Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 44
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24 TREND KLÆDDU AF ÞÉR KULDANN Í KLÆÐILEGRI KÁPU Í kvöld fer fram Slow Food- fundur á veitingastaðnum Mat og drykk þar sem matreiðslu- maðurinn Gísli Matthías Auð- unsson mun freista þess að gera Íslendinga stolta af matarhefð- um sínum, sem hann segir fjöl- breyttari en marga grunar. „Það er svona stóra markmið- ið með veitingastaðnum og við ætlum svolítið að tala um það í kvöld og sýna okkar snúning á íslenskri klassík,“ segir Gísli glaður í bragði, en hann mun halda stutt erindi um íslenska matarhefð auk þess boðið verð- ur upp á þjóðlega smárétti í skemmtilegum búningi á borð við saltfisk, kleinur, harðfisk og hangikjöt. „Ég mun halda smá tölu, bæði um hvernig við getum skoðað og notað gamlar heimildir í nútímamatargerð og tala um góðu hlutina í íslenskri matar- hefð og hverju við ættum að vera stolt af í því,“ segir Gísli. Hann segir margt sem Íslend- ingar geti stært sig af. „Við erum með frábært hráefni, bæði fisk, kjöt og frábæran skelfisk sem er einn af þeim betri í heiminum að mínu mati og síðan eigum við hefðirnar líka. Eins og hvernig við reykt- um matinn, sýrðum hann og fleira og við setjum fram góðu hlutina í því, en ekki endilega bara gamla, góða hákarlinn,“ segir hann og hlær. Hann segir það jafnvel hafa komið sér á óvart af hversu miklu var að taka þegar hann hóf undirbúningsvinnu fyrir Mat og drykk, en hún var meðal annars unnin í samstarfi við sagnfræðinga og þekkta mat- gæðinga á borð við Nönnu Rögnvaldardóttur. Áhugi Gísla á íslenskri matarhefð kviknaði fyrir allnokkru. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir nýnorræna matargerð, allt frá því að sú hreyfing hófst og þetta helst svolítið í hend- ur við það. Eftir hrunið þá var kannski ekki hægt að flytja inn frábært gæðahráefni að utan og maður þurfti kannski að einbeita sér meira að því íslenska, sem er bara frábært. Þá er maður að styrkja meira íslenska smáframleiðendur og bændur,“ segir Gísli og bætir við: „Mér finnst það bara hálf- gerð skylda mín sem mat- reiðslumaður að versla mikið við þá.“ Slow Food-fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Mat og drykk og hefst klukkan hálf sjö í kvöld en einnig verður Gunnþórunn Einarsdóttir frá Matís á svæðinu. Aðgangseyrir er 1.490 krónur. gydaloa@frettabladid.is ÍSLENSK MATARHEFÐ Gísli Matthías matreiðslumaður hefur mikinn áhuga á íslenskri matarhefð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjölbreytt íslensk matarhefð er umræðuefni Slow Food-fundar Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Mat og drykk, segir íslenska matarhefð fj ölbreyttari en marga grunar og af meiru að taka en gamla góða hákarlinum. Einnig verður hægt að gæða sér á þjóðlegum smáréttum í skemmtilegum búningi. Kleina 600 g hveiti 100 g sykur 100 g smjör 4 tsk. lyftiduft 3 egg 2 stk. rifin kardimomma AÐFERÐ Hnoðið deigið vel saman í höndum. Deig rúllað út og passið að hafa það ekki of þunnt. Skorið út og steikt við 190°C. Mysingskrem 50 g mjólk 50 g rjómi 12 g kartöflumjöl 35 g púðursykur 10 g smjör 50 g mysingur AÐFERÐ Púðursykur settur í pott og bræddur. Smjöri og rjóma bætt við púðursykurinn. Þykkið mjólkina með kartöflumjöli og blandið saman við púðursykur, smjör og rjóma. Mysingnum er bætt við í lokin og kremið sigtað. KLEINA OG MYSINGSKREM Ég hef alltaf verið mikið fyrir nýnorræna matar- gerð, allt frá því að sú hreyfing hófst og þetta helst svolítið í hendur við það. Þegar vindurinn blæs og napurt er um að litast er gott að klæða sig í kápu og ekki er verra ef hún er klæðileg í þokkabót. LÍFIÐ 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -E 2 5 8 1 4 2 5 -E 1 1 C 1 4 2 5 -D F E 0 1 4 2 5 -D E A 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.