Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 50

Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 50
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR | SPORT | 30 HANDBOLTI Það er sannkallaður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld er tvö bestu lið Þýskalands – Kiel og Rhein-Neckar Löwen – mæt- ast í Mannheim. Þetta er leikur í átta liða úrslitum keppninnar og sigur- vegarinn kemst því í „Final Four“- helgina. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00. Kiel er með tveggja stiga forskot á Löwen í þýsku deildinni og sigur- vegarinn í þessum leik verður ansi líklegur til þess að fara alla leið í keppninni. „Þetta verður klárlega hörku- leikur. Bæði lið ætla sér á úrslita- helgina í Hamborg þannig að þetta verður athyglisvert,“ sagði Alfreð er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá á kafi í undirbúningi fyrir leikinn enda ekki þekktur fyrir að slá slöku við. Tvö bestu lið landsins „Ég held að það sé alveg á hreinu að þetta séu tvö bestu liðin í Þýska- landi í dag. Flensburg hefur verið óheppið með meiðsli en svo hafa strákarnir hans Geirs Sveinssonar í Magdeburg verið að spila rosalega vel síðustu mánuði.“ Það er nýr maður í brúnni hjá Löwen en Daninn Nicolaj Jacob- sen tók við þjálfarastarfinu af Guð- mundi Guðmundssyni. Alfreð segir að það sé ekki mikill munur á leik- stíl liðsins þó svo það sé kominn nýr þjálfari. „Þeir misstu tvo mikilvæga varnarmenn en að öðru leyti er þetta sama liðið. Þetta er nokk- urn veginn sami boltinn en smá áherslubreytingar eins og eðlilegt er þegar það kemur nýr maður,“ segir Alfreð en það situr örugglega í leikmönnum Löwen að hafa misst af þýska meistaratitlinum til Kiel í fyrra á grátlegan hátt. „Maður gleymir þessu ekki svo auðveldlega en svona er þetta. Þetta var virkilega sætt.“ Nokkrar breytingar urðu á liði Kiel milli ára og liðið fór frekar hægt af stað. Það er aftur á móti komið á mikla ferð núna og líklegt til afreka í öllum keppnum. „Við byrjum eiginlega alltaf frekar illa og það var kannski ekki mjög óvænt þar sem ég var með þrjá nýja útispilara og svo meidd- ust bæði Aron Pálmarsson og Filip Jicha í byrjun. Það var erfitt að vera án þeirra lengi. Burtséð frá fyrsta mánuðinum þá höfum við verið að spila mjög vel og alltaf betur og betur. Liðið er á réttri leið þó svo Jicha sé ekki almennilega kominn inn í þetta og Aron hafi verið að detta út nokkrum sinnum.“ Aron kom auðvitað meiddur til Kiel eftir HM eftir að hafa feng- ið heilahristing. Hann tók því ekki þátt í fyrstu leikjum liðsins eftir dvölina í Katar. „Staðan á honum virðist vera mjög góð núna. Það er ekki annað að sjá en að hann sé laus við allan hausverk og klár í bátana. Það munar um það fyrir okkur.“ Handan við hornið bíða leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Kiel datt ekki í lukkupott- inn þegar dregið var því Kiel spil- ar við nágranna sína og erkifjend- ur í Flensburg. Þessi lið mættust í úrslitum í fyrra og má því búast við hörkuleikjum. „Svona er þetta bara. Ef maður ætlar að komast til Kölnar þá verð- ur maður að mæta því sem kemur,“ segir Alfreð silkislakur og augljós- lega ekki mikið að velta sér upp úr þessu. „Við stefnum að því að vinna alla leiki og komast í allar úrslitakeppn- ir. Við gerum líka allt til að vinna deildina aftur. Þannig er þetta hérna en við tökum samt alltaf einn leik fyrir í einu. Ég gef aldrei upp mín persónulegu markmið en í Kiel er það þannig að það er aldrei neinn ánægður nema við verðum meist- arar.“ Erfið kynslóðaskipti hjá Íslandi Akureyringurinn Alfreð segir að það verði ekki eins miklar breyt- ingar hjá liðinu næsta sumar. Helsta breytingin verður sú að báðir markverðir liðsins fara og tveir nýir koma. Annar þeirra er Daninn Niklas Landin sem ver mark Löwen í dag. „Ég vildi endilega fá Landin og ætlaði að stilla honum upp með Johan Sjöstrand. Hann vildi samt frekar vera markvörður númer eitt hjá Melsungen þannig að við fengum annan í hans stað,“ segir Alfreð. Hann fylgdist vel með á HM í Katar en hvernig líst Alfreð á framtíð landsliðsins eftir dapra frammistöðu liðsins í Katar? „Ég veit það ekki alveg. Það eru kynslóðaskipti í gangi þarna sem gætu orðið erfið. Sérstaklega þar sem yngri leikmenn eins og Ólaf- arnir og Rúnar Kárason hafa verið mikið meiddir.