Fréttablaðið - 04.03.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 04.03.2015, Síða 26
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Ég er ekki mikið fyrir að vera mjög kalt þannig að ég hef frekar ferðast innanlands á sumrin. Ég hef farið í fjölmarga venjulega hella víða um land og svo vinn ég við að fara með fólk ofan í Þríhnúkagíga en ég hafði ekki komið í íshelli áður,“ segir Tryggvi Gunnarsson leikstjóri. „Það var mögnuð upplifun að koma í íshellana, við fórum í tvo hella, öðrum hefur verið gefið nafnið Kristall, að ég held, en hinn ber ekki nafn svo ég viti til, enda nýmyndaður og á án efa eftir að hverfa fljótlega. Ég efast um að ég myndi rata í þann helli aftur, ég sat bara aftan í jeppa og hossaðist fram og til baka og svo vorum við komin að jökulsporðinum austan megin og þar var hellirinn. Það var ótrúlegt að koma inn í hellana, að sjá ævafornan ísinn og það er hægt að sjá endalausar myndir í honum ef maður notar smá ímyndunar- afl.“ Tryggvi segir hellinn vera marg- breytilegan eftir því hvar í honum er staðið. „Birtan inni í honum er ótrúlega falleg, einhvern veginn neonblá. Ég lagðist á bakið og horfði upp í loftið og virti fyrir mér ísinn. Ég kafa mikið og þetta var eiginlega alveg eins og þegar legið er ofan í grunnum sjó og horft á öldurnar brotna fyrir framan sig nema það er eins og öldurnar hafi verið frystar í tíma. Það er hægt að sjá rótið í ísnum og maður fær þessa endalausu hreyfingu sem jökullinn er á beint í æð. Hreyfingin í ísnum er svo hæg að það er erfitt fyrir mannsaugað að greina það í augnablikinu þó maður vissulega sjái hana á milli ára og mér fannst ótrúlegt að upplifa þetta.“ Íshellirinn var uppgötvaður fyrir örfáum árum. Suma daga er ófært í hann vegna breytinga sem eru miklar á þessu svæði og mælir Tryggvi með að fara ekki á þessar slóðir nema með reyndum leiðsögumönnum sem eru nokkrir í Suður sveit. „Ég mæli með því að fólk fari austur eftir, gisti og geri góða helgarferð úr þessu eins og við gerðum. Það spillti ekki fyrir að við fengum gott veður og geggjaða norður- ljósasýningu, það er engin ljósmengun þarna í sveitinni þannig að norður- ljósin njóta sín vel. Enda var þarna alveg krökkt af ferðamönnum, það var eins og við værum í safaríferð því þegar við keyrðum frá þjóðveginum niður að gististað var svo mikið af túristum sem stóðu og lágu á veginum og vildu ekki færa sig af því þeir voru að reyna að ná góðum myndum. Þetta var eins og að keyra í þjóðgarði í útlöndum að nóttu til og dýrin frjósa í bílljósunum og neita að hreyfa sig og það þarf að þræða á milli þeirra, þetta var ansi mögnuð ferð.“ ■ liljab@365.is MÖGNUÐ UPPLIFUN JÖKLAFERÐ Tryggvi Gunnarsson leikstjóri fór í fyrsta sinn í íshelli um helgina þegar hann fór ásamt vinum sínum í Kristalshelli í Breiðamerkurjökli. Ekki spillti fyrir að um kvöldið léku norðurljósin við hvern sinn fingur. VEL BÚINN Gott er að vera vel búinn þegar farið er á jökul. HRESS HÓPUR Hópurinn fór í Kristalshelli undir leiðsögn Ágústs Rúnarssonar hjá Iceland Magic Travel og skemmti sér vel. BRUGÐIÐ Á LEIK Birtan inni í hellinum er ótrúlega falleg að sögn Tryggva. AÐSENDAR MYNDIR/ ÁGÚST RÚNARSSON MIKILFENGLEGT Tryggvi inni í Kristalshelli ásamt þeim Herði Ellerti Ólafssyni og Halldóru Bjarkadóttur. MYND/HEÓ Aðalfundur Ferðafélagsins Útivistar verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2013 kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Skaftfellingabúð Laugavegi 178 4. hæð (eystri inngangur). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ferðafélagið Útivist AÐALFUNDUR Laugavegi 178 • Sími 562 1000 • www.utivist.is *P re nt m ið lak ön nu n Ca pa ce nt o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 0 -0 1 1 8 1 3 F F -F F D C 1 3 F F -F E A 0 1 3 F F -F D 6 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.