Fréttablaðið - 05.02.2015, Síða 34

Fréttablaðið - 05.02.2015, Síða 34
FÓLK|TÍSKA Frakkinn á rætur að rekja aftur til fyrri heimsstyrjald-arinnar. Hann var saum- aður á hermenn og þótti mikill kostur að efnið væri vatns- helt. Frakkinn hefur lítið breyst í útliti og nýlega var Katrín, hertogaynja af Cambridge, mynduð í slíkum frakka sem kostar um 300 þúsund í verslun í London. Það varð til þess að mikil söluaukning varð á slíkum frökkum. Breski tískurisinn Burberry hefur ávallt verið lúxusmerki en auðvelt er að þekkja vörur fyrirtækisins frá öðrum. Köflótta Bur- berry-ullarefnið er tákn merkisins en frakkinn frægi var fóðraður með því. Ótal fyrirtæki hafa framleitt frakka í anda Burberry með mis- jöfnum árangri. Nokkrar manna- breytingar hafa verið í stjórn fyrirtækisins á síðustu árum og kraftur settur í að framleiða há- tískuvöru með góðum árangri. Þegar Burberry kynnti sumartísku sína 2015 mátti sjá litríkan fatnað sem heillaði tískulöggur um allan heim. Fyrir- tækið fékk auk þess heimsfrægar fyrirsætur á borð við Naomi Campbell og Jourdan Dunn sem andlit Burberry. Víst þykir að Burberry muni verða leiðandi í tískunni fyrir sumarið. Það má því búast við litríku sumri. Myndirnar sýna hvað bíður okkar í sumartískunni. LITRÍKT SUMAR HJÁ BURBERRY VORIÐ KEMUR Allir þekkja Burberry-frakkann. Frakki sem jafnt Hollywood- stjörnur og breski aðallinn hefur klæðst í gegnum árin. Humphrey Bogart klæddist honum í Casablanca og Audrey Hepburn í Breakfast at Tiffany’s. Burberry framleiðir enn frakkann og nú er hægt að fá hann í skærum litum. FRÆGUR Burberry fann upp rykfrakkann og hér er það enginn annar en Humphrey Bogart sem klæðist honum. Í saka- málamyndum klæðast töffarar oft Burberry- frakka. hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Nýjar vörur streyma inn Útsalan ennþá í gangi 25% viðbótarafsláttur 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 4 -F 0 B 0 1 3 A 4 -E F 7 4 1 3 A 4 -E E 3 8 1 3 A 4 -E C F C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.