Fréttablaðið - 04.03.2015, Side 48
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 28
BAKÞANKAR
Viktoríu
Hermannsdóttur
„Það besta sem kom fyrir mig í
sambandi við listina er að ég get
unnið í friði án þess að fá trufl-
anir utan frá. Það er kosturinn
við að vera heyrnarlaus. Svo
hef ég augu sem ég sé og skynja
með,“ segir myndlistarmaður-
inn Gunnar Snær Jónsson eða
Gison Snaer, en hann hefur verið
heyrnarlaus frá fæðingu.
Hann opnaði í gær fyrstu
myndlistarsýningu sína, Gleym
mér ei, þar sem hann vinnur
með dýr í útrýmingarhættu. „Í
þetta sinn nota ég dýr, þar sem
ég er mikill dýravinur. Ég hef
alltaf verið meðvitaður um dýr
í útrýmingarhættu og ég fékk
í hjartað við að ímynda mér að
þessi fallegu dýr munu brátt
hverfa þar sem ekki er hugsað
nógu vel um þau,“ segir hann.
Í framhaldinu fór hann að
skoða undirtegundir kattardýra
sem eru í útrýmingarhættu og
komst að því að flestar tegundir
væru í hættu. „Ég fann nokkrar
tegundir sem ég vildi nota í lista-
verkin mín og kannaði margs
konar mynstur af upprunalandi
þeirra til þess að endurtúlka
menningu sem þessi dýr eiga
rótgróinn part í.
Markmiðið er svo að fá fólk til
að finna fyrir tengslum við þessi
dýr, því þau eru að hverfa, þess
vegna heitir sýningin „Gleym
mér ei“, því við ættum aldrei að
gleyma dýrunum,“ bætir hann
við. Í verkunum notar Gunn-
ar aðeins svart og hvítt, nema í
augu og nef dýranna. „Ég nota
litina táknrænt fyrir persónu-
leika þeirra, því þau eru ekki
bara hlutur heldur dýr með pers-
ónuleika og tilfinningar eins og
við. Þótt þú þekkir tígrisdýr í
sjón, hefur þú kannski ekki velt
fyrir þér persónueinkennum
þeirra og hvort þið gætuð verið
sálufélagar? Kannski vill svo til
að áhorfendur finni eitt af katta-
dýrunum sem minnir þá á sjálfa
sig og þar með gleyma þeim
aldrei. Þetta var ég með í huga
þegar ég gerði verkin,“ segir
hann.
Sýningin er á veitingastaðnum
Coocoo’s Nest á Grandagarði og
verður opin til 31. mars. - asi
Teiknar myndir af kattar-
dýrum í útrýmingarhættu
Myndlistarmaðurinn Gísli Snær Jónsson segir heyrnarleysið hjálpa sér í mikið í einbeitingu í listsköpuninni.
DÝRAVINUR
Gísli skoðaði
uppruna
dýranna sem
hann teiknar.
FRETTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Að stíga fram
Reglulega koma fram í fjölmiðlum hug-rakkir viðmælendur sem stíga fram
og segja sína sögu. Það er ekki auðvelt
skref að opna sig fyrir framan alþjóð um
mál sem fólk hefur í sumum tilfellum
þagað um nánast alla ævi. Bjarnheiður
Hannesdóttir sem sagði sögu sína í Kast-
ljósi á dögunum og þar áður í Frétta-
blaðinu er gott dæmi um þetta. Hún sagði
sína sögu til þess að sýna hversu alvarleg-
ar afleiðingar átröskun getur haft á fólk,
enda er hún sjálf lifandi dæmi um það.
Hún fór í hjartastopp eftir að hafa huns-
að aðvaranir lækna. Í dag er hún bundin
hjólastól, er með mikinn spasma og á
erfitt með að tjá sig. Vonandi verður
saga hennar til þess að einhverjir sem
þjást af þessum sjúkdómi leiti sér
hjálpar áður en það verður of seint.
