Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2009, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 25.11.2009, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER Það var mitt í á hrif um haust lægð­ ar inn ar sem gekk yfir vest an vert land ið í síð ustu viku að blaða mað ur Skessu horns brá sér til Grund ar fjarð­ ar í þeim til gangi að spjalla við Móses Geir munds son sem um ára bil hef­ ur ver ið verk stjóri í frysti húsi Guð­ mund ar Run ólfs son ar hf. Hand an göt unn ar er Sam komu hús ið þar sem blaða mað ur lagði bíln um og á leið­ inni úr hon um inn í frysti hús ið verð­ ur hon um hugs að til þess að vænt­ an lega hafi veðr ið ekki ver ið al veg svona nap urt þeg ar ann ar Móses lá á sín um tíma korna barn í tág arkörfu á bökk um Níl ar. Og það eru svolitl ar skemmti leg ar and stæð ur sem koma í ljós þeg ar þess ir tveir nafn ar eru born ir sam an. Guð spjalla mað ur inn Móses hrakt ist á samt lönd um sín um Ísra els mönn um úr Eg ypta landi sök­ um þess að þar lensk um yf ir völd um fannst nóg kom ið af fæð ingu svein­ barna í land inu. Móses Geir munds­ son í Grund ar firði seg ist hins veg ar hafa gef ist upp á því að eign ast son­ inn þeg ar fjór ar dæt ur voru komn­ ar í heim inn. Tvær dætra Móses­ ar og konu hans Dóru Har alds dótt­ ur hafa einmitt ver ið tals vert í frétt­ um að und an förnu, sér stak lega Lilja Mós es dótt ir al þing is mað ur, sem hef­ ur ít rek að sýnt það að hún er til bú in að fara sín ar eig in leið ir, þótt þær séu and stæð ar for yst unni. Ekki ó svip­ að og Móses guð spjalla mað ur gerði forð um. Ræt urn ar sterk ar fyr ir vest an Þeg ar blaða mað ur heils ar Móses í verk stjóra kytr unni í frysti hús inu fer ekki fram hjá hon um hversu slá­ andi lík ur hann er frænd um sín um, son um Guð mund ar Run ólfs son ar, en Móses og börn Guð mund ur eru bræðra börn. All ir eru þess ir menn með sjó manns blóð í æðum og var Móses til að mynda heiðr að ur á síð­ asta sjó manna degi í Grunda firði. Og ekki er nóg með að þeir séu lík ir að sjá frænd urn ir held ur hafa þeir ver­ ið sam an á sjón um og alla tíð stað ið sam an í upp bygg ingu þess mikla fyr­ ir tæk is sem hrað frystis hús G. Run. er í dag. Móses Geir mund son fædd ist í heima hús i að Naust um í Eyr ar­ sveit 22. mars 1942 son ur hjón anna Lilju Torfa dótt ur og Geir mund­ ar Guð munds son ar. Geir mund ur var sjó mað ur eins og hans ætt menn en þurfti ung ur að fara í land vegna bak veiki. Það varð til þess að þeg ar Móses var níu ára flutti fjöl skyld an til Reykja vík ur. „Fað ir minn var með hænsna bú í Soga mýr inni. Ég festi aldrei ræt ur í Reykja vík, þær voru alltaf hérna fyr­ ir vest an. Ég var hérna í Grund ar firði flest sum ur fram á ung lings ár og byrj­ aði snemma í fisk in um. Ekki var ég gam all þeg ar ég fór á sjó inn. Fimmt­ án ára byrj aði ég sem messagutti á vöru flutn inga skip inu Helga felli sem sigldi á milli Ís lands og Norð ur land­ anna. Það an lá síð an leið in á Þor­ stein þorska bít sem gerð ur var út frá Stykk is hólmi.