Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Fjöldi refa felldur BORGARB: Mikið hefur ver- ið um refi í nágrenni sveitabæja í Borgarbyggð í vor. Hafa þeir gerst aðgangsharðir í lambfé og hafa bændur á nokkrum bæjum því þurft að vígbúast og kallað til refaskyttur til að verja bú- stofn sinn. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns er nú á stuttum tíma búið að fella átta refi í ná- grenni Valbjarnarvalla í Borgar- hrepp og nýverið voru tveir ref- ir í lambfé á heimatúninu í Hall- kelsstaðahlíð í Kolbeinsstaða- hreppi. Annar þeirra var fallinn í valinn síðast þegar fréttist, en einnig lamb sem hann hafði náð að drepa. -mm Mæðrastyrks- nefnd vantar húsnæði AKRANES: Mæðrastyrks- nefnd Vesturlands, sem ver- ið hefur til húsa að Kirkju- braut 37, í gamla pósthúsinu á Akranesi, hefur nú misst hús- næði sitt. „Við auglýsum því eftir hentugu húsnæði und- ir starfsemi okkar á Akranesi, en nefndin þjónar öllu Vestur- landi. Þeir sem gætu lagt okk- ur lið hafi samband í síma 868- 3547,“ segir Aníta Björk Gunn- arsdóttir, formaður nefndarinn- ar. Mæðrastyrksnefnd hafði síð- ast matarúthlun um páska, en skortur á fjármagni hefur haml- að úthlutunum síðan. „Þörfin er engu að síður brýn, því 40- 50 fjölskyldur leita til okkar á mánuði,“ segir Aníta Björk sem hvetur fyrirtæki sem einstak- linga til að leggja nefndinni til fjármagn. –mm Skora á Íbúðalánasjóð BORGARBYGGÐ: Byggðar- ráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að skora á Íbúðalánasjóð að leigja út íbúðir í eigu sjóðsins í Borg- arbyggð. Í samtali við Skessu- horn sagði Páll S. Brynjars- son sveitarstjóri að byggðarráð horfi aðallega til um tíu nýrra íbúða í eigu sjóðsins sem eru við Brákarbraut í Borgarnesi sem allar eru tilbúnar til notkunar. Páll segir skort á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu og því sé mik- ilvægt að Íbúðalánasjóður bjóði íbúðirnar til leigu. –hlh Skotfélag fær æfingasvæði BORGARBYGGÐ: Á fundi umhverfis- og skipulagsnefnd- ar Borgarbyggðar sl. föstudag var samþykkt að veita Skot- félagi Vesturlands heimild til að nýta landskika við Öldu- hrygg á Mýrum sem æfinga- svæði. Að sögn Páls S. Brynj- arssonar sveitarstjóra Borgar- byggðar er svæðið rétt neðan við grjótnámu Borgarverks við Snæfellsnessveg, tæpum einum kílómeter norðvestan við Borg. Skotfélag Vesturlands var stofn- að í apríl á síðasta ári í Borgar- nesi og eru félagsmenn nú um 100. Töluverður áhugir er fyrir starfi þessa unga félags sem m.a. hóf í vetur uppbyggingu inniað- stöðu í gamla sláturhúsi Kaup- félags Borgfirðinga í Brákarey. Formaður SV er Þórður Sig- urðsson. –hlh Leiðrétt vegna aðsendrar greinar Vegna aðsendrar greinar Önnu Hallgrímsdóttur sem birtist í Skessuhorni 5. júní sl. vill Valdís Einarsdóttir safnastjóri Byggða- safns Dalamanna og Héraðs- skjalasafns Dalasýslu koma eft- irfarandi á framfæri. „Byggða- safn Dalamanna opnaði 1. júní, en þar er ekki veitingasala, hef- ur aldrei verið og verður ekki á meðan safnið er í núverandi húsnæði. Við tökum heldur ekki á móti pöntunum fyrir Hótel Eddu, sem er allt annar rekstrar- aðili og Byggðasafn Dalamanna hefur ekkert með að gera,“ seg- ir Valdís. Anna, sem skrifaði umrædda grein, hefur jafnframt óskað eftir að leiðrétting komi fram á misfærslu hennar: „Þau mistök áttu sér stað hjá mér í síðasta tölublaði að Byggðasafn Dalamanna í Sælingsdal var sagt hafa verið lokað 1. júní sl. og því hafi hópur á mínum veg- um hætt við komu þangað. Hið rétta er að safnið var opið þenn- an dag eins og kynnt hafði ver- ið. Þessi fullyrðing er hér með borin til baka og hlutaðeigend- ur starfsmenn Byggðasafnsins beðnir afsökunar.