Fréttablaðið - 05.03.2015, Side 46

Fréttablaðið - 05.03.2015, Side 46
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 34 Dyr Hverfisbarsins heitins verða opnaðar á ný á föstudag. „Okkur langaði að draga fram gamla andann sem var á staðnum,“ segir Bjarni Hall- grímur Bjarnason, einn aðstandenda staðarins. Margir muna eftir Hverfisbarnum en honum var lokað árið 2010. Síðan þá hafa verið þar stað- ir eins og Bankinn, Buddah bar, Mánabar og nú síðast Park. „Nýi staðurinn verður mjög líkur þeim gamla, en talsvert nútímalegri. Barinn og básarnir munu minna svolítið á gamla staðinn,“ segir Bjarni. Staðurinn verður opinn fimmtudaga til laugar- daga. „Á gamla Hverfisbarnum voru fimmtudag- arnir mjög vinsælir, og okkur langar svolítið að vekja upp þá stemningu aftur,“ segir hann. Staðurinn verður opnaður með pompi og prakt á föstudagskvöld. „Það væri gaman að fá gamla Hverfisliðið aftur á staðinn, við erum kannski svolítið að reyna að kalla á það aftur inn á stað- inn,“ segir Bjarni hress. Staðurinn verður opnað- ur eins og áður sagði á föstudag klukkan sjö. - asi Kalla á allt gamla Hverfi sliðið Aðdáendur Hverfi sbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. ALLT AÐ GERAST Bjarni býður gamla og nýja Hverfis- barsaðdá endur velkomna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Á gamla Hverfisbarnum voru fimmtudag- arnir mjög vinsælir, og okkur langar svolítið að vekja upp þá stemningu aftur. FJÖRUG VIKA HJÁ FRÆGUM Það er alltaf jafn gaman að líta yfi r vikuna hjá fræga fólkinu og sjá hvað dreif á daga þess. Að venju var ekki lognmolla í kringum stjörnurnar þegar þær sinntu vinnu sinni eða bugðu á leik með aðdáendum. Grínistinn Ricky Gervais var alsæll, af svipnum að dæma, á heimsfrumsýningu House of Cards. Svo kátur var hann að hann smellti í eina sjálfsmynd með aðdáendum. Leikarinn Antonio Banderas hafði meiri áhuga á því að taka sjálfsmynd með kærustu sinni, Nicole Kimpel, en að fylgjast með körfuboltaleiknum. Mark Wahlberg og Rhea Durham, eiginkona hans, áttu vandræðalegt kossamóment á körfuboltaleik í vikunni. Ætli sjálfsmyndataka Banderas hafi truflað þau? Vilhjálmur prins er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Japan og bregður hér á leik með japönsku barni. Nú styttist einnig óðum í nýjan erfingja í Buckingham-höll. Söngkonan Lady Gaga og unnusti hennar, Taylor Kinney, fengu sér kalda dýfu í Chicago Polar Plunge í vikunni. www.netto.is Kræsingar & kostakjör BAYONNESKINKA 895 ÁÐUR 1.598 KR/KG -44% VERÐ SPRENGJA LÍFIÐ 5. mars 2015 FIMMTUDAGUR 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 4 -7 4 6 C 1 4 0 4 -7 3 3 0 1 4 0 4 -7 1 F 4 1 4 0 4 -7 0 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.