“ Í ísn um við Ný fundna land Móses var sext án ára þeg ar hann réði sig á tog ara sem hélt til veiða á fjar læg mið. Þetta var tog ar inn Mars frá Reykja vík. „Það var í þriðja túrn­ um á Mars sem við lent um í fár viðri á mið un um við Ný fundna land. Í því fræga veðri þeg ar tog ar inn Júlí var tal inn af og mörg skip lentu í erf ið­ leik um. Þar á með al Þor kell Máni frá Reykja vík sem var full lestað ur og mun aði á reið an lega ekki nema hárs­ breidd að hann færi nið ur. Þeg ar við á Mars kom um að Þor keli Mána lét nærri að hann lægi á hlið inni í veð­ urofs an um og skip verj ar orðn ir ör­ magna við stans laus an ís barn ing af skip inu á fjórða sól ar hring. Við gát­ um veitt Þor keli Mána skjól fyr ir versta veðr inu. Þeg ar veðr inu slot­ aði fylgd um við svo skip inu til hafn­ ar í Reykja vík .“ Móses seg ir að þessi tími á mið­ un um við Ný fundna land hafi ver ið mik il lífs reynsla. Sér stak lega að lenda í þessu aftaka veðri og frost hörku þar sem ís inn hlóðst svo á skip in að hið grennsta stag, eins og til dæm is það úr poka bómuinni, varð eins og tunnu botn í þver mál. „Sem bet ur fer vor um við á Mars ekki komn ir með mik ið í lest ina og þold um því bet ur að hlæð ist á skip ið ofan borðs. Þess vegna sendi skip stjór inn okk ur nið­ ur í lest til að moka ísn um sem var á hill um í lest inni nið ur á lest ar gólf ið til að skapa meiri ball est í skip ið. Við vor um að þessu með an hvert brot­ ið af öðru reið yfir skip ið. Það þurfti að loka lest inni og skálka yfir svo að sjór inn færi ekki nið ur. Ég var svo ung ur að mað ur gerði sér enga grein fyr ir hví líkri hættu við vor um í. Þetta var mik ill þræl dóm ur að standa alla vakt ina og meira en það við að moka ís í lest inni.“ Af sjón um í frysti hús ið Þeg ar Móses var 18 ára, sum ar ið 1960, hætt i hann á Mars og réði sig til frænda síns Guð mund ar Run ólfs­ son ar sem þá var skip stjóri á Run ólfi SH 135. Þá var hald ið til síld veiða norð ur fyr ir land og land að síld á Siglu firði það sum ar. Þetta var upp­ haf ið af löngu sam starfi Móses við þessa frænd ur sína, Guð mund og syni hans, þótt hann væri þarna á eft­ ir þrjár sum ar ver tíð ir á Hvali 7 og um tíma á Sig ur far an um með Hjálm ari Gunn ars syni. „Það var svo 1964 sem ég fór á Ás geir Krist jáns son þar sem frændi minn Run ólf ur Guð munds son var skip stjóri og reynd ar eig andi báts­ ins. Ég keypti hlut í bátn um með hon um og þeg ar á kveð ið var að út­ gerð Guð mund ar Run ólfs son ar léti smíða skut togar ann Run ólf, var á kveð ið að selja Ás geir og láta and­ virði báts ins ganga upp í skut tog ara­ kaup in. Ég var síð an á Run ólfi þar til árið 1982 að Guð mund ur Run ólfs­ son hf. keypti þetta hús, sem reynd­ ar var áður rækju vinnsla en breytt var í frysti hús. Síð an hef ég ver ið verk­ stjóri hérna í frysti hús inu. Oft lang ur vinnu dag ur Um það leiti sem ég byrja hérna í frysti hús inu bætti ég við hlut minn um fram eign ar hlut inn í bátn um sem gekk inn í fyr ir tæk ið. Þeir komu líka í land bræð urn ir Guð mund ur Smári og Krist ján Guð munds syn