Fréttablaðið - 05.02.2015, Page 52
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
„Ég held að við þurfum ekkert að
vera hrædd við að bera dramatík
á borð fyrir börn. Þó að leik ritið
sýni alvarlega atburði er líka í því
spenna og húmor,“ segir Pétur
Eggerz, leikari og höfundur Eld-
barnsins, hamfaraleikrits sem
frumsýnt verður í Tjarnarbíói á
laugardaginn klukkan 14 á vegum
Möguleikhússins. Það snýst um
stúlkuna Sólveigu sem flýr með
mömmu sinni upp í fjallshlíð þegar
Skaftáreldarnir geisa og þaðan
horfa þær á bæinn sinn fara undir
hraun. Þá hefst leit að skjóli og
barátta til að komast af.
Pétur segir Eldbarnið hugsað
fyrir áhorfendur frá níu ára aldri.
„Við köllum þetta hamfaraverk
fyrir börn og fullorðna. Ég sé fyrir
mér að fullorðnir geti komið á það
án þess að vera með börn. Fyrst
og fremst viljum við ná til krakka
eldri en níu ára sem upplifa þessa
sögu sem spennandi ævintýri.
Það er ekki meiningin að gera þau
hrædd við eldgos. En Skaftáreld-
arnir áttu sér stað og í verkinu er
lýst náttúru sem við búum í.“
Pétur segir Eldbarnið hafa verið
lengi á leiðinni og margt hafa gerst
í samfélaginu á meðan. „Ég byrj-
aði að velta efninu fyrir mér fyrir
hrun þegar allt var svo æðislegt
og erfiðir atburðir úr okkar sögu
svo órafjarri. Mér fannst þá að
kannski væri gott að líta aðeins til
baka. Það var kveikjan í upphafi.
Svo kom hrunið og þó ekki sé hægt
að líkja saman náttúruhamförum
og fjármálahruni af manna völd-
um fann ég ýmsa snertipunkta í
viðbrögðum almennings og yfir-
valda þá og nú. Síðan komu eld-
gos í Eyjafjallajökli og Gríms-
vötnum og allt í einu varð öskufall
áþreifanlegt. Gosið í Holuhrauni
er þó einna líkast Skaftáreldunum
og enginn veit hvenær því lýkur.
Fyrst þegar ég fór að vinna í efn-
inu fannst mér ég þurfa að útskýra
fyrir börnunum hvað eldgos væri
en náttúran hefur séð um það.“
Eldbarnið er skáldverk, að sögn
Péturs. „En þar er lýst atburðum
sem raunverulegt fólk gekk í gegn-
um og við sögu koma persónur sem
voru til, séra Jón Steingrímsson
og hans kona, sýslumannsfrúin í
Vík og Skúli Magnússon. Stúlkan
Sólveig er skálduð en við fylgjum
henni eftir í erfiðleikum og ævin-
týrum.“
Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir
Eldbarninu eins og Eldklerknum,
einleik sem Pétur hefur sýnt víða
og fengið afburðagóðar viðtökur.
Þrír leikarar eru í þessari sýn-
ingu, Andrea Ösp Karlsdóttir sem
leikur Sólveigu og Pétur og Alda
Arnardóttir sem leika öll önnur
hlutverk. gun@frettabladid.is
Fyrst og fremst
viljum við ná til krakka
eldri en níu ára sem
upplifa þessa sögu sem
spennandi ævintýri.
LEIKARARNIR „Eldbarnið lýsir atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum,“ segir Pétur Eggerz sem hér er á æfingu ásamt
Andreu Ösp og Öldu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Alvarlegir atburðir en
líka spenna og húmor
Eldbarnið, leikrit fyrir börn og fullorðna, fj allar um fl ótta og sigra lítillar stúlku á
tímum Skaft árelda undir lok 18. aldar. Frumsýnt er í Tjarnarbíói á laugardaginn.
KVIKMYND ★★★★ ★
Óli Prik
Heimildarmynd um Ólaf Stefánsson
handboltamann.
LEIKSTJÓRI: ÁRNI SVEINSSON
FRAMLEIÐANDI: GRÍMAR JÓNSSON
Ólafur Stefánsson er þjóðarger-
semi. Íslenska þjóðin elskar þennan
farsæla handboltamann. Í heim-
ildar myndinni Óli Prik fær maður
að skyggnast inn í líf mannsins bak
við boltann.
Ósjaldan hefur Ólafur verið
djúpur í sinni nálgun á lífið og oft
og tíðum skilur fólk hvorki upp
né niður í því sem hann segir. Og
engin er undantekningin í þessari
mynd, hann er djúpur sem aldrei
fyrr. Myndin er raunveruleg og
sýnir meðal annars hversdagsleik-
ann í lífi Ólafs Stefánssonar.
Árni Sveinsson kvikmynda-
gerðar maður eltir líf og afrek Ólafs
og setur hlutina vel í samhengi.
Þessi margverðlaunaði íþróttamað-
ur er eftir allt saman bara maður.
Hann á venjulega fjölskyldu, geng-
ur í gegnum erfiða tíma eins og
allir og ræður ekki við allt sem
hann tekur sér fyrir hendur. Hann
hefur sína bresti og kann ekki allt.
