Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2009, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 25.11.2009, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER Hér í eina tíð voru gerð kerti úr tólg. Sá sið ur er fyr ir löng aflagð­ ur. Hins veg ar finnst mörg um gam­ an að gera sín eig in kerti og er það kannski minna mál en marg an grun ar. Og gam an að geta laum­ að heima gerðu kerti í jóla pakk ann. Skessu horn leit aði til Jóninnu Har­ alds dótt ur sem um nokk urt ára bil hef ur gert sín kerti sjálf og bað hana um að leið beina les end um hvern ig hún bæri sig að við kerta gerð ina. Jón inna seg ir að það sé um að gera fyr ir fólk að halda upp á kerta bút­ ana, sem erfitt er að brenna nið ur, og end ur nýta þá síð an. Hrá efni til kerta gerð ar. Kerta bút ar, Ster ín kerta herð­ ir sem hæg ir á brennsl unni, herð­ ir kert in og ger ir auð veld ara að ná þeim úr form inu. Kerta þráð­ ur (kveik ur) sem til er í mis mun­ andi þykkt um og not ast eft ir stærð kert is ins, form og kerta lit ir. Herði, þráð og liti má með al ann ars fá í Fönd urstof unni og hjá kerta verk­ stæð inu Vax andi. Form in geta ver ið af ýms um toga, ann að hvort keypt eða eitt hvað sem finnst heima við. Gott er að nota dós ir und an jógúrt, skyri eða öðr um mjólk ur vör um. Það eina sem þarf að passa er að þau séu ekki of mjúk. Einnig má nota hólka af ýms um toga, jafn vel saga nið ur hólk ana sem eru inn an í rúlluplast inu, ef ein hver vill gera stór kerti. Svo má nota fern ur ut­ an af rjóma, safa, graut um og einnig má nota glös sem hafa kannski áður hýst kerti. Grunn að ferð við að búa til kerti Kerta stubb ar eru sett ir í pott og brædd ir við mjög væg an hita. Þeg ar þeir hafa bráðn að er Ster ín kerta­ herðirinn sett ur út í. Al gengt hlut­ fall er 10% af vax magni. Þessu leyf­ ir þú að bráðna sam an við vax ið og hrær ir ögn í. Þeg ar þetta er bráð ið þarf að at huga hvort þér lík ar lit ur­ inn sem er á lög un inni. Ef ekki þá set ur þú þann lit út í sem þig lang ar að hafa, t.d. fjólu blá an. Magn ið fer eft ir því hversu dökk an eða sterk an lit þú vilt. Ef vís að er í mynd irn ar þá er t.d. sami lit ur inn á þeim kert um sem eru bleik og rauð, bara minna not að af litn um í þessi bleiku. Hver og einn próf ar sig á fram með lit ina. Þá er vax ið til bú ið til að fara í form­ in sem bor in er mat ar ol ía inn an í til þess að auð veld ara sé að ná kert inu úr, ef á að gera það á ann að borð. Ef nota á glas og brenna kert ið í því er ó þarft að setja olíu. Síð an er að koma þræð in um (kveikn um) fyr­ ir í form inu. Ef botn gat er á form­ inu er þráð ur inn dreg inn í gegn um gat ið, hnút ur sett ur á end ann og kenn aratyggjó með fram gat inu, til að vax ið leki ekki úr. Ef form ið er heilt þá er eng inn hnút ur sett­ ur á end ann held ur þráð ur inn fest­ ur í botn inn með kenn aratyggjói. Á hinn end ann er not uð klemma til að halda við þráð inn ef form ið er ekki breitt. Ef form ið er hins veg­ ar stærra í snið um þá er snið ugt að nota mat ar prjón eða eitt hvað ann­ að nógu langt. Þetta er gert til að halda þræð in um í miðj unni á form­ inu. Svo er bara að byrja að hella vax inu í. Eft ir um það bil klukku­ tíma hef ur lík lega mynd ast hola í miðj unni. Þá er gott að hafa prjón við hönd ina og stinga nið ur í miðj­ unni til að hleypa úr lofti sem hef­ ur safn ast fyr ir. Síð an er meira vaxi helt í hol una. Þetta þarf að end ur­ taka nokkrum sinn um. Þeg ar hætt er að koma hola er kert ið lát ið standa í á að giska 12 tíma og ætti þá að vera til bú ið. Gott get ur ver­ ið að bregða kert inu und ir heita vatns bunu, ef erfitt er að ná því úr form inu. Kerti með marg lit um brot um í Mjög