ir. Guð­ mund ur Smári tók við fram kvæmda­ stjórn í fyr ir tæk inu og Krist ján sem hafði lok ið vél stjóra námi nokkrum árum fyrr hef ur séð um vél gæsl una í frysti hús inu all an þenn an tíma. Sam an höf um við byggt upp þetta fyr ir tæki, á samt reynd ar Run ólfi skip­ stjóra sem hélt á fram á sjón um þar til fyr ir nokkrum árum að hann kom í land. Við höf um á vallt ver ið með gott starfs fólk. Eins og ég sagði þér þeg ar þú hringd ir og baðst um við­ talið, þá þarf ég ekki mik ið að skipta mér af fólk inu eft ir að vinn an byrj ar á morgn ana.“ Móses seg ir að menn hafi lagt mik ið á sig í upp bygg ingu fyr ir tæks­ ins, en í dag starfa um 80 manns hjá Guð mundi Run ólfs syni hf. þar af rúm lega 50 í frysti hús inu. „Ég man að fyrstu árin með an fisk mark að irn ir voru ekki komn ir, vor um við að ná í hrá efni lang ar leið ir. Það kom stund­ um fyr ir að við Guð mund ur Smári vor um mætt ir suð ur í Hafn ar fjörð klukk an fjög ur á morgn ana til að ná í hrá efni. Og oft kom það fyr ir að fólk stóð í að flaka fisk fram und ir tíu á kvöld in þeg ar mest var að gera. Ég held það verði ekki ann að sagt en við sem unn ið höf um hjá þessu fyr ir tæki höf um ver ið mjög sam taka í gegn­ um tíð ina og því hef ur þetta geng ið svona vel.“ Sagði að þetta væri orð ið gott Þrátt fyr ir að Móses festi ekki ræt­ ur í Reykja vík kynnt ist hann þó kon­ unni sinn i þar, þeg ar hún var að eins 13 ára göm ul í Vest ur bæn um. Dóra Har alds dótt ir heit ir hún og þeg­ ar Dóra flutti til Móses í Grund­ ar fjörð fékk hún vinnu hjá Pósti & síma. Hún vann á póst hús inu þar til ný lega að það var lagt und ir Lands­ bank ann. Núna þessa mán uð ina er Dóra í skóla í Reykja vík, að nema leið sögu mennsku. Eins og áður seg­ ir eiga þau Móses fjór ar dæt ur. Lilja hag fræð ing ur og þing mað ur er þeirra elst, þá Hild ur sem er bók ari hjá Iceland Ex press, Ásta er sölu mað­ ur hjá Bros, yngst er Dögg sem vinn­ ur sem klipp ari hjá Skjá ein um og er öll í kvik mynd un um. Dögg er mik­ ill frum kvöð ull og hef ur síð ustu tvö árin stað ið fyr ir hinni vin sælu Norð­ ur ljósa kvik mynda há tíð í Grund ar­ firði. „Ég var kom inn í land þeg ar Dögg sú yngsta fædd ist. Þær spurðu mig hjúkr un ar kon urn ar hvort ég vildi vera við stadd ur en ég var nú ekki meiri nú tíma mað ur en svo að ég sagði að ég kærði mig eig in lega ekk­ ert um það. Þeg ar ég kom síð an inn og fæð ing in var af stað in, sagði Dóra við mig að við yrð um lík lega að reyna aft ur við strák inn því þetta hefði ver­ ið stelpa. Ég var bara kát ur yfir því að fá eina stelpuna í við bót, sér stak­ lega fyrst að báð um heils að ist vel. Ég var samt fljót ur til svars, sagði að þetta væri orð ið á gætt og við skyld­ um ekk ert vera að standa í því að eiga strák inn.