Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 8
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 aðalfundur eimskipafélags íslands hf. Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík. reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti, þar til endanleg dagskrá og tillögur birtast tveimur vikum fyrir fundinn. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.is/in- vestors/agm Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthöfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.is/investors/agm aðrar upplýsingar Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.is/investors/agm Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 má tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum fyrir aðalfund. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi. Reykjavík, 5. mars 2015 Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. drög að dagskrá 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar á reikningsárinu 2014 4. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins 5. Kosning stjórnar félagsins 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna og undirnefnda stjórnar 7. Kosning endurskoðenda 8. Önnur mál, löglega upp borin Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is Tækifæri Íslands til að bregðast við losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar liggja ekki síður í kolefnisbindingu en minni losun. Allt í senn liggja þessi tækifæri í landgræðslu, skógrækt og endur- heimt votlendis. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindum á ráðstefnu Lands- virkjunar í gær þar sem leitast var við að svara spurningunni hvern- ig fyrirtæki gætu helst unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum. Bjarni Diðrik Sigurðsson, pró- fessor í skógfræði við Landbúnað- arháskóla Íslands, hóf erindi sitt með því að hnykkja á mikilvægi þess að þekktum staðreyndum um loftslagsbreytingar og ástæð- ur þeirra væri haldið til haga – en nokkurn misbrest sagði hann á því í opinberri umræðu og mikið af mis- vísandi upplýsingum í fjölmiðlum. Okkur lífsnauðsynlegt Gróðurhúsaáhrif eru náttúrulegt ferli, sagði Bjarni og undirstaða alls lífs á jörðinni. Náttúruleg áhrif gera það að verkum að hita- stig á jörðinni er 33 gráðum hærra en það annars væri og koma í veg fyrir að hér sé eilífur fimbulvetur og að jafnaði um 15 gráðu frost. Allar mælingar sýna að hlýnun í lofthjúpnum er um 0,85 gráður á heimsvísu, og hlýnunin er stað- reynd. Deilan snýst um hvað veld- ur hlýnuninni – er þetta hitasveifla eða af mannavöldum? Skilningur manna hefur aukist mikið á síðasta áratug, og til þess tíma glímdu menn við spurninguna hvort það ætti í raun að vera mun hlýrra en raunin var. Grundvallarbyltingin í skilningi manna á þessum málum fólst í auknum skilningi á því hvað vegur upp á móti hlýnuninni, eða brennisteinslosun frá eldgosum, agnir frá opnum bruna og ýmis efnasambönd frá iðnaði – önnur en þau sem valda hlýnun. Hefði þetta þrennt ekki komið til væri hlýn- unin rétt tæplega helmingi meiri en raun ber vitni. Koldíoxíð, sem er helsti sökudólgur hlýnunar, er undirstaða alls lífs á jörðinni sem skýrir bindingu kolefnisins sem mikilvægrar leiðar til að vinna gegn hlýnun. Stóri hamarinn Hvaða máli skiptir binding kol- efnis? Á hverju ári sendum við frá okkur níu milljarða tonna af kol- efni út í andrúmsloftið, en náttúr- an sér um að binda 60% af því. Á þessu sést mikilvægi kolefnisbind- ingar í samhengi við umræðuna um loftslagsmál. „Það er engin önnur varanleg lausn til að bregðast við þessum vanda en að finna nýjan orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis,“ sagði Bjarni og bætti við að með því að beita aðferðum við að draga gróð- urhúsalofttegundir úr andrúms- loftinu gæti mannkyn keypt sér tíma til að finna varanlegar tækni- lausnir. Hvað áhrif hlýnunar varð- ar bætti Bjarni við, til að kveða niður drauga í umræðunni: „Loft- lagsáhrifin munu ekki koma eins og hamar sem brýtur samfélög, þetta eru hægvirkar breytingar sem fyrst og síðast munu sjást í meiri óstöðugleika.