“ henry@frettabladid.is Maður gleymir ekki lokadeginum í fyrra auðveldlega. Það var virkilega sætt. Alfreð Gíslason. SPORT MMA „Það er áhugi hjá UFC að fá Gunna á UFC-kvöldið í Las Vegas í júlí. Þetta er stærsta bardagakvöld ársins,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, en allt stefnir í að Gunn- ar keppi í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í júlí. Þá mun vinur og æfingafélagi Gunnars, Conor McGregor, keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaður- vigt gegn Jose Aldo. Þetta kvöld er það stórt að einnig verður titilbar- dagi í veltivigtinni, sem er flokk- urinn hans Gunna, þar sem meist- arinn Robbie Lawler mun mæta Rory McDonald. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og þeir hafa sagt við mig að þeir vilji hafa Gunna á þessu kvöldi. Vonandi gengur það eftir. Ég á nú ekki endilega von á því að Gunni verði á meðal aðalbardaga kvöldsins því það er kominn titil- bardagi í vigtinni hans þar. Það skiptir samt engu máli á svona stóru bardagakvöldi.“ Haraldur segir að þó bardagi Gunnars yrði ekki á meðal aðal- bardaganna yrði hans bardagi samt líklega í sjónvarpinu þar sem Gunnar sé það hátt skrifaður. „Ég myndi segja að það væru svona níutíu prósent líkur á því að það verði af þessu. Við erum að undirbúa okkur eins og það verði af þessu. Það kæmi mér mjög á óvart ef þetta gengi ekki upp. Það er samt ekkert vitað um neinn and- stæðing heldur,“ segir Haraldur bjartsýnn. „Ef af þessu verður þá mun Gunnar fara út nokkru áður enda langt ferðalag. Svo vill hann vera vel undirbúinn fyrir hvern þann andstæðing sem hann fær.“ - hbg 90 prósent líkur á að Gunnar keppi í Vegas Það lítur allt út fyrir að Gunnar Nelson keppi á sama kvöldi og Conor McGregor þann 11. júlí í Las Vegas. HVAÐ NÆST? Gunnar í sínum síðasta bardaga gegn Rick Story. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Aðeins titill gleður fólk í Kiel Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel eru á mikilli siglingu og líklegir til afreka í öllum keppnum. Líkt og alltaf er pressa á Alfreð að skila titlum í hús. Hann setur einnig mikla pressu á sjálfan sig að ná árangri. PRESSA Það er ætlast til þess að Alfreð Gíslason skili titlum á hverju einasta ári hjá stórliði Kiel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ENSKI BOLTINN ASTON VILLA - WBA 2-1 1-0 Gabriel Agbonlahor (23.), 1-1 Saido Berahino (67.), 2-1 Christian Benteke (90.). HULL - SUNDERLAND 1-1 1-0 Dame N‘Doye (15.), 1-1 Jack Rodwell (77.). SOUTHAMPTON - C. PALACE 1-0 1-0 Sadio Mané (83.). STAÐA EFSTU LIÐA: Chelsea 26 18 6 2 56:22 60 Man. City 27 16 7 4 57:27 55 Arsenal 27 15 6 6 51:29 51 Man. Utd 27 14 8 5 46:26 50 Southampt. 28 15 4 9 39:20 49 Liverpool 27 14 6 7 40:30 48 Tottenham 26 13 5 8 41:36 44 Swansea 27 11 7 9 31:34 40 West Ham 27 10 9 8 39:33 39 Stoke City 27 11 6 10 31:34 39 Newcastle 27 9 8 10 32:42 35 Crystal P. 28 7 9 12 31:39 30 WBA 28 7 9 12 26:36 30 Everton 27 6 10 11 33:39 28 Hull City 28 6 9 13 26:37 27 Sunderland 28 4 14 10 23:39 26 Aston Villa 27 6 7 15 15:38 25 QPR 26 6 4 16 27:45 22 Burnley 27 4 10 13 25:45 22 Leicester 26 4 6 16 24:42 18 LOKSINS Tim Sherwood vann fyrsta leik Aston Villa síðan í deildinni síðan í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Martin Hermanns- son, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður LIU Brooklyn- háskólans í efstu deild banda- ríska háskólakörfuboltans, var valinn í fimm manna nýliðaúrval NEC-deildarinnar sem kynnt var í gær. Martin skoraði 10,2 stig að meðaltali í leik og gaf 3,3 stoð- sendingar. Þá spilaði hann mest allra í sínu liði á tímabilinu eða 31,3 mínútur að meðaltali í leik. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Martin. Þessi öflugi bakvörður var tví- vegis kjörinn nýliði vikunnar í NEC-deildinni en samherji hans, Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, var einu sinni kjör- inn nýliði vikunnar. Annar liðsfélagi Martins, Nura Zanna, er í nýliðaúrvalinu ásamt þeim Junior Robinson úr Mount St. Francis, Marcquise Reed úr Robert Morris og Cane Broome úr Sacred Heart. - tom Martin valinn í nýliðaúrvalið GOTT ÁR Martin spilaði vel á fyrsta ári með LIU Brooklyn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upp- hafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félags- skaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gull- mola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrét Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanders- sonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breyt- ingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. - tom Kem sterkari til baka og get vonandi toppað 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 0 -0 A F 8 1 4 0 0 -0 9 B C 1 4 0 0 -0 8 8 0 1 4 0 0 -0 7 4 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.