“ Í hald en samt verka lýð sinn ar Spjall okk ar Mósess bein ist nú að póli tík inni. Blaða mað ur sagð ist ein­ hvern veg inn hafa það á til finn ing­ unni að þessi stór fjöl skylda í Grund­ ar firði væri sjálf stæð is fólk. Hvern ig væri með hana Lilju, hvort hún væri þá und an tekn ing in? „Já, það er al veg rétt, ég og frænd­ ur mín ir erum sjálf stæð is menn, en þó er sós í alista að finna í mín um ætt um, eins og t.d. Lilju móð ur mína sem var mik ill verka lýðs sinni. Ann ars held ég að við frænd urn ir telj umst til gömlu sjálf stæð is mann anna eins og þeir voru. Þótt við telj umst til í halds ins, þá erum við mjög hlynnt ir verka lýðs­ stétt inni. Við kys um til að mynda að fisk verka fólk myndi bera mun meira úr bít um en það ger ir í dag. Hvað Lilju dótt ur mína varð ar, þá gæti ég trú að að hrun bank anna hafi haft mik il á hrif á hana. Hún tók virk­ an þátt í mál um sem fylgdu í kjöl­ far ið, þótt hún hafi ekki geng ið svo langt að beita bús á höld um. Ég hef sagt við hana eft ir að hún fór inn á þing að taka ekki póli tík ina of al v ar­ lega. Ég styðji hana í öll um góð um verk um og hún skuli ekki láta flokks­ for ust una þvinga sig til ann ars en sam visk an bjóði henni. „ Vertu bara heið ar leg,“ sagði ég og ég held að það sé ná kvæm lega það sem hún er að gera.“ Séð um jólamat inn í 40 ár Að síð ustu í spjalli okk ar Móses­ ar bar á góma sá tími sem framund­ an er, að vent an og jól in. Móses seg ir að þótt hann sé vel gift ur hafi það þó kom ið í hlut hans að elda jólamat inn til fjölda ára, sjálf sagt síð ustu 40 árin. „Það hef ur ver ið fast ur lið ur hjá okk ur að ég sjái um jólamat inn. Ég sker lamba læri sneið ar í ræm ur og vef þeim sam an við beikon. Festi bit ana sam an með tann stöngl um, set þá á pönnu smá stund og síð an í pott. Svo geri ég sósu úr soð inu, brúna kart öfl­ ur og ber fram með rauð káli og per­ um. Per urn ar finnst mér al veg rosa­ lega góð ar og al veg nauð syn leg ar með þessu. Þetta hef ur ver ið í miklu upp­ á haldi hjá fjöl skyld unni all an þenn an tíma og dæt urn ar og aðr ir fjöl skyldu­ með lim ir hafa ekki vilj að neitt ann­ að í jólamat inn. Svo er vita skuld malt og app el sín með. Núna seinni árin vill fólk reynd ar frek ar fá rauð vín með. Það finnst mér ekki eins gott en það verð ur að hlýta breyt ing um þeg­ ar fólk er orð ið full orð ið. Þessi vin­ sæli rétt ur er kall að ur bein laus ir fugl­ ar,“ sagði Móses Geir munds son að end ingu þar sem við rædd um sam an í verk stjóra komp unni. Það var langt lið ið á vinnu dag inn, sem var fimmtu­ dag ur inn, sá síð asti í þess ari viku. Framund an var nefni lega helg ar ferð og árs há tíð hjá fyr ir tæk inu G. Run. í Grund ar firði. þá Var ung ur og gerði sér enga grein fyr ir hætt unni Spjall að við Móses Geir munds son í Grund ar firði um líf ið og til ver una Fjöl skyld an sam an kom in á gift ing ar degi Dagg ar yngstu dótt ur Móses ar og Dóru fyr ir nokkrum árum. Frá vinstri talið: Páll Þór ir Her manns son, Ásta Mós es dótt ir, Að al steinn Gunn ars son, Hild ur Mós es dótt ir, Dani el Steven Schreiber, Dögg Mós es dótt- ir, Móses Geir munds son, Dóra Har alds dótt ir, Lilja Mós es dótt ir og Ívar Jóns son. Móses Geir munds son í verk stjóra komp unni í frysti húsi Guð mund ar Run ólfs son ar hf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.