“ -mm Þrettán sóttu um starf bygginga- fulltrúa HVALFJ.SV: Umsóknarfrest- ur um stöðu byggingafulltrúa í Hvalfjarðarsveit rann út 8. júní sl. Umsóknir um stöðuna voru 13: Ármann Halldórsson, Egg- ert Guðmundsson, Einar Þor- björnsson, Gísli Grétar Gunn- arsson, Guðjón Þór Ragnars- son, Guðný Elíasdóttir, Gunn- ar S Ragnarsson, Gunnlaugur Jónasson, Karl Ómar Jónsson, Kristinn Aðalbjörnsson, Ómar Örn Kristófersson, Rúnar Ingi Guðjónsson og Vífill Björnsson. „Sveitarstjóri og fjármálastjóri munu fara yfir umsóknirnar og skila samantekt til sveitarstjórn- ar á næsta fundi,“ segir í frétt á vef sveitarfélagsins. –mm Aflabrögð hafa verið góð hjá grá- sleppusjómönnum á Breiðafirði síð- an veiðar hófust inni á firðinum 20. maí síðastliðinn. „Við erum ánægð- ir með fiskiríið en óánægðir með annað, svo sem að dagafjöld- inn er orðinn alltof lítill á veið- unum,“ segir Páll Aðalsteinsson sem rær frá Stykkishólmi ásamt félaga sínum Álfgeiri Marinós- syni. Þeir hafa frá 20. maí róið á Önnu Karen SH og voru á mánu- daginn búnir að fá 16,5 tonn af heilli grásleppu, en fengu í fyrra á 50 dögum sem þá voru leyfðir til veiðanna 25 tonn á þann bát. Fimmtudaginn 20. júní verða 32 dagarnir sem nú eru leyfðir á bát búnir og þá gera þeir félagar út næsta tímabili á Fríðu SH, sem þeir eiga einnig. Páll segir betri veiði nú en í fyrra sem megi meðal annars rekja til þess að mun færri net eru í sjó, 200 á bát í stað 300 í fyrra. Nú eru líka færri bátar sem stunda veiðarnar, 13 bátar frá Stykkishólmi en voru þremur eða fjórum fleiri í fyrra. Hrognaverð hefur lækkað og er nú í sögulegu lágmarki, 400 krónur fengjust nú fyrir kílóið af hrognun- um í stað 1.250 króna þegar það var best. Það bætir hins vegar úr skák segir Páll að nú sé grásleppan seld heil og fyrir stykkið fáist 600 krónur með hrognum. Aðspurð- ur segir hann að veður og gæft- ir frá því veiðarnar byrjuðu inn- an kollulínunnar 20. maí hafi ver- ið mjög hagstæðar, en sú lína nær frá Lambanesi við Arnórsstaði rétt vestan við Brjánslæk yfir að Krossnesvík vestan við Grundar- fjörð. Páll og Álfgeir leigðu sér bát til að stunda veiðar utan lín- unnar frá 20. mars til 20. apríl. „Þá voru ógæftir og netatjón og við veiddum bara tíu tonn, þann- ig að það var lítið út úr því að hafa,“ sagði Páll Aðalsteinsson. þá Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barna- verndarstofu fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013 var birtur í síðustu viku. Þar kom fram að til- kynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á landinu öllu um tæplega 13% fyrstu þrjá mánuði ársins 2013 samanborið við fyrstu þrjá mánuði ársins 2012. Hlutfallslega var fjölg- un tilkynninga langmest á Akranesi þar sem þær fóru úr 18 fyrstu þrjá mánuði 2012 í 49 nú í ár. Fjölgun- in er því nálægt 250% milli ára. Fjölgun slíkra mála er einnig mik- il í Reykjanesbæ eða úr 109 í 167 á þessu tímabili, en minni ann- ars staðar. Fleiri tilkynningar bár- ust um drengi, en stúlkur, en hlut- fall tilkynninga vegna drengja var 53,1% fyrstu þrjá mánuði ársins 2013. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi segir erfitt að draga ályktanir vegna fjölgunar barna- verndartilkynninga út frá þrem- ur fyrstu mánuðum ársins, en um sveiflur sé að ræða þar sem tilkynn- ingarnar hafi verið 34 fyrstu þrjá mánuðina 2011 í stað 18 í fyrra og síðan 49 núna í ár. Regína vekur at- hygli á því að farið var í kynningu á 112 sem barnanúmeri í byrjun árs, með greinarskrifum í Skessuhorn og á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Væntanlega hafi sú kynning orð- ið til þess að ýta við fólki, sem hafi svo leitt til mikils fjölda tilkynninga fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Flestar tilkynningar frá barna- verndarnefndunum á landinu voru vegna vanrækslu, eða 35,9% fyrstu þrjá mánuði ársins 2013. Einnig fjölgaði tilkynningum vegna kyn- ferðisbrotamála um 50% á tíma- bilinu frá árinu áður. Er sú fjölgun rakin til mikillar umfjöllunar fjöl- miðla um þau mál frá byrjun árs- ins. Fjöldi tilkynninga í skýrslunni er fenginn með því að leggja sam- an fjöldann frá mánuði til mánaðar og þess vegna getur sama barnið átt við í tilkynningum í hverjum mán- uði. Til samanburðar við Akranes má nefna að á svæði Borgarfjarð- ar og Dala bárust 11 tilkynning- ar fyrstu þrjá mánuðina í fyrra en fimm sama tímabil nú í ár. Á svæði Snæfellinga bárust sex tilkynning- ar fyrstu þrjá mánuði 2012 en tíu fyrstu þrjá mánuðina í ár. þá Mikil fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefndar á Akranesi Páll Aðalsteinsson og Álfgeir Marinósson grá- sleppusjómenn í Stykkishólmi. Góð aflabrögð hjá grásleppusjómönnum á Breiðafirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.