Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Side 20

Skessuhorn - 12.06.2013, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Myndband við lagið „Fun in the sun“ með hljómsveitinni My Sweet Baklava frá Akranesi kom út í síð- ustu viku. Tónlistarmyndbandið var tekið upp á Akranesi í vor en lagið er að finna á plötu sveitarinn- ar, Drops of sound, sem kom út í febrúar. Tökustaðir myndbandsins voru Garðalundur og Litla búðin við Kirkjubraut. „Þetta er sumar- lag sem við höfum átt nokkuð lengi og alltaf beðið eftir rétta sumrinu til þess að gera eitthvað meira með lagið. Það fjallar um stelpu sem vinnur í fatabúð en leiðist því all- ir aðrir eru að leika sér úti í sól- inni,“ sagði Valgerður Jónsdóttir söngkona og píanóleikari í samtali við Skessuhorn. Stúlkuna lék Aldís Ylfa Heimisdóttir og það var Akur- nesingurinn Kristinn Gauti Gunn- arsson sem annaðist upptökur og klippingu á myndbandinu. Hljóm- sveitina skipa hjónin Valgerður og Þórður Sævarsson sem bæði koma frá Akranesi ásamt Sveini Rúnari Grímarssyni sem spilar á bassa og Smára Þorsteinssyni sem spilar á trommur. Á plötunni spila einn- ig Gunnhildur Vilhjálmsdóttir á trompet og harmónikku og Jón Trausti Hervarsson, faðir Valgerð- ar, á saxófón. „Gunnhildur gat því miður ekki leikið í myndbandinu vegna anna í sauðburði og fengum við því Petrúnu Berglindi Sveins- dóttur til þess að hlaupa í skarðið fyrir hana og leika trompetleikara,“ segir Valgerður. Tónleikar í Kaupmannahöfn Þetta er fyrsta tónlistarmyndband- ið sem hljómsveitin gefur út. „En vonandi ekki það síðasta,“ seg- ir Þórður. „Þetta virðist vera ein besta leiðin til þess að fá fólk til þess að hlusta á tónlistina og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við myndbandinu. Nú bindum við bara vonir við að Ingvi Hrafn setji myndbandið í reglulega spilun á ÍNN,“ segir hann og hlær. Mynd- bandið má síðan finna á vefsvæðinu YouTube og einnig með frétt á vef- síðu Skessuhorns sl. föstudag. Þess má geta að hljómsveitin heldur tónleika á Café Zusammen í Fredriksberg Kaupmannahöfn laugardaginn 29. júní næstkom- andi og þá mun hún fylgja plötunni á eftir með ýmsum tónleikum hér á landi í sumar. „Við höfum verið dugleg að spila, bæði bara við tvö en einnig með hinum strákunum í hljómsveitinni, frá því platan kom út í febrúar. Einnig erum við byrjuð að semja nýtt efni svo það er aldrei að vita nema ný plata komi út von bráðar,“ segja Valgerður og Þórður í hljómsveitinni My Sweet Baklava að lokum. ákj Sýningin 21.07 verður frumsýnd í Frystiklefanum Rifi fimmtu- daginn 27. júní næstkomandi. Er þetta fjórða sumarið í röð sem starfrækt er leikhús í þessu 165 manna samfélagi á norðanverðu Snæfellsnesi en það er heimamað- urinn og leikarinn Kári Viðars- son sem er forