Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 2

Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Vert er að minna á tónlistarhá- tíðina IsNord sem fram fer næstu daga í Borgarfirði með metnaðar- fullri dagskrár eins og lesa má um í blaðinu í dag. Næstu dagana, alveg fram að sunnudegi er spáð austan- og norðlægum áttum. Rigning eða súld að mestu um landið austan- vert en þurrara vestan til. Hiti verð- ur 7-16 stig, hlýjast vestanlands. Á sunnudag er spáð hægri suðlægri átt, skýjuðu en líkum á skúrum í flestum landshlutum. Hiti víða 10 til 15 stig. Á mánudag verður svip- að veður, útlit fyrir dálitla vætu síð- degis og hiti breytist lítið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlar þú í stangveiði í sumar?“ Tæplega þriðjungur ætl- ar að gera það, eða 28% en 64% gera það ekki. Rúm 8% höfðu ekki myndað sér skoðun á því. Í þessari viku er spurt: Ætlar þú á bæjar- eða héraðshá- tíð í sumar? Konur sem hreyfðu sig hressilega á laugardaginn var, í árlegu kvenna- hlaupi, eru Vestlendingar vikunn- ar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Kaupa ekki land undir Miðaldaböð BORGARBYGGÐ: Byggð- arráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum sl. fimmtudag að kaupa ekki land undir vænt- anleg Miðaldaböð sem ráðgert er að byggja í landi Hrauns- áss II í Hálsasveit. Það er fé- lagið Sígildar sögur ehf. í eigu hjónanna Kjartans Ragnarsson og Sigríðar Margrétar Guð- mundsdóttur sem hefur haft af- notarétt af landinu samkvæmt samningi við landeigendur þar sem fyrirhugað er að Miðalda- böðin rísi. Félagið bauð Borg- arbyggð landsspilduna til sölu í maí til að þoka verkefninu áfram og leitaði byggðarráð álits hjá KPMG vegna þess. Í fundargerð ráðsins segir að byggðarráð sjái sér ekki fært að verða við erindinu þar sem það fellur ekki að hefðbundn- um verkefnum sveitarfélagsins. Engu að síður telur ráðið verk- efnið áhugavert. –hlh Dýrin í skóginum SVÍNADALUR: Erlendir ferðamenn sem dvöldu í sumar- bústað í Svínadal í Hvalfjarðar- sveit sl. mánudag hringdu í of- boði til lögreglu. Kváðust þeir hafa séð, ekki einn, heldur tvo ísbirni skammt frá bústaðnum og annar þeirra hefði risið upp á afturfæturna. Um fjölskyldu- fólk var að ræða og voru hjónin búin að loka börn sín inni í her- bergi en stóðu sjálf vörð og rétt þorðu að kíkja út um gluggana. Þegar lögregla mætti á svæð- ið var fyrst reynt að róa fólkið og bent á að langlíklegast væri að þarna væru hvítar íslensk- ar sauðkindur á ferðinni. Að sögn lögreglu var ekki nokkru tauti við komandi gagnvart út- lendingunum og fór lögreglan því á staðinn og kannaði málið. Kindurnar utan við bústaðinn reyndust allar alveg sauðmein- lausar og tókst laganna vörð- um að endingu að sannfæra út- lendingana um hvers kyns væri og var börnunum því hleypt út úr herberginu og róuðust þau heldur. Skimuðu þó vel í kring- um sig í kjarrlendinu í kringum bústaðinn áður en þau héldu út úr bústaðnum á vit nýrra ævin- týra. -mm ÍTALSKT ESPRESSÓ! Beint í bollann – ilmandi ferskt! ACTIFRY FÆST Í SEX LITUM VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI VÆNTANLEGUM BRÚÐHJÓNUM OG STOFNUM BRÚÐAR- GJAFALISTA Í ÞEIRRA NAFNI Ankarsrum® Original-hrærivélin er lífstíðareign. Skaftryksugurnar hafa aldeylis slegið í gegn TÆR SNILLD! Frábært úrval heimilistækja ÞJÓÐBRAUT 1 / AKRANESI / SÍMI 530 2870 / www.ormsson.is Landmælingar Íslands, sem eru með aðsetur á Akranesi, hafa hlotið jafn- launavottun VR en þetta er sjötta fyrirtækið sem hlýtur vottunina frá því hún var fyrst veitt í apríl síðast- liðnum. Landmælingar Íslands eru jafnframt fyrsta ríkisstofnunin til þess að hljóta vottunina. „Þetta er í góðu samræmi við þá vinnu sem við höfum unnið í launa- og mann- auðsmálum innan stofnunarinnar á undanförnum