Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 15

Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 4. mars 2015 | SKOÐUN | 15 Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Lilja Sif Þorsteinsstóttir sálfræðingur flytur erindið „Ungt fólk og sorg“ á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, fimmtudagskvöldið 5. mars kl. 20 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Aðgangur ókeypis, allir hjartanlega velkomnir. Ungt fólk og sorgHagsmunir þjóðar varði leiðina Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mann sæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borg- ara er algerlega óásættan- leg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheim- ili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heim- ilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmála- menn tali um að efla heimahjúkr- un, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð. Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr líf- eyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleyp- inga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfald- lega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mán- uði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildar tekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eigna- upptöku. TR skerðir trygg- ingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyris- þegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum. Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norður- löndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórn- völd kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mann- réttindi eru einnig ítrekað brot- in á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóð- félagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borg- ara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Emb- ættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjör- um afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrek- að verið brotin á þeim. Staða aldraðra er mjög slæm „Örsmá er býflugan meðal fleygra vera en afurð henn- ar er sætari öllu lostæti. Hreyk þér ekki upp þótt þú berir glæst klæði og ofmetnast ekki þótt þú njót- ir sæmdar. Því að Drottinn gerir dásemdarverk og það sem hann aðhefst er mönnum hulið. Margur harðstjórinn hefur úr hásæti fallið og sá hlaut kórónu sem síst varði. Margur valdhafinn þoldi mestu smán og rómaðir menn lentu á valdi annarra“ (Síraksbók 11:3-6) Biblían er bók bókanna, það er engin spurning. Ég tala oft um hana sem „Orginalinn“. Ástæð- an er sú að ég hef markvisst sótt mikið af uppbyggilegum námskeið- um í m.a. stjórnun, sjálfstyrkingu og hópefli reglulega frá því ég fór á vinnumarkaðinn innan við tví- tugt. Það leið varla það ár sem ég fann ekki eitthvert nám- skeið til að sækja. Ótal margt lærði ég sem gerði mig betri í vinnu og bætti mitt persónulega líf. Fyrir um tíu árum fór ég svo á Alfa-námskeið sem breytti öllu mínu lífi. Á námskeið- inu kynntist ég lifandi trú, sem fram að því hafði fall- ið undir falleg ævintýr í mínum huga. Samhliða fór ég að lesa Biblíuna og uppgötvaði hið ótrúlega. Í Biblíunni, bók bókanna, fann ég nánast, ef ekki, allt sem ég var búin að læra á hinum námskeiðunum og hafði skipt máli. Ég tel mig því vera komna með frumritið, „Org- inalinn“. Ég þarf því bara eina bók í dag, les oft í henni og finnst hún ennþá einstök, eftir þessi tíu ár. Hér koma vers úr 1. Korintubréfi 13. kafla sem ég les oft vegna þess að þau minna mig á að vera alltaf góð við fólk: „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvell- andi bjalla. Og þótt ég hefði spá- dómsgáfu og vissi alla leyndar- dóma og ætti alla þekking og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.“ Hið íslenska biblíufélag er 200 ára í ár. Ég óska félaginu til ham- ingju með 200 árin. Megi Guð blessa áframhaldandi starf félags- ins. Hið íslenska biblíufélag 200 ára KJÖR ALDRAÐRA Björgvin Guðmundsson formaður kjara- nefndar Félags eldri borgara TRÚ Fríður Birna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar FJÁRMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ➜ Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þver- brotið. ➜ Ég þarf því bara eina bók í dag, les oft í henni og fi nnst hún ennþá einstök, eftir þessi tíu ár. Eitt hundrað milljarða hagnaður bankanna (80 milljarðar eftir skatta) á árinu 2014 er áminning um þau mistök sem gerð voru við endurreisn bankanna eftir hrun. Vegna ákvarð- ana sem þá voru teknar er bankakerfið of stórt og ávinningur af endurmetnu lánasafni kemur að mestu leyti í hlut kröfuhafa Arion banka og Íslandsbanka en ekki ríkisins sem þó bar áhættuna af endurreisninni. Lögum samkvæmt gilda strang- ar reglur um eignarhald á fjár- málafyrirtækjum. Sérstakar undanþágur í lögum þurfti til að heimila kröfuhöfum að eignast bankana á árinu 2009. Núgildandi lög heimila ekki slíkar undanþág- ur þannig að nú stæðist það ekki lög að afhenda kröfuhöfum bank- ana eins og gert var á sínum tíma. Samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Lands- bankans frá hruni er um 360 millj- arðar króna. Stór hluti þessa hagn- aðar kemur til vegna endurmats á lánasöfnum sem færð voru á helm- ingsafslætti yfir í nýja banka en eru mun meira virði. Meirihluti hagnaðarins til kröfuhafa Frá árinu 2009 hefur meirihlut- inn af 360 milljarða króna hagn- aði bankanna eftir skatta runnið til erlendra kröfu- hafa. Miðað við óbreytta gjaldeyrissköpun ræður íslenska hagkerfið ekki við að greiða arð af hagn- aðinum úr landi, nema því aðeins að sleppa því að greiða samningsbundnar afborganir af erlendum lánum. Það er hættulegt fyrirkomulag. Arðsemi eigin fjár bank- anna er langt umfram það sem aðrir atvinnurekendur eiga að venjast og það þó eigið fé bank- anna hafi safnast upp frá stofnun þeirra. Eigið fé bankanna þriggja er nú um 600 milljarðar króna og hefur meira en sjöfaldast að núvirði frá aldamótum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir háan rekstrarkostnað bankanna sem týnist inni í miklum hagn- aði þeirra. Rekstrarkostnaðurinn á árinu 2014 nam svipaðri fjár- hæð og ríkið ver til menntamála og menningarstarfsemi, eða um 80 milljörðum króna. Við eðlilegar aðstæður væri ástæðulaust að amast við góðri afkomu fyrirtækja. Uppspretta hagnaðar skiptir hins vegar máli og í tilviki bankanna sprettur hann að miklu leyti af endurmati á lána- söfnum og fákeppni. Aðgangs- hindranir eru óvenju miklar í bankastarfsemi, ekki síst vegna umfangsmikils regluverks. Ólík- legt er því að nýir aðilar ryðji sér til rúms á markaðnum með áherslu á lægri kostnað, minni þjónustu og betri kjör eins og gerst hefur á mörgum sviðum viðskiptalífsins og bylt áratugagömlum viðskipta- venjum. Bankar eru því betur varðir gegn samkeppni, innlendri sem erlendri, heldur en almennt tíðkast um fyrirtæki. Breytingar óhjákvæmilegar Á næstu árum eru breytingar á eignarhaldi bankanna óhjákvæmi- legar. Stjórnvöld þurfa að vinna að því að skipulag bankakerfisins tryggi skilvirka miðlun fjármagns til og frá heimilum og fyrirtækj- um á hagkvæman og öruggan hátt. Það er ekki hægt að nálgast greiðslujafnaðarvanda Íslendinga af léttúð. Af óskhyggju telja sumir að unnt sé að komast hjá efnahags- áföllum með því að styggja engan og halda öllum góðum, en slíkt er ekki raunhæft. Þvert á móti þarf skýra sýn og sterka forystu þar sem hagsmunir íslensku þjóðar- innar eru hafðir að leiðarljósi. ➜ Þvert á móti þarf skýra sýn og sterka forystu þar sem hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi. 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F F -D 9 9 8 1 3 F F -D 8 5 C 1 3 F F -D 7 2 0 1 3 F F -D 5 E 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.