fal legt get ur ver ið að setja vaxmola sem brotn ir hafa ver ið nið ur í form ið. Þá eru tek in kerti í mis mun andi lit um og brytj uð nið­ ur í litla búta. Form ið er þá fyllt af mol un um og vax inu síð an hellt yfir. Ann ars er að ferð in sú sama. Ef vilji er fyr ir því að hafa mol ana á ber andi er betra að nota ljós ari lit í bráðna vax ið svo lit irn ir í mol un um njóti sín bet ur. Ilm kerti. Marg ir tengja sam an jól og ilm. Sum um finnst ó missandi að fá kan­ el lykt í hús ið, aðr ir vilja eitt hvað ann að. Auð velt er að búa til sín eig­ in ilm kerti hvort sem keypt ir eru ilm drop ar eða not ast við neg u lagla, kan el stang ir, lár við ar lauf eða ann an ilm. Ef nota á ilm dropa er þeim hellt í form ið um leið og bráðna vax inu. Magn og styrk leiki fer eft ir smekk hvers og eins. Það get ur ver ið mjög fal legt að gera kerti með ein hverju í, eins og kan el stöng, eða jafn vel rósa­ blöð um. Þá er það sett í form ið um leið og vax inu er hellt í, til skipt is ef fólk vill hafa þessa ilm gjafa á mis­ mun andi stöð um í kert inu. Það gild­ ir hér eins og alltaf að bara að prófa sig á fram. Góða skemmt un. bgk Hef ur aldrei reykt en reyk ir þó tölu vert Ingi björg Dan í els dótt ir bóndi og kenn ari á Fróða stöð um í Hvít ár síðu á und ar leg an reyk kofa. Hann er eig­ in lega eins og geim skip í lag inu og næst um hægt að trúa því að hann taki sig á loft, fyrr en var ir. Kof inn er fóð ur síló á hvolfi og gagn ast á gæt­ lega, góð ur til síns brúks, eins og sagt er. Tek ið var hús á Ingi björgu fyr ir skemmstu til að ræða um þann hluta af haust verk un um sem er reyk ing á alls kyns góð meti. Að eins smakk að til og til finn ing lát in ráða „Ég hef nú aldrei skrif að neitt nið­ ur hvað hvert stykki á að vera lengi í reyknum,en þetta hef ur yf ir leitt alltaf lukk ast vel,“ seg ir Ingi björg þeg ar í upp hafi máls er spáð í hvort ein hver upp skrift sé til yfir það hversu lengi mat ur inn eigi að reykj ast. „Það er ekki svo gott að segja til um það fyr­ ir fram því að mis jafnt er hversu vel logar og hversu vel reyk ur inn helst í kof an um. Mað ur verð ur því að­ eins að smakka þetta til, ef svo má að orði kom ast, nota svo lít ið til finn ing­ una. Ég held að hver hafi sína sér­ visku í þessu, eins og öðru. Svo má einnig segja að reyk ing sé ekki leng­ ur geymslu að ferð eins og var í gamla daga svo þess vegna skipt ir það ekki eins miklu máli hversu mik ið er reykt, bara ef bragð ið er gott. Nú er kjöt ið fryst eft ir að það hef ur ver ið reykt og svo er það ekki eins ó hollt ef það er ekki reykt of mik ið.“ Ekki alin upp við reyk­ kof a menn ingu Ingi björg er upp al in á Fróða stöð­ um. Fað ir henn ar Dan í el Brands son átti ekki reyk kofa held ur reykti ein­ ung is bjúgu og þá í tunnu. Hann taldi sig ekki geta reykt kjöt í tunn unni en Ingi björg vildi hins veg ar inn leiða þann sið „Tunn an var eig in lega hólk­ ur, ekki mjög stór, sem var með vír efst sem bjúg un voru hengd á en ein­ hverra hluta vegna var kjöt aldrei reykt hér fyrr en ég byrj aði á þessu. Hins veg ar fannst mér gott að geta leit að í smiðju föð ur míns með margt sem til heyrði reyk menn ing unni. Það var sem dæmi að kjöt ið var ekki sett í salt pækil til að byrja með held ur var það brytj að nið ur volgt, rétt þeg ar það var að eins búið að taka sig eft ir slátr un. Síð an var það salt að og vaf ið inn an í gæruna. Þetta var ágæt að ferð en nokk uð bind andi og meira vesen svo við hætt um þessu. Nú setj um við allt kjöt í salt pækil. Sum ir segja að betra sé að frysta kjöt ið áður en það er sett í pækil inn, það verði eitt hvert nið ur brot í því sem sé betra og svo taki það bet ur við salt inu, en við ger­ um það ekki. Þar kem ur sér visk an án efa enn og aft ur við sögu.