Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Page 17

Skessuhorn - 12.06.2013, Page 17
17MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Tölvumaður óskast Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir tölvumanni í 100% starf í notendaþjónustu á Hvanneyri Meginverkefni: Aðstoð við starfsfólk og nemendur, ásamt viðhaldi og uppsetningu á tölvubúnaði. Önnur verkefni á þessu sviði sem starfinu tengjast. Æskileg menntun, reynsla og hæfni: Nám í tölvunarfræði eða önnur samsvarandi menntun sem nýtist vel í starfinu eða töluverð reynsla á þessu sviði. Góð þekking á tölvum og Microsoft hugbúnaði. Ábyrgð, vandvirkni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Góð færni í mannlegum samskiptum. Vinnustaður: Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri. Launakjör: Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Upplýsingar: Nánari upplýsingar veitir Guðjón Helgi Þorvaldsson, umsjónamaður tölvumála, netfang gudjon@lbhi.is, sími 8435311. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. ágúst. Umsókn ásamt starfsferilskrá og prófskírteinum skal senda til: Landbúnaðarháskóli Íslands, b.t. Guðjóns Helga Þorvaldssonar, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið starf@lbhi.is Opið miðvikudaga - sunnudaga frá kl. 14.00 - 17.00 17. júní - 28. júlí 2013 Listasetrið Kirkjuhvoll Merkigerði 7 - Akranesi Ver Samsýning Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Sólveigar Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur Opnun 17. júní kl. 16.00 Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit hefur síður en svo látið staðar numið við rekst- ur vindmyllu á jörð sinni, þrátt fyrir að fyrsta vindmyllan hans hafi eyði- lagst í roki einungis rúmum fjórum mánuðum eftir vígslu hennar árið 2011. Myllan sú var jafnframt fyrsta vindorkuver landsins sem tengt var inn á dreifikerfi Landsnets, en Fall- orka á Akureyri keypti þá raforku sem Haraldur notaði ekki til bú- rekstrarins í Belgsholti en útveg- aði í staðinn það rafmagn sem búið þurfti að kaupa þegar rafmagns- framleiðslan var ekki næg heima fyrir. Myllan framleiddi 70-75% af raforkuþörf búsins en afgangs orka var seld þegar vindar voru hagstæð- ir. Haraldur er nú ásamt aðstoðar- mönnum sínum að leggja lokahönd á nýja og mikið endurbætta vind- myllu sem ætlunin er að reisa um eða uppúr næstu helgi, helst áður en heyannir taka við. Rifjaðist upp stærra áfall Bilun varð í stýribúnaði gömlu vind- myllunnar í Belgsholti í roki sem gerði 29. nóvember 2011. Sló hún ekki af þrátt fyrir mikinn vind og mátti rekja orsökina til galla í stýri- búnaði. Óhappið lýsti sér þannig að þegar vindur jókst snerist myll- an í heilar 180 gráður undan vindi og byrjaði að basla á móti vindinum og taka við það mikið rafmagn útaf dreifikerfinu, í stað þess að senda þangað rafmagn. Tveir af þremur spöðum hennar flögnuðu sundur við þetta og sá þriðji hékk á og við það missti hún jafnvægið og hristist þar til að hún braut sig af festingun- um og steyptist niður. Þriðji spað- inn hjó sundur efsta hluta masturs- inns um leið og hún féll til jarð- ar. Aðspurður segist Haraldur hafa tekið þessu óhappi af karlmennsku og ákveðið að láta ekki mótbyrinn slá sig út af laginu. „Þegar ég kom að brotnu myllunni varð mér hugs- að til óhapps sem varð hér þegar ég var barn. Faðir minn var nýbú- inn að byggja fjárhús hér austan við bæinn og einungis átti eftir að setja hurðirnar í, þar sem endað var á að mála þær. Þá gerði svona rosalegt vestanrok að fjárhúsin hreinlega splundruðust af því dyrnar vant- aði, einungis annar hliðarveggur- inn stóð eftir og þurfti því að end- urbyggja þau frá grunni. Þegar ég kom að vindmyllunni eftir óhappið rifjaðist þetta atvik