árum,“ sagði Jens- ína Valdimarsdóttir starfsmanna- stjóri Landmælinga Íslands í sam- tali við Skessuhorn, en hún er að Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets sagði í fréttaviðtali á RUV í liðinni viku flutningskerfi raforku vera sterkt á Suðurlandi en veikt á Norðurlandi og teng- ingin milli landshluta, þ.e. norðurs og suðurs, sé gjörsamlega óviðun- andi. Hann segir að í umræðunni um rammaáætlun gleymist að það sé tómt mál að tala um að fara að ræða rammaáætlun og nýjar virkjanir þegar enga virkjun er hægt að tengja inn á núverandi kerfi. „Reyndar væri hægt að tengja virkjanir í neðri hluta Þjórsár að einhverju leyti en þær eru eins og kunnugt er í biðflokki rammaáætlunar. Fjármagn er ekki vandamál hjá Landsneti enda hafa litlar sem engar fjárfestingar verið á undanförnum árum,“ segir Þórður. Hann segir næga raforku hafa ver- ið á Suðurlandi í vetur þegar skerða hafi þurft raforkudreifingu á Norð- ur- og Austurlandi. Ummæli forstjóra Landsnets eru í takt við það sem fram kom í viðtali við Jónas Guðmundsson hjá Rarik í Búðardal í síðasta blaði Skessuhorns. Jónas segir að í heild verði að styrkja rafflutningskerfið í landinu, að hans mati verði á næstu árum að fara í fjárfrekar framkvæmdir til að styrkja Byggðalínuna. „Hún er í raun orðin barn síns tíma og þetta gengur nátt- úrlega ekki eins og það er í dag að ekki sé hægt að miðla orkunni svo hún nýtist. Núna er til dæmis mik- il ónýtt orka syðra og vatnið flæðir yfir stíflunar. Á sama tíma vantar vatn í Hálslón og skammta þurfti orku til álvinnslu í Reyðarfirði og mjölvinnslu á Norðfirði og Vopna- firði. Þetta eru óttalegar „garnir“ í Byggðalínunni. Við þurfum kerfi sem flytur 400-500 megavött. Það þarf tengingu á milli aðalorkuver- anna í landinu, Þjórsár-Tungnár- svæðis og Kárahnjúka. Við þurfum meðal annars nýja línu yfir Sprengi- sand og uppbyggðan og malbikaðan veg með henni til að halda línunni við,“ segir Jónas. þá Landmælingar Íslands fyrsta ríkisstofnunin til að hljóta jafnlaunavottun VR vonum afar ánægð með þessa við- urkenningu. Vonar að fleiri fylgi í kjölfarið Eins og fram kom í Hagtíðindum fyrr á þessu ári mældist óleiðrétt- ur launamunur kynjanna á Íslandi 18,1% á árinu 2012, þar af 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opinberum starfsmönn- um. Á heimasíðu VR segir að jafn- launavottunin sé ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilji sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki konum og körlum. Þá geti vottun af þessu tagi bætt starfsanda, styrkt ímynd og jafnvel gert fyrirtækjum auðveldara um vik að fjármagna sig. „Í jafnréttislögum kemur fram að konum og körlum sem vinna hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og þau skulu njóta sömu kjara. Í vottuninni felst fagleg úttekt á þeirri vinnu sem við höfum unnið á undanförnum árum og staðfestir hún að sömu laun eru greidd fyrir jafn verðmæt störf. Ferlinu er síðan fylgt eftir með reglubundnu eftir- liti en einu sinni á ári kemur úttekt- araðili frá BSI á Íslandi og trygg- ir að jafnlaunakerfi stofnunarinnar sé virkt og að hún fylgi eigin skjal- festu verklagi sem uppfyllir kröfur staðalsins,“ segir Jensína sem segist jafnframt vona að fleiri ríkisstofn- anir fylgi í kjölfarið. „Ég held að við höfum nú sett gott fordæmi fyr- ir aðrar ríkisstofnanir og hef ekki trú á öðru en að einhverjar fylgi í kjölfarið,“ segir Jensína Valdimars- dóttir starfsmannastjóri Landmæl- inga Íslands að lokum. ákj Frá afhendingu jafnlaunavottunarinnar. Ljósm. Guðni Hannesson. Jensína Valdimarsdóttir starfsmanna- stjóri LMÍ. Jónas Guðmundsson hjá Rarik í Búðardal. Styrking raforkukerfisins gleymist í umræðunni um rammaáætlun Hluti byggðalínunnar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.