Fréttablaðið - 04.03.2015, Side 11

Fréttablaðið - 04.03.2015, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 4. mars 2015 | FRÉTTIR | 11 Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. verður haldinn 26. mars 2015 Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 26. mars 2015 og hefst kl. 15:00. Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið reikningsár með athugasemdum endurskoðenda. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps félagsins á síðastliðnu reiknings ári og framlög í varasjóð. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins skal lögð fram og atkvæði greidd um hana. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum, ef borist hafa. – Fyrir liggur tillaga um breytingu á 18. gr. samþykkta félagsins sem felur í sér fækkun varastjórnarmanna úr fimm í tvo. 6. Kosning stjórnar félagsins. 7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. 8. Ákvörðun um þóknun stjórnar félagsins. 9. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 10. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum með framkvæmd endurkaupaáætlunar. 11. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem löglega eru upp borin. Hluthafar eiga rétt á að leggja mál og/eða ályktunar- tillögur fyrir fundinn ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekin fyrir verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsvæði félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Hægt er að senda tillögur eða ályktanir fyrir fundinn á veffangið stjorn@sjova.is. Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar er varða auglýsta dagskrárliði á aðalfundinum sjálfum. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsvæði félagsins, www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir. Atkvæðagreiðslur á aðalfundinum verða ekki skriflegar nema ef einhver fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal þó vera skriflegt ef fleiri eru í kjöri til stjórnar en kjósa skal. Kveðið er nánar um stjórnarkjör í samþykkt- um félagsins en kosið er eftir hlutfallskosningu. Athygli er þó vakin á ákvæðum samþykkta um hlutfall kynja í stjórn félagsins. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá atkvæða- seðla senda til sín og skal skrifleg beiðni þar um hafa borist félaginu a.m.k. fimm dögum fyrir auglýstan aðalfund. Hluthafar geta jafnframt vitjað atkvæðaseðla í höfuð- stöðvum félagsins frá sama tíma og greitt þar atkvæði. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað og mætt er fyrir helming hlutafjár í félaginu. Frestur til að tilkynna framboð til stjórnar lýkur fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Fram- boðseyðublöð er hægt að nálgast á vefsvæði félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur verða aðgengilegar á vefsvæði félagsins, www.sjova.is/fjarfestar/hluthafa- fundir að lágmarki tveimur dögum fyrir aðalfund. Endanleg dagskrá aðalfundar og fundargögn, þar á meðal tillögur stjórnar, sem lögð verða fyrir aðalfund eru birt á vefsvæði félagsins, www.sjova.is/fjarfestar/ hluthafafundir, og liggja frammi á skrifstofu þess í Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá kl. 14:30 á aðalfundardegi. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 3. mars 2015. Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. LANDBÚNAÐUR Með nýrri dýravel- ferðarlöggjöf á Íslandi og innleið- ingu nýrra reglugerða eykst frelsi og velferð dýra á hverju ári. Mikl- ar breytingar eru fram undan hvað varðar aðbúnað dýra og árið 2021 verður til dæmis hefðbundið búrhald fyrir fugla til eggjafram- leiðslu alfarið bannað. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýra- velferðar hjá Matvælastofnun, segir stærstu framförina felast í því að í dag sé litið á dýr sem skyni gæddar verur. „Ný lög um dýravelferð tóku gildi árið 2014 og í þeim er loks viðurkennt að dýr eru skyni gæddar verur. Auðvitað getum við gert betur en það hefur orðið mikil framför hvað varðar velferð dýra, þá sér- staklega eru auknar áherslur á frelsi dýranna. Að þau séu ekki í þröngum básum og hafi meira ferðafrelsi, segir Þóra, sem hefur borið saman nýja dýravelferðar- löggjöf við gildandi stefnu ESB í dýravelferðarmálum. „Á næstunni detta inn nýjar reglugerðir þar sem hugað er að því að bæta velferð alifugla. Hefðbundið búrhald fyrir fugla til eggjaframleiðslu verður bann- að frá 2021,“ segir Þóra frá og segir alifuglabændur hafa góðan tíma til að laga sig að breyttum reglum. „Það er mikill kostnaður falinn í breytingu á reglugerðum eins og þessum og því mikilvægt að gefa tíma til aðlögunar.“ - kbg Dýravelferð aukin með nýjum reglugerðum: Hefðbundið búrhald bannað árið 2021 BÚRHALD BANNAÐ Ný dýralöggjöf á Íslandi og reglugerðir ESB leiða til aukinnar velferðar dýra. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI REYKJAVÍK Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, lagði fram tillögu á borgar- stjórnarfundi í gær um að taka upp óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn líkt og tíðkast á Alþingi í óundirbúnum fyrir- spurnatíma ráðherra. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri sagði í umræðum um tillög- una, að talað væri um þennan dag- skrárlið á Alþingi sem „hálftíma hálfvitanna“. Hildur sagðist harma það að með þessum orðum Dags væri verið að ýja að því að minnihlut- inn þyrfti að passa sig hvernig hann myndi haga orðum sínum í þessum dagskrárlið ella myndi meirihlutinn hætta að bjóða upp á þennan dagskrárlið. - ngy Vill óundirbúnar fyrirspurnir: ,,Hálftími hálfvitanna“ HILDUR SVERRISDÓTTIR Borgarstjóri tók vel í tillöguna og sagði svona dag- skrárlið geta gengið í borgarstjórn. STJÓRNMÁL Drög að frumvarpi til breytinga á lögræðislögum eru nú til kynningar hjá innanríkis- ráðuneytinu. Það er liður í undir- búningi fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og felur í sér breyt- ingar vegna 12. gr. samningsins. Þá er í frumvarpinu brugðist við ábendingum og tillögum nefnd- ar Evrópuráðsins gegn pynding- um vegna heimsóknar hennar til Íslands árið 2012. Þá byggir frumvarpið á til- lögum sem komu fram um nauð- ungar vistanir í framhaldi af opnum fundi ráðuneytisins um mannréttindi geðsjúkra. - kbg Drög að breytingum: Úrbætur á lögræðislögum SVÍÞJÓÐ Brynvarðir sænskir bílar, 250 talsins, kunna að verða seldir til Íraks þótt sænsk yfir- völd heimili ekki vopnaútflutning til Íraks. Samkvæmt frétt sænska ríkis- útvarpsins voru brynvörðu bíl- arnir seldir til Tékklands árið 2010 í þeirri trú að tékkneski her- inn ætlaði að nota þá. Tékkar eru sagðir hafa gabbað Svía og tékkneskt einkafyrirtæki íhugar að selja sænsku herbílana til Íraks. - ib Svíar gabbaðir: Sænskir her- bílar til Íraks ALÞINGI Lögð var fram tillaga til þingsályktunar um eflingu brot- hættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda af Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, Steingrími J. Sigfúsyni og Steinunni Þóru Árna- dóttur, öll þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Þau álykta að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinna framtíðarstefnumörkun um efl- ingu brothættra byggða í samráði við Byggðastofnun og helstu hags- munaaðila. Til grundvallar stefnumörkun- inni fyrir minni sjávarbyggðir verði lögð verulega aukin byggða- festa veiðiheimilda. - ngy Ráðherra marki stefnu: Efling brot- hættra byggða 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F F -F C 2 8 1 3 F F -F A E C 1 3 F F -F 9 B 0 1 3 F F -F 8 7 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.