er alvarleg. Ríkisstjórnin er á eftir með mörg mál. Til að
mynda húsnæðismálin. Eftir þeim er beðið. Samt má búast við að
freku karlarnir ráði för og brýn mál víki fyrir hagsmunum fárra
og dag eftir dag verði þingið upptekið vegna sofandi umsóknar að
Evrópusambandinu. Þá verður knöppum tíma þingsins illa varið.
Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir erfiðleikum:
Kvótinn stendur
í ríkisstjórninni
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
4
-C
E
2
0
1
3
A
4
-C
C
E
4
1
3
A
4
-C
B
A
8
1
3
A
4
-C
A
6
C
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K