Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2009, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 25.11.2009, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS - www.skessuhorn.is 48. tbl. 12. árg. 25. nóvember 2009 - kr. 500 í lausasölu Sími 444 9911 TÖLVUÞJÓNUSTA Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Nýr banki lítur dagsins ljós Tau- eða leðuráklæði Rúm og dýnur að þínum þörfum Opið virka daga 13.00-18.00 Rafknúinn hvíldarstóll Krist inn Jón as son bæj ar stjóri í Snæ fells bæ var einn þriggja bæj­ ar stjóra á land inu sem und ir­ bjuggu fund með þing mönn um í síð ustu viku. Þar var þess leit að að ná þverpóli tískri sam stöðu gegn boð uð um nið ur skurði sýslu mann­ sembætta í land inu. Hin ir tveir bæj ar stjórar voru Hall dór Hall­ dórs son bæj ar stjóri Ísa fjarð ar bæj­ ar og Elliði Vign is son bæj ar stjóri í Vest manna eyj um. Á minn is blaði sem þeir þre menn ing ar lögðu fyr ir fund inn er lögð á hersla á það ó rétt­ læti sem falist hef ur í þenslu ráðu­ neyt is og auk inni mið stýr ingu inn á höf uð borg ar svæð ið. Á fund in­ um var því með al ann ars mót mælt að á fram skuli hald ið með þá hug­ mynd að sam eina lög reglu um dæmi lands ins. Gera þau að sex í stað þeirra 15 sem eru núna, en að eins er á þriðja ár síð an þeim var fækk að um níu, úr 24 í 15. Bæj ar stjór arn­ ir segja að svo öfga kennd ar hug­ mynd ir feli í sér að stjórn lög regl­ unn ar verði færð frá í bú um. „Mik il vægt er fyr ir ráða menn og ráð gjafa þeirra að hafa hug fast að störf sýslu manna og lög reglu­ stjóra á lands byggð inni eru ein af lyk il stöð um sam fé lags ins sér stak­ lega þeg ar vá steðj ar að. Að stæð ur á Ís landi eru sér stak ar. Hér koma vá lynd veð ur og stór sjór sem ein­ angra sam fé lög oft sól ar hring um sam an. Það er al ger lega frá leitt að mögu legt sé að vinna þessi störf á mark viss an máta af emb ætt is manni í óra fjar lægð frá í bú um, sem ekki teng ist sam fé lag inu og hafi ekki þekk ingu á stað hátt um. Öll um sem kynna sér mál ið er ljóst að af boð­ aðri sam ein ingu er ekki sparn að­ ur,“ seg ir í minn is blaði bæj ar stjór­ anna þriggja. þá Hagn að ur af starf semi ál verk­ smiðju Norð ur áls á Grund ar­ tanga var 16 millj arð ar á síð asta ári. Á gúst Haf berg upp lýs inga­ full trúi seg ir að síð asta ár hafi ver ið mjög gott í álf ram leiðslu. Ál verð í há marki, að með al tali tæp lega 2600 doll ar ar tonn ið, og fór ekki að falla fyrr en und­ ir lok árs ins. Þrátt fyr ir að ál­ verð hafi ver ið á upp leið síð ustu mán uð ina seg ir Á gúst að horf ur séu á að rekst ur inn verði í járn­ um þetta árið. Með al verð það sem af er ári er um 1600 doll ar­ ar eða rúm lega þriðj ungi minna en á síð asta ári. Að sögn Á gúst ar er góð af­ koma síð asta árs einnig vegna þess að búið er að byggja upp mik ið eig ið fé í fyr ir tæk inu og skuld ir þess litl ar. Hagn að iund­ an far inna ára hef ur ein vörð ungu ver ið ráð staf að í fjár fest ingu á veg um fé lags ins hér inn an lands. Fyrst í stækk un verk smiðj unn­ ar á Grund ar tanga og nú í upp­ bygg ing una í Helgu vík. Í sam tali við Skessu horn sagði Á gúst að fjár fest ing in á Grund­ ar tanga væri kom in í 100 millj­ arða og það hafi ver ið gott að fá 16 millj arða út úr henni á síð­ asta ári. Þá var velta Norð ur áls 47 millj arð ar króna. Í dag starfa um 530 manns hjá Norð ur áli á Grund ar tanga auk verk taka og af leiddra starfa á svæð inu og í ná grenni. þá Hagn að ur 16 millj arð ar Að ventu blað Skessu horns Eng um skyldi dylj ast að nú geng ur að vent an brátt í garð enda ein ung is mán uð ur til jóla. Nú þeg ar eru merki þess far in að sjást í búð ar glugg um og finn ast einnig í lofti því ang an af jóla bakstri, ný steikt um ást ar pung um, klein um, heima reyktu hangi keti og fleira ljúf meti er far in að fylla loft in blá. Skessu horn er að þessu sinni að stór um hluta helg að að vent unni og und ir bún ingi fyr ir hina helgu há tíð. Rætt er við eldra fólk um að ventu á árum fyrr, þing menn um hefð ir þeirra, hús mæð ur um tíu sorta bakst ur inn, brjóst syk urs- og kerta gerð er kynnt, fönd ur barn anna og margt fleira er að finna á síð um Að ventu blaðs Skessu horns. Á þess ari mynd er Anna Björg vins dótt ir hús móð ir á Akra nesi að steikja kær leiks hnoðra. Jafn an er það svo að þeg ar hún byrj ar að steikja, þá renn ur Magn ús bróð ir henn ar á lykt ina þótt hann búi tveim ur göt um frá syst ur sinni. Anna læt ur les end um eft ir upp skrift ina og nú er bara að fara að taka fram steik ing ar pott inn. Ljósm. þá. Sam staða gegn fækk un sýslu manns emb ætta Næstu blöð koma út: 2., 9. og 16. desember

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.