Í NÓVEMBER á síðasta ári sagði
Fréttablaðið sögu Liönu Bel-
inska, kvensjúkdómalæknis frá
Úkraínu. Liana hefur starfað
á leikskóla hérlendis í átta ár
vegna þess að hún hefur ekki
fengið menntun sína metna
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Eftir umfjöllunina fór þingmaður
að skoða málin og það endaði með því að
Liönu voru boðnar nokkrar leiðir hjá lækna-
deildinni til þess að fá námið metið á sann-
gjarnari hátt en áður. Það mun hugsanlega
gera öðrum innflytjendum auðveldara fyrir
að fá menntun sína metna þegar komið er
hingað til lands.
ÞEGAR KASTLJÓSIÐ fjallaði um brot
Karls Vignis fyrir um tveimur árum þá
varð sprenging í tilkynningum kynferðis-
brota. Fjölmargir stigu fram og gerðu
upp sín mál, mál sem oft hafa stjórnað lífi
þeirra í allt of mörg ár. Fjölmörg þeirra
tengdust ekki Karli Vigni en vegna umræð-
unnar öðlaðist fólk hugrekki til þess að
skila skömminni þangað sem hún á heima,
nefnilega ekki hjá þeim sjálfum. Þetta eru
aðeins örfá dæmi af mörgum um fólk sem
tekið hefur það stóra skref að segja opin-
berlega frá misbeitingu eða brestum. Hvort
sem það er af völdum sjúkdóms, misnotkun-
ar eða misréttis. Allt skiptir þetta máli.
ÞAÐ ÞRÍFST svo margt í skjóli þöggunar
og þess vegna er svo mikilvægt þegar fólk
hefur kjark til þess að segja frá vegna þess
að yfirleitt hjálpar það ekki bara því sjálfu
heldur öðrum líka.
STILL ALICE 5:45, 8, 10:10
ANNIE 5:15
VEIÐIMENNIRNIR 8, 10:30
HRÚTURINN HREINN 5:45
8
10:40
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
o. siSAM
Magnaður þriller byggður á metsölubókinni
ÁÐUR EN ÉG SOFNA
Frá framleiðandanum Ridley Scott
Nicole Kidman Colin Firth Mark Strong
Tilnefnd til 3 óskarsverðlauna
Meryl Streep, Emily Blunt,
Chris Pine og Johnny Depp
ANNIE KL. 5.30
VEIÐIMENNIRNIR KL. 5.30 - 9 - 10.40
BIRDMAN KL. 5.30 - 8 - 10.40
ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 - ÍSL TEXTI
ANNIE KL. 5
INTO THE WOODS KL. 5
HRÚTURINN HREINN KL. 3.30
HOT TUB TIME MACHINE KL. 8 - 10.10
FIFTY SHADES OF GREY KL. 8 - 10.40
KINGSMAN KL. 8 - 10.45
PADDINGTON KL. 5.45 - ÍSL TAL
Save the Children á Íslandi
Kría Brekkan kemur fram
á Húrra í kvöld ásamt Áka
Ásgeirssyni og Gnúpverjunum í
Panos from Komodo.
„Tónleikarnir
eru á Óðinsdag
og Áki Ásgeirs
verður með og
kyndir undir
performans-
inum mínum
og bruggar ein-
hvers konar
minnisseið,“
segir Kristín Anna sem kemur
fram undir listamannsnafninu
Kría Brekkan, en hún spilaði lengi
með hljómsveitinni Múm og tók
þátt verkinu Visitor eftir Ragnar
Kjartansson.
Hún mun flytja efni sem hún
hefur samið á síðastliðnum tíu árum
og vinnur nú að því að taka upp.
Kvöldinu lokar svo sveitin Panos
from Komodo. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan níu á skemmtistaðnum
Húrra og er miðaverð 1.000-2.000
krónur. - gló
Kría Brekkan
á Húrra í kvöld
KRÍA BREKKAN
Markmiðið er svo að fá fólk til að finna fyrir
tengslum við þessi dýr, því þau eru að hverfa, þess
vegna heitir sýningin „Gleym mér ei“, því við ættum
aldrei að gleyma dýrunum.
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
0
-0
F
E
8
1
4
0
0
-0
E
A
C
1
4
0
0
-0
D
7
0
1
4
0
0
-0
C
3
4
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K