upp fyrir mér og hugsaði ég sem svo að fyrst pabbi komst í gegnum sitt áfall, þá hlyti ég að komast í gegnum þetta,“ rifj- ar Haraldur upp. Endurhannað og bætt Nú hefur Haraldur endurhannað margt frá fyrri vindmyllunni. Held- ur tafði hann að sænska fyrirtæk- ið sem framleiddi myllurnar varð gjaldþrota um svipað leyti og myll- an skemmdist og erfiðara reyndist því að nálgast varahluti. Í gegnum þrotabúið fékk hann þó að endingu nýjan mótor og gír ásamt nokkr- um smærri hlutum en margt hefur hann látið smíða nýtt, traustbyggð- ara en áður. Nú hyggst Harald- ur m.a. lækka hæð mastursins sem vindmyllan hvílir á, þar sem kom- ið hefur í ljós að meiri hagkvæmni fæst í framleiðsluna með því að beisla vindinn í minni hæð. „Nýja vindmyllan er nánast að öllu leyti endurbyggð, bæði styrkingar í vél- arhúsinu og þá mun mastrið verða lægra. Það er til bóta að lækka það um nokkra metra því þá mun hún síður slá út þegar vindur er of sterk- ur í meiri hæð,“ segir Haraldur. Þegar blaðamaður leit við í véla- skemmunni í Belgsholti síðastlið- inn sunnudag unnu tæknimenn ásamt Haraldi við að forrita og fín- stilla ýmsan búnað í stýrikerfi myll- unnar sem stjórnar því t.d. hvern- ig vindmyllan snýr eftir vindátt og hvenær hún slær af sökum of mik- ils vindálags. Nýja myllan er líkt og sú fyrri tölvustýrð og getur Har- aldur fylgst með úr heimatölvunni hvernig allt stýrikerfi hennar virk- ar. Eftir að hann var búinn að lýsa fyrir gesti hvernig myllan og end- urbyggingu hennar er háttað, er blaðamaður ekki í minnsta vafa um að bóndinn í Belgsholti er nú þeg- ar orðinn einn fremsti sérfræðingur landsins í svona búnaði. Bremsudæla úr 25 ára Subaru Þegar gamla myllan féll af stalli sínum eyðilagðist flest í tækjabún- aði hennar. Til að mynda brotn- uðu spaðar hennar þrír, en þeir eru hver um sig hálfur sjöundi metri að lengd. Haraldur lét gera mót af þeim norður í landi og steypti þá nýja og sterkbyggðari en þá fyrri. Mótin verða svo áfram til og hægt að endurgera spaða eftir þeim ef og þegar þess þarf. Mótor og gír myllunnar var einnig endurnýjað- ur. Þá hafa ýmsar festingar, tækni- búnaður og stýringar verið endur- byggðar þannig að galli eins og sá sem olli skemmd á gömlu myllunni á helst ekki að geta endurtekið sig. Hugvit bóndans kemur svo víða við í endurbyggingunni. Sem dæmi þá lét Haraldur endursmíða bremsu- disk fyrir spaðahjólið í myllunni og á þessum bremsudiski er bremsu- dæla. „Mér höfðu fróðir menn sagt að bremsudælur í Subaru bíl- um árgerð 1988 hafi verið þær öfl- ugustu sem gerðar hafa verið. Ég útvegaði mér því slíka dælu og lét gera hana upp. Raunar má segja að meirihlutinn af búnaði í nýju myll- unni sé endurhönnun og bæting frá þeirri gömlu og fær þessi því nafn- ið Halli-Vind, enda er meirihlutinn í þessari endurgerð íslensk hönnun og framþróun á sænska hugvitinu,“ segir Haraldur. Stofnkostnaður gömlu vindmyll- unnar í Belgsholti var um 11 millj- ónir króna en endurgerð þessar- ar áætlar Haraldur að muni kosta hann tæpar sjö milljónir. Eldri vind- myllan var ótryggð fyrir áföllum og því fellur allur kostnaður við verkið nú á Harald. Hann segir þó ljóst að ef þessi nýja skilar sínu jafn vel eða betur en sú gamla gerði, muni hún vinna fyrir fjárfestingunni á nokkr- um árum. mm Ný og endurbætt vindmylla í Belgsholti Hér er fyrri myllan á stalli sínum. Nú verður mastrið lækkað en talið er hag- kvæmara að beisla vindinn nær jörðu. Haraldur við vélbúnaðinn í nýju vindmyllunni, en nú er unnið að prófunum og fínstillingu fyrir uppsetningu um næstu helgi. Hver mylluspaði er 6,5 metrar að lengd. Hér er búið að koma fyrir bremsudælu úr Subaru árg. 1988 við bremsudisk nýju myllunnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.