Fréttablaðið - 04.03.2015, Side 10

Fréttablaðið - 04.03.2015, Side 10
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur á frábæru verði! Margar stærðir og gerðir Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 350 PVC mottur 50x80 cm1.590 66x120 cm kr 2.890 100x150 cm kr 5.590 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter 1.595 Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.845 6mm gúmmídúkur grófrifflaður 3.490pr.lm. einnig til 3mm á kr. 1.990 Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm 2.490 RÚSSLAND Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kist- an var höfð opin við Sakharov- miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sov- éttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtu- daginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkra- ínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánu- dag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horf- inn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evr- ópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfar- arinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Polit- kovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morð- inu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. gudsteinn@frettabladid.is Fjöldi fólks við útförina Boris Nemtsov var borinn til grafar í Moskvu í gær. Þúsundir manna voru við útförina. Kærasta hans sögð hafa fengið að fara til Úkraínu á mánudag. NEMTSOV KVADDUR Þúsundir manna fylgdu Nemtsov til grafar í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðing- ar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir. Meðal viðstaddra SKEMMTUN „Því miður er staðan sú að við ráðum ekki við þetta án fjár- hagsaðstoðar,“ segir aflraunamað- urinn Magnús Ver Magnússon, sem nú leitar fjárhagsaðstoðar hjá fyrir- tækjum og sveitarfélögum til að halda kraftakeppnir á Austurlandi. Að því er fram kemur í bréfi Magnúsar til sveitarfélaga er stefnt að því að halda bæði Austfjarða- tröllið og Valkyrju Íslands 2015 víðs vegar um Austurland í júlí eða ágúst. „Aflraunamenn og konur etja þar kappi við hrikaleg- ar aflraunir og við hverja aðra,“ segir Magnús. Gífurlegur kostnaður fylgir mótinu og þáttagerð fyrir sjónvarp að sögn Magn- úsar. „Því miður hefur innkoma okkar til að dekka kostnað ekk- ert aukist undanfarin ár, frekar minnkað eftir hrun. En allur kostn- aður hefur farið upp úr öllu valdi; kostnaður eins og leiga á rútu, sendibíl, eldsneyti og við þátta- gerðina svo eitthvað sé nefnt.“ Þá segir Magnús að gerður verði sjónvarpsþáttur um keppnina og hann afhentur fullunninn til RÚV. „Er fléttað saman við aflraunirn- ar hrikalegri náttúru, sögu stað- anna sem farið er á og lífi fólksins þar fyrr og síðar, þetta á að vera svona menningarþáttur í bland við krafta!“ - gar Magnús Ver segir kostnað upp úr öllu valdi: Austfjarðatröll þarf að fá hjálparhönd EFNAHAGSMÁL Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í árslok 2014 er metin neikvæð um 880 milljarða króna eða 45 prósent af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2014. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Til samanburðar var undir- liggjandi staða í lok þriðja árs- fjórðungs metin neikvæð um 929 milljarða króna. Undirliggjandi staða hefur því batnað á fjórða ársfjórðungi um 49 milljarða króna eða um 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Við lok árs 2014 var hrein staða við útlönd neikvæð um 7.835 milljarða. - ngy Staða við útlönd neikvæð: Neikvæð staða þjóðarbúsins SEÐLABANKI ÍSLANDS Við lok árs 2014 var hrein staða við útlönd nei- kvæð um 7.835 milljarða. KRAFTAKARL Magnús Ver Magn- ússon lofar hrika- legum aflraunum þegar sterkustu konur og karlar landsins etja kappi. 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 0 -0 A F 8 1 4 0 0 -0 9 B C 1 4 0 0 -0 8 8 0 1 4 0 0 -0 7 4 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.