Fréttablaðið - 05.03.2015, Page 20

Fréttablaðið - 05.03.2015, Page 20
5. mars 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkis- fyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða sam- keppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjar- skiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærð- ur frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í ein- stökum þjónustuflokkum í samkeppnis- rekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða sam- keppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjór- anum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlits- aðilum okkar um að við séum að gera eitt- hvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagsleg- an aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dag- sektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgeng- izt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki sam- þykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslands póstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaf- lega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkis- fyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér? Misskilningur í postulínsbúðinni SAMKEPPNI Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda R æða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrradag endur- speglar stefnu sem heimsbyggðin hefur mátt horfa upp á áratugum saman af hendi lands hans. Böðlast skal áfram með ófriði, hvað sem tautar og raular. Í ræðunni fann Netanjahú allt til foráttu viðræðum sem langt eru komnar um kjarnorkuáætlun Írans. Hann hefur raunar í nærri tvo áratugi haft uppi dómsdagsspár um yfirvofandi kjarnorkuvopnaógn sem af Íran stafi, án þess að þar hafi nokkuð gengið eftir. Hann sagði áætlunina (sem enginn veit enn hvernig lítur út) ógna heimsbyggðinni allri. Viðhorf hans hafa mætt heilmikilli gagnrýni á heimsvísu, enda ljóst að samningur og eftirlit í Íran hlýtur fremur að vera steinn í götu þróunar kjarnorku- vopna þar en að flýta fyrir henni. Þannig hefur Obama Banda- ríkjaforseti bent á að ekkert nýtt hafi komið fram í ræðunni og engar lausnir þar að finna. Einhver kynni líka að segja að forsætisráðherra Ísraels sé glöggur á flísina í auga náungans, en blindur á bjálkann í eigin auga. Í það minnsta var ekki að trufla hann feluleikur Ísraels með eigin kjarnorkuvopn, stríðsglæpir og ofbeldi í garð Pal- estínuaraba og ólögleg landtaka með margítrekuðum brotum á alþjóðasamþykktum og -lögum. Eins kynni líka einhverjum að þykja holur hljómur í herkvaðningu Netanjahús gegn hryðju- verkum, verandi ráðherra ríkis sem á rót stofnunar sinnar í hryðjuverkum og ofbeldisverkum í garð Breta sem áður fóru með landstjórn í Palestínu. Bandaríkjamönnum til hróss má segja að heimsókn Netanjahús í öldungadeildina var ekki óumdeild. Tugir þing- manna voru fjarverandi, flestir demókratar, auk sjálfs forseta Bandaríkjanna, Baracks Obama. Aðstoðarmenn þingmanna voru hvattir til að fylla auð sæti til þess að forsætisráðherrann þyrfti ekki að hafa hálftóman salinn fyrir augunum. Frekar pínlegt. Uppistand Netanjahús á Bandaríkjaþingi er hins vegar ástæða til að bregða ljósi á að nú, hálfu ári eftir svívirðilega árásahrinu Ísraels á óbreytta borgara á Gasa sem lauk með vopnahléi í september í fyrra, hefur uppbygging á svæðinu ekki komist af stað á ný svo neinu nemi og herkví Ísraels um Gasa með öllum sínum takmörkunum enn við lýði. Rifja má upp, líkt og gert er í nýrri umfjöllun hjálparsamtakanna Oxfam, að yfir hundrað þúsund heimili Palestínumanna voru eyðilögð í árásunum. Væntanlega er Netanjahú ljóst að ræða hans á Bandaríkja- þingi kemur ekki til með að skipta nokkru máli varðandi nýjan fjölþjóðasamning við Íran um kjarnorkueftirlit, né heldur hafa áhrif á stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. Herská ræða hans er til heimabrúks í komandi þingkosningum í Ísrael, sem fram fara eftir um hálfan mánuð. Óskandi er að herskáir ofbeldis- menn zíonismans, á borð við Benjamín Netanjahú, beri skarðan hlut frá borði í þessum kosningum og til valda komist skynsamt fólk sem getur látið af ofbeldi og ofríki í garð nágranna sinna í Palestínu. En líkast til er það langsótt. Netanjahú er blindur á bjálkann í eigin auga: Til heimabrúks Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Barnsleg og einlæg sjálfumgleði Ekki skal það selt dýrara verði en látið var fyrir í upphafi kaupferils, en sú saga gengur fjöllunum hærra að RÚV hafi opnað nýjan vef í vikunni. Það er alltaf gaman og fallegt að fylgjast með fólki sem er ánægt með eigin störf, til eru þeir sem enn tala um handrið sem þeir smíðuðu og settu upp fyrir tuttugu árum og sjá má á göngustígum borgarinnar. Barnsleg gleði yfir eigin verkum er einmitt það, barnsleg– og börn eru krútt. Daginn sem vefurinn var opnaður mátti heyra nýmiðl- astjóra RÚV útlista kosti nýju síðunnar í morgunfréttum, öðrum morgunfréttum, Morgunútgáfunni og Virkum morgnum (já, morgundagskrá RÚV leggur áherslu á morgnana í þáttaheitum) og svo var hann kynntur til sögunnar í hádegisfréttum. Um dagskrá nýmiðlastjórans eftir hádegi er ekki vitað, þar sem almenn störf trufluðu hlustun þess er hér ritar. Til hamingju Ísland Fáir glöddust jafn mikið og Elísabet Ólafsdóttir, samskiptafrömuður RÚV. RÚV óskaði þjóðinni til hamingju með RÚV á Facebook-síðu RÚV með orðunum: „Til hamingju Ísland!“ En að allt öðru. Einu sinni var stjórn- málamaður í Bandaríkjunum sem heitir Al Gore. Hann álpaðist til þess að láta sem hann hefði átt mikinn þátt í umbyltingu internetsins, en uppskar ekkert nema hlátur og hæðnisglott. Hættum þessu spéi Össur Skarphéðinsson er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann ræddi á þingi í gær eitt af hjartans málum sínum, vöxt og viðgang lífríkisins í Þingvallavatni, en þó sérstaklega urriðans. Og svo virtist sem Össuri leiddist karp samþings- manna sinna um ómerkilega hluti, að minnsta kosti hóf hann mál sitt á þessum orðum: „Herra forseti. Það er sannarlega tímabært að Alþingi taki upp alvöru mál.“ Skemmtilega einlæg opnun á hjartans mál þingmannsins. kolbeinn@frettabladid.is 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 4 -7 E 4 C 1 4 0 4 -7 D 1 0 1 4 0 4 -7 B D 4 1 4 0 4 -7 A 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.