“ Kartafl an þarf að fljóta „Upp skrift in mín að pækli mið ast við að kartafl an fljóti í leg in um, það er allt og sumt. Bland an er syk ur, salt og nítrat salt í ein hverj um hlut föll um, ekki mjög ná kvæm um. Ég læt ekki liggja mjög lengi í pækli og sprauta ekki kjöt ið held ur sting á þykk ustu vöðvana til að salt ið eigi greið ari leið inn. Það er ekki gott ef kjöt ið er grátt inn við bein ið en þetta hef ur al veg virk að svona. Svo fer tím inn í reyk­ kof an um eft ir öðru, eins og ég sagði í upp hafi.“ Gaml ir girð ing ar staur ar og gam alt Skessu horn „Við reykj um við gamla girð ing­ ar staura, birki, tað frá Síðu múla og Fróða stöð um, mör og gam alt Skessu­ horn,“ seg ir Ingi björg og svar ar síð­ an spurningu um mör inn sem blaða­ mað ur veit ekki til að sé góð ur elds­ mat ur. „Lík lega not ar eng inn mör nema við en mér finnst gott að hafa hann með. Ég veit nefni lega að um leið og hann fer að bráðna þá logar vel, þeg ar ver ið er að kveikja upp. Það þarf að vera nokk uð vak andi yfir því að vel tak ist til með upp kveikj una og alls ekk ert gef ið að það tak ist alltaf að halda eld in um vel lif andi. Gam alt Skessu horn er einnig gott þeg ar ver­ ið er að kveikja upp og á með an við vor um með litlu þurr bagg anna not­ uð um við þá einnig. Eld hólf ið er fyr­ ir utan kof ann hér en sum ir hafa það inni í kof an um. Mest erum við að reykja kjöt og bjúgu og að eins hef ur kom ið fyr ir að við reykj um fisk.“ Heilsu farskönn un breytt ist í eitt hvað ann að Ingi björg á Fróða stöð um reyk ir fyr ir nokkra aðra og seg ir það yf ir­ leitt hafa tek ist vel. Eitt sinn hringdi í hana lækn ir úr Borg ar nesi og spurði hana hvort hún reykti. „Ég sagði hon um að ég hefði aldrei reykt enda al veg viss um að þetta væri ein hver heilsu farskönn un sem ég væri þarna að lenda í. Fljót lega kom í ljós að um ein hvern mis skiln ing var að ræða og við lengra spjall kom í ljós að lækn ir­ inn var að biðja mig um að reykja fyr­ ir sig fol alda kjöt, sem var al veg sjálf­ sagt. Hann kom hingað og dembdi kjöt inu ofan í pækildall inn, eins og ekk ert væri sjálf sagð ara og fékk sitt reykta fol alda kjöt. Ég held að hann hafi bara ver ið á nægð ur með ár ang­ ur inn. Núna hanga í kof an um bjúgu, bæði frá mér og öðr um, og svo auð­ vit að alls kyns kjöt. Það verð ur á nægju legt að fá sér af þess um forða í vet ur. bgk Ingi björg Dan í els dótt ir bóndi og kenn- ari á Fróða stöð um býr sig und ir að hengja upp bjúgu frá ein um ná granna- bæn um. Und ar legi reykkof inn henn ar Ingi- bjarg ar á Fróða stöð um sem gæti tek ið sig á loft einn dag inn. En á þess um árs tíma er hann full ur af girni leg um mat. Það rýk ur stund um hressi lega út úr kof an um, rétt eins og eld flauga skot væri í und ir bún ingi. Eins og sjá má lít ur það, sem fyr ir inn an er, virki lega girni lega út. Heima gerð kerti ­ til val in í jóla pakk ann Jón inna Har alds dótt ir tekur alla kerta búta sem safn ast hafa sam an og not ar þá að nýju. Hægt er að nota safa fern- ur, ef vilji er til að búa til stærri kerti. Eft ir smá tíma mynd ast hola í miðju kert inu sem þarf að fylla í. Einnig er nauð- syn legt að stinga nið ur í miðj unni til að hleypa út lofti sem hef ur safn ast fyr ir. Hægt er að gera mjög fal leg kerti með því að fylla mót ið af marg lit- um kerta mol um eins og hér eru í skál inni. Út- kom an verð ur til dæm is eins og kert in sem eru fyr ir aft an skál- ina. Og svo eru til fullt af fal leg um og heima gerð um kert um til að njóta ljóss ins af um jól eða hrein lega að gefa ein hverj um í jóla gjöf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.