Fréttablaðið - 05.03.2015, Qupperneq 44
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 32
Nýr og endurbættur vefur
fasteignir.is
Í vikunni voru átján nýjar risaeðlur kynntar á
vefsíðu sem helguð er kvikmyndinni Jurassic
World, en myndin verður frumsýnd í sumar.
Vefsíðan er látin líta út fyrir að vera vefsíða
skemmtigarðs sem ber sama heitið og er sögu-
svið myndarinnar. Á vefsíðunni er saga hverrar
risaeðlu fyrir sig rakin, sem mun væntanlega
dýpka upplifun þeirra sem horfa á myndina.
Kvenkyns Rex
Búið er að kynna leikföng sem fara nú í sölu
samhliða kynningu á myndinni. Jurassic World-
leikföngin voru kynnt á leikfangahátíð í New
York. Þar kom í ljós að ein helsta risaeðla kvik-
myndarinnar gengur undir nafninu Indominus
rex og verður kvenkyns. Í myndinni verður hún
genabætt; sneggri, sterkari, klárari og hreyfan-
legri útgáfan af hinni þekktu T-Rex-risaeðlu í
fyrri myndunum.
22 árum síðar
Sögusvið hinnar nýju Jurassic World er það
sama og í síðustu myndinni. Tuttugu og tvö ár
eru síðan áhorfendur fengu síðast að skyggnast
inn í lífið á Isla Nublar, þar sem Jurassic Park
var reistur. Nýja myndin fjallar um tilraunir
til þess að auka aðsókn í Júragarðinn, eftir að
sífellt færri eru farnir að heimsækja hann. Eins
og í fyrri myndunum draga slíkar tilraunir dilk
á eftir sér.
Tíu árum á eftir áætlun
Þessa nýju mynd um risaeðlurnar í Júragarð-
inum átti að frumsýna fyrir tíu árum. En ekki
tókst að sættast á handrit sem þótti sæma
seríunni fyrr en árið 2011. Með aðalhlutverk í
myndinni fara Chris Pratt, Bryce Dallas How-
ard, Judy Greer og Vincent D’Onofrio. Leik-
stjóri myndarinnar er Colin Trev orrow, sem er
þekktastur fyrir leikstjórn sína í gamanmynd-
inni Safety Not Guaranteed.
kjartanatli@frettabladid.is
AFMÆLISBARN DAGSINS
Grimmar eðlur enn í Júragarðinum
Átján risaeðlur sem munu sjást í Jurassic World hafa verið kynntar til leiks á vefsíðu kvikmyndarinnar. Myndin verður sýnd í þrívídd.
MIKLAR VINSÆLDIR Jurassic Park-
myndirnar voru mjög vinsælar á tíunda
áratugnum. Enn má upplifa stemn-
inguna í myndinni í Universal-garðinum
í Flórída-fylki í Bandaríkjunum.
7,2/10 64%
FRUMSÝNINGAR
7,0/105,0/10 7,3/1055%
RÓA SIG! Hér má sjá skjáskot úr nýju myndinni. Tilraunir til þess að auka aðsókn í Júragarðinn fara forgörðum.
41 árs Matt Lucas leikari
Þekktastur fyrir: Little Britain,
Shaun of the Dead.
Chappie
Spennumynd
Helstu leikarar: Hugh Jackman,
Sigourney Weaver
Focus
Gamanmynd
Helstu leikarar: Will Smith, Margot
Robbie, Rodrigo Santoro
The Duff
Gamanmynd
Helstu leikarar: Mae Whitman, Bella
Thorne, Robbie Amell
The Grump
Gamanmynd
Helstu leikarar: Antti Litja, Iikka
Forss, Mari Perankoski
0
4
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
4
-6
0
A
C
1
4
0
4
-5
F
7
0
1
4
0
4
-5
E
3
4
1
4
0
4
-5
C
F
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K