“ Tækifærin á Íslandi Í fleiri en einu erindi kom fram að helsta uppspretta gróðurhúsaloft- tegunda hérlendis væru samgöng- ur á sjó og landi. Þar liggja sóknar- færi íslenskra fyrirtækja ekki síst til að sýna hug sinn í verki. Bryndís Skúladóttir, forstöðu- maður umhverfismála hjá Sam- tökum iðnaðarins, sagði atvinnu- lífið vera stóran hluta vandans því þar væri stór uppspretta gróður- húsalofttegunda, en á sama hátt væri það mikið hreyfiafl sem gæti skilað stórtækasta árangr- inum. Hún tók stóriðju sem dæmi um framþróun og góðan árangur við að minnka losun. Losun á hvert tonn af áli sem framleitt er hér á landi hefur minnkað um 70% frá því árið 1990 – en heildarlosunin hefur aukist samhliða mun meiri framleiðslu. Bryndís sagði erfitt að minnka losun frá áliðnaði því tæknilega yrði vart náð lengra. Hins vegar er því svarað með sam- starfi í verkefnum í landgræðslu, skógrækt og fleiru sem skilar kol- efnisbindingu á móti útblæstri. Bryndís sagðist binda miklar vonir við orkuskipti í samgöngum og sú þróun sem farin væri af stað yrði ekki stöðvuð úr þessu. R ag n heiðu r Óla fsdót t i r, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, benti á að losun vegna orkufram- leiðslu hér á landi væri óveruleg, öfugt við helstu uppsprettuna erlendis með kola- og olíukynntum orkuverum. Útstreymi frá jarð- gufuvirkjunum er 75% af heildar- losun frá starfsemi Landsvirkj- unar, losun frá lónum er 24% af heildarlosun og 1% frá brennslu jarðefnaeldsneytis, frá rafbúnaði og urðun úrgangs. Til að mæta þessu vinnur Landsvirkjun með Landgræðslunni, Skógræktinni og Kolviðum að bindingu kolefna með margvíslegum verkefnum. Fáum ekki hamarshögg í hausinn Þó mikilvægt sé að fyrirtæki og einstaklingar dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda þá liggja tækifæri Íslands kannski ekki síður í kolefnis- bindingu með landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Umræða um loftslagsmál er oft villandi og full af upphrópunum. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is STJÓRNMÁL Í gær voru sérstakar umræður um málefni geðsjúkra fanga á Alþingi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp málefni fanga með alvarlegan geð- sjúkdóm sem dvaldi lengur í ein- angrunarvarðhaldi en hollt getur talist fyrir nokkra manneskju, eða í meira en tvo mánuði. Málefni fangans urðu ljós fyrir tveimur árum og var fjallað um aðstæður hans í Kastljósi. Enn hefur ekkert verið gert til að færa málefni geð- sjúkra fanga í rétt horf þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi beint tilmælum til bæði innanrík- is- og velferðarráðherra og Fang- elsismálastofnunar. Enginn geð- læknir starfar nú á Litla-Hrauni. „Ég átti bágt með að trúa því að það gæti gerst á okkar landi að nokkur maður gæti verið hafður í einangrunarvarðhaldi í rúma tvo mánuði, en svo er víst.“ Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði málaflokkinn þann erfiðasta sem ráðuneytið hefur tekist á við. „Staðan núna er sú að það er enginn geðlæknir starfandi á Litla-Hrauni, það hefur verið vandasamt að fá geðlækni þangað til starfa.“ - kbg Róbert Marshall gagnrýnir aðgerðaleysið: Málefni geðsjúkra fanga í ólestri ENGINN GEÐLÆKNIR Á Litla Hrauni er enginn starfandi geðlæknir. Róbert Marshall gagnrýnir aðgerðarleysi stjórn- valda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI „Það vita það allir að ef konur á barneignaraldri vilja ekki búa á svæði þá er það nánast dauðadómur,“ segir Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, um þá staðreynd að ekki er boðið upp á ómskoð- un fyrir verðandi mæður á Vestfjörðum. Fréttablaðið greindi frá því og það varð Sigríði tilefni til að reifa málið á Alþingi og senda Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigð- isráðherra fyrirspurn um málið. Sigríður spyr hvaða þjónusta barnshafandi konum sé veitt á heilbrigðisstofn- unum og hver þátttaka ríkisins sé vegna ferða- og gistikostnaðar þurfi þær að sækja þjónustu utan starfstöðva heilbrigðisstofnana. „Það skiptir auðvitað mjög miklu máli, þó ekki sé hægt að halda uppi fæðingarþjónustu alls staðar við barnshafandi mæður, að hún sé sem best og þær þurfi ekki í tíma og ótíma að vera að fara út af mjög eðlilegum og einföldum skoð- unum í raun og veru, um lang- an veg með ærnum tilkostnaði og vinnutapi,“ segir Sigríður í samtali við Fréttablaðið. - kóp Svæði án kvenna í barneign nánast dauðadæmd: Spyr um ómskoðun SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR ROFABARÐ Með því að græða upp land og klæða það skógi má vinna stóra sigra gegn hlýnun jarðar. MYND/ÞRÖSTUR EYSTEINSSON Það er engin önnur varanleg lausn til að bregðast við þessum vanda en að finna nýjan orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 4 -8 8 2 C 1 4 0 4 -8 6 F 0 1 4 0 4 -8 5 B 4 1 4 0 4 -8 4 7 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.