Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 54

Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 54
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34 „Svolítið erfið spurning því slagurinn stendur á milli þriggja staða, KFC, Nings og BK kjúklings, en þetta eru allt mínir uppáhalds- staðir.“ Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari BESTI SKYNDIBITINN „Ég byrjaði að safna múmínálfa- bollum fyrir fjörutíu og níu vikum, þá gáfu mágkonur mínar mér mína fyrstu tvo bolla. Hundurinn minn braut annan svo ég fór og keypti nýjan. Svo átti ég afmæli og þá bættist við. Þá var ég komin með safn,“ segir Gestný Rós Guð- rúnardóttir, múmínálfabollaaðdá- andi og ötull safnari. Gestný hefur komið sér upp veglegu safni sem samanstendur af þrjátíu og tveimur mismunandi bollum og sautján skálum merkt- um hinum finnsku múmínálfum. Að auki hefur hún sankað að sér múmínseglum á ísskápinn, sér- stakri múmínsleif og -dós, svo eitthvað sé nefnt. Hún telur ekk- ert merkt Múmínálfunum sér óvið- komandi. Fýluferð til London „Við kærastinn skruppum til Lond- on í fyrra til að heimsækja tiltekna múmínbúð sem ég hafði haft auga- stað á í dálítinn tíma. Svekkelsið varð því umtalsvert þegar í ljós kom að ég átti þegar hvern ein- asta bolla sem þar var seldur. Ég kom sárlega tómhent heim,“ segir Gestný skúffuð og bætir við að henni þyki enginn múmínbolli ljót- ur. „Er bara hægt að sleppa því að kaupa einn bolla af því að hann er síðri en hinir? Ég þarf að eiga þá alla og svo læri ég bara að elska þá ef í harðbakkann slær. Hver einn og einasti er ómissandi fyrir heildina.“ Draumurinn að komast í pílagrímsferð til Finnlands „Draumurinn er að komast í verk- smiðjuna úti og kíkja í Múmín- land. Toppurinn væri að fara með Írisi vinkonu minni en við ræðum stundum hve mikið okkur langar að leggja land undir fót og komast saman í góða múmínferð.“ Gestný hafði ekki vanið sig á kaffidrykkju fyrr en hún fór að hlaða í safnið. „Ég drakk aldrei kaffi fyrr en ég fékk þessa bolla, þá byrjaði ég á því til þess að njóta þeirra til fulls. Nú drekk ég alltof mikið kaffi,“ segir hinn ástríðu- fulli múmínbollasafnari. Gestný kaupir marga bolla hér- lendis en hún hefur einnig þurft að teygja sig út fyrir landsteinana eftir nýju efni. Dýrustu bollarnir í Alveg skilyrðislaus ást á múmínálfum „Ég þarf að eiga þá alla og svo læri ég bara að elska þá ef í harðbakkann slær,“ Gestný Rós Guðrúnardóttir er forfallinn múmínálfaaðdáandi. MÚMÍNBOLLASJÚK Þessir eru hennar uppáhalds þótt hún sjái ekki ástæðu til að gera of mikið upp á milli þeirra. MÚMÍNGALLI OG BOLLASÝKI Gestný Rós er mögulega einhver mesti múmínálfa- aðdáandi á landinu og þótt víðar væri leitað. MYND/KAMELA RÚN safn- inu hafi kost- að hana tólf þús- und krón- ur hingað komnir. „Reyndar ætlaði ég ekkert að segja frá þessu,“ segir hún og skellir upp úr. „Múmínálf- arnir eru svo krúttlegir. Það er líka svo gaman að safna einhverju og allir hafa gaman af að fá sopa úr svona bolla,“ segir Gestný að lokum. gudrun@frettabladid.is PANTAR AF NETINU Gestný leitar fanga víða og eBay hefur gagnast henni vel. Þessir bollar kostuðu hana skildinginn en hún sér ekki eftir krónu. NAUTA TATAKI Nautatataki, chili, kóriander, kex TÚNA Kolaður túnfiskur, bonito-gljái beikon, sítrónugrassmajó, kex NÆTURSALTAÐUR ÞORSKHNAKKI Grillað toppkál, blaðlaukur, quinoa, beurre blanc HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · KOLRESTAURANT.IS Borðapantanir í síma 517 7474 eða info@kolrestaurant.is NÝR SPENNANDI MATSEÐILL Brot af því besta: Verslanir Söstrene Grene í Smáralind og Kringlu eiga von á nýrri heimilislínu í vikunni og er þetta í fyrsta sinn sem svo stór lína kemur í búðir hjá þeim. Síðastliðið haust kom, eins og frægt er orðið, lína með hliðarborðum frá þeim og var eftirspurnin svo mikil, þar sem borðin voru í takmörkuðu upp- lagi, að á tímabili var slegist um borðin í verslun- inni. Það má því jafnvel búast við því að beðið verið í röðum eftir nýju línunni. „Fólk hefur aðeins verið að hringja og forvitnast um línuna, en ég veit ekki hvort það verða raðir fyrir utan eins og með borð- in. Við búumst svo sem ekki við því, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Brynja Scheving, eigandi Söstrene Grene á Íslandi, aðspurð hvort þau búist við látum á föstudag. Húsbúnaðurinn, sem verður einungis í takmörk- uðu upplagi, var væntanlegur til landsins í gær og reiknaði Brynja með að hann yrði kominn í verslanir á föstudagsmorgun. „Þetta er rosalega flott lína, smá svona „industrial“ fílingur. Við erum að fá í fyrsta sinn ljós og lampa ásamt fleiru fallegu,“ bætir hún við. Verður slegist um nýju línuna? Ný lína er væntanleg í Söstrene Grene en slegist var um hliðarborð í versluninni í fyrra. VINSÆL Ljósastæði sem þessi hafa verið vinsæl undanfarið svo búast má við að þau seljist upp. Fólk hefur aðeins verið að hringja og forvitnast um línuna, en ég veit ekki hvort það verða raðir fyrir utan eins og með borðin. Brynja Scheving, eigandi Söstrene Grene. ● Bollarnir eru framleiddir af finnska keramikfyrirtækinu Arabia. ● Fyrsti múmínborðbúnaðurinn var framleiddur árið 1950. ● Múmínbollarnir eins og við þekkjum þá voru fyrst framleiddir árið 1990. ● Bollarnir eru hann- aðir af Tove Slotte með teikningum eftir Tove og Lars Jansson. ● Þrjár til fimm nýjar teg- undir af bollum eru framleiddar á hverju ári, með bollum sem framleiddir eru í takmörkuðu upplagi eins og jólaútgáfur. ● Einn verðmætasti bollinn var jólabollinn sem framleiddur var fyrir Fazer-kaffihúsið og Stock- mann-stórverslunina, árið 2004. Aðeins voru gerð 400 stykki af honum og er hann falur á upp- boðssíðum fyrir 300- 650 þúsund íslenskar krónur. FRÓÐLEIKUR UM HINA SÍVINSÆLU MÚMÍNBOLLA Ég drakk aldrei kaffi fyrr en ég fékk þessa bolla, þá byrjaði ég á því til þess að njóta þeirra til fulls. Nú drekk ég alltof mikið kaffi. Gestný Rós Guðrúnardóttir Múmín-aðdáadni BROT AF SKÁLASAFNINU Gestný er áhugasöm um allt sem tengist Múmín- álfunum 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F F -E 3 7 8 1 3 F F -E 2 3 C 1 3 F F -E 1 0 0 1 3 F F -D F C 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.