Eftir að hafa séð myndina sér
maður að Ólafur er hreinskilinn
maður sem hefur í raun fengið nóg
af íslenska draumnum – að vera
atvinnumaður í handbolta.
„Er þetta ekki bara komið gott,“
segir Ólafur í mjög eftirminnilegri
senu í myndinni. Þá vitnar hann í
þátt sem gerður var á RÚV, honum
til heiðurs og um feril hans. Fjöl-
skylda hans settist niður til að
horfa á þáttinn saman sem fjallaði
um handboltamanninn sem sigraði
heiminn og vann allt. Hann virð-
ist þá átta sig á að það sé kominn
tími til að leita nýrra tækifæra og
áskorana.
„Ég skrái mig bara núna í
Listaháskólann og verð lista maður,
kannski verð ég bara héðan í frá
Óli Prik,“ sagði Óli eftir að hafa
horft á heiðursþáttinn á RÚV.
Nú eru aðrir tímar hjá Ólafi þó
að líf hans sé langt í frá búið. Hand-
boltinn er kominn í annað, þriðja ef
ekki fjórða sæti. Hann hefur ákveð-
ið að tileinka börnum þetta tíma-
bil í lífi sínu og vinnur hörðum
höndum að smáforriti sem kallast
Keywe. Í myndinni skynjar maður
að verkefnið skiptir hann miklu
máli og hans sterki metnaður er
greinilega kominn þangað.
Myndin fjallar um mann sem er
á tímamótum. Hann er að kveðja
gamla tíma og takast á við ný tæki-
færi. Hún er góð, fyndin og fyrst og
fremst sönn.
Endirinn á myndinni er virkilega
táknrænn, hann hættir sem þjálf-
ari Vals eftir þó nokkurn aðdrag-
anda. Í lokaatriðinu leikur hann
sér síðan í snjónum með börnunum
í barnaskóla í Reykjavík. Myndin
skilur eftir spurningu: Hvernig
fer næsti kafli í lífi Ólafs Stefáns-
sonar? Stefán Árni Pálsson
NIÐURSTAÐA Myndin er góð, fyndin og fyrst og
fremst sönn.
Þjóðargersemin Óli
LYKILMENN
Grímar fram-
leiðandi, Óli
aðalpersóna og
Árni leikstjóri.
„Þetta er fyrsta sýning okkar
saman og var bara til gamans
gerð,“ segir Kristín Arngríms dóttir,
myndlistarkona og rithöfundur, um
listsýningu sína og barna sinna
þriggja, Guðrúnar Steingrímsdóttur
og Arngríms og Matthíasar Rúnars
Sigurðssona. Sýningin er í Galleríi
Vest á Hagamel 67 og verður opin
að minnsta kosti út næstu viku. Þar
eru bæði teikningar og málverk
eftir fjölskylduna.
Kristín á nokkrar einkasýn ingar
að baki og margar samsýningar
með öðrum. Hún hefur bæði skrif-
að og myndskreytt barnabækur,
meðal annars bækurnar um Arn-
grím apaskott og Meistaraköttinn
Matthías. Nú er hún með krítar-
teikningar.
Greinilegt er að listin gengur í
erfðir. Guðrún er að sýna í fyrsta
sinn en bræðurnir hafa alloft sýnt
saman, bæði meðan þeir voru í
Listaháskólanum og eftir að þeir
útskrifuðust. Arngrímur gaf
nýlega út bókina Duldýrasafnið
og myndir hans á sýningunni eru
úr því safni.
- gun
Mamman og börnin sýna saman
Myndlistarfólkið Kristín Arngrímsdóttir, dóttir hennar og tvíburasynir sýna
teikningar og málverk í hinu nýja galleríi að Hagamel 67, Gallerí Vest.
SAMHENT
FJÖLSKYLDA
„Þetta er fyrsta
sýning okkar
saman,“ segir
Kristín sem hér
er með Guðrúnu
og Matthíasi en
Arngrímur var
stunginn af til
útlanda.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Umfangsmikil tónleikaupp-
færsla á óperunni Peter Grimes
eftir breska tónskáldið Benja min
Britt en verður frumflutt á
Íslandi 22. maí á Listahátíð
í Reykjavík.
Stórstjörnur úr heimi
óperunnar syngja aðal-
hlutverkin, ástralski
tenórinn Stuart
Skelton verður
í titilhlutverk-
inu. Hann
var valinn
söngvari
ársins á
International Opera Awards á síð-
asta ári. Susan Gritton verður í
hlutverki Ellen Orford, hún hefur
meðal annars sungið það við
Scala-óperuna í Mílanó. Ólafur
Kjartan Sigurðarson verður í
sínu fyrsta óperuhlutverki í
Hörpu og önnur eru í höndum
nokkurra af okkar þekktustu
söngvurum. Um tónsprotann
heldur svo Daníel Bjarna-
son. - gun
Óperan Peter Grimes
á Listahátíð í vor
Alþjóðlegar stjörnur koma til Íslands þegar óperan
Peter Grimes eft ir Britten verður fl utt í Eldborg.
BARITÓN Ólafur Kjartan er
einn okkar fremstu söngv-
ara á hinu alþjóðlega sviði.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNING
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
A
4
-D
C
F
0
1
3
A
4
-D
B
B
4
1
3
A
4
-D
A
7
8
1
3
A
4
-D
9
3
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K