Fréttablaðið - 05.02.2015, Síða 60

Fréttablaðið - 05.02.2015, Síða 60
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 48 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! BÍÓFRÉTTIR 53 ára Jennifer Jason Leigh Þekktust fyrir: Single White Female. AFMÆLISBARN DAGSINS Jones orðuð við Star Wars Felicity Jones er í viðræðum um að leika í næstu Star Wars-mynd, The Force Awakens, sem er væntanleg í bíó í desember á næsta ári. Jones var nýlega tilnefnd til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í The Theory of Every- thing. Fyrir viku bárust fregnir um að áheyrnarprufur vegna myndarinnar væru í fullum gangi og svo virðist sem Jones hafi gengið allt í haginn þar. Áður höfðu Rooney Mara og Tatiana Maslany verið orðaðar við hlutverk í myndinni. Tökur eiga að hefjast síðar á þessu ári. FRUMSÝNINGAR Birdman Gamandrama Helstu hlutverk: Michael Keaton, Edward Norton, Emma Stone. Seventh Son Ævintýramynd Helstu hlutverk: Ben Barnes, Julianne Moore og Jeff Bridges. Jupiter Ascending Ævintýramynd Helstu hlutverk: Mila Kunis, Chann- ing Tatum og Sean Bean. Hleypur í skarðið Charlie Hunnam úr sjónvarpsþáttunum Sons of Anarchy hefur tekið að sér hlutverk í Lost City of Z. Þar leik- ur hann á móti Robert Pattinson og Siennu Miller. Myndinni er leikstýrt af James Gray sem er þekktur fyrir We Own the Night. Hunnam hleypur í skarðið fyrir Benedict Cumberbatch sem varð að hætta við að leika í myndinni vegna hlutverks síns í Marvel-myndinni Doctor Strange. Point Break frestað Kvikmyndaverið Warner Bros. hefur frestað frumsýningu hasar myndarinnar Point Break um fimm mánuði. Hún verður því sýnd um næstu jól í stað 31. júlí. Þar með hefur hún skipt á dagsetningum við Mission: Imposs ible 5 með Tom Cruise í aðalhlut- verki. Edgar Ramirez og Luke Bracey leika aðalhlut- verkin í Point Break í stað Patrick Swayze og Keanu Reeves sem léku í upphaflegu myndinni frá árinu 1991. 5,9/108,3/10 6,5/1092% 39% FELICITY JONES Hefur verið tilnefnd til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í The Theory of Everything. NORDICPHOTOS/GETTY Stærstu nöfnin í Hollywood verða á meðal gesta á hinni árlegu bresku BAFTA-verðlauna hátíð sem verður haldin í 68. sinn í London á sunnudaginn. Hátíðin fer fram í Royal Opera House í Covent Garden og á meðal þeirra sem ganga eftir rauða dreglinum verða Bene- dict Cumberbatch, Reese Wither- spoon, Eddie Redmayne, Julianne Moore, Ralph Fiennes og Michael Keaton. Einnig verður á hátíð- inni Jóhann Jóhanns- son sem er tilnefndur til BAFTA-verð- launanna fyrir tónlistina í The T h e o r y O f Every thing sem fjallar um vísindamann- inn Stephen Hawking. Stutt er síðan Jóhann vann Golden Globe-verðlaun- in fyrir tónlistina fyrstur Íslendinga, auk þess sem hann er tilnefndur til Óskarsverð- launanna sem verða afhent 22. febrúar. Á BAFTA-hátíðinni mun Jóhann etja kappi við Antonio Sanchez fyrir tónlistina í Bird- man, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Hans Zimmer fyrir Interstellar og Mica Levi fyrir Under the Skin. Stephen Fry verður kynnir í tíunda sinn og hlakkar hann mikið til. „Að vera kynnir á kvikmynda- verðlaununum hefur alltaf verið hápunktur ársins hjá mér,“ sagði hinn nýgifti leikari. „Að aðstoða akademíuna við að kynna kvik- myndagerð og hvetja fólk til að fara í bíó skiptir mig miklu máli.“ Auk þess að verðlauna fyrir kvikmyndir eru BAFTA-verðlaun- in einnig veitt fyrir afrek í sjón- varpi og tölvuleikjum. Hljómsveitin Kasabian stígur á svið á hátíðinni og sagði gítarleik- arinn Sergio Pizzorino í samtali við blaðið Daily Mail að það væri „gríðarlegur heiður“ að fá að opna hátíðina. Lofaði hann eftirminni- legri frammistöðu. Gamanmyndin The Grand Budapest Hotel hlaut flestar tilnefningar til BAFTA-verð- launanna, eða ellefu talsins, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Ralph Fiennes. The Theory Of Everything hlaut tíu tilnefn- ingar, þar á meðal í fjórum stærstu flokkunum. Birdman fékk einnig tíu tilnefningar en The Imita- tion Game fékk níu, þar á meðal fyrir bestu leikkonuna í aukahlut- verki, Keiru Knightley. Leikstjórinn Mike Leigh, sem var heiðursgestur RIFF-hátíð- arinnar hér á landi í fyrra, fær heiðurs verðlaunin BAFTA-Fel- lowship og kemst þá í hóp með ekki ómerkara fólki en Helen Mirren, Alfred Hitchcock og Steven Spiel- berg. Eftir að athöfninni lýkur á sunnudaginn mun hljómsveitin Molotov Jukebox leika fyrir dansi í eftirpartíi á hótelinu Grosvenor House. freyr@frettabladid.is Jóhann gæti unnið til BAFTA í fyrsta sinn á sunnudaginn BAFTA-verðlaunahátíðin verður haldin í London í 68. sinn á sunnudagskvöld. Jóhann Jóhannsson er tilnefndur fyrir tónlistina í The Theory Of Everything. Leikarinn Stephen Fry verður kynnir í tíunda sinn. KYNNIR Leikarinn Stephen Fry verður kynnir BAFTA-hátíðarinnar í London í tíunda sinn á sunnudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY 2014 Ólafur Arnalds hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Broadchurch. 2012 Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson hlaut BAFTA New Talent-verðlaunin í Skotlandi fyrir myndina No More Shall We Part. 2006 Latibær hlaut BAFTA fyrir besta alþjóðlega barnaefnið. 2005 Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin fyrir klippingu myndarinnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind. ÍSLENDINGAR OG BAFTA-VERÐLAUNIN JÓHANN JÓHANNSSON Tónlistarmaðurinn gæti bæst í hóp þeirra Íslendinga sem hafa hlotið BAFTA-verðlaunin. 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 4 -F F 8 0 1 3 A 4 -F E 4 4 1 3 A 4 -F D 0 8 1 3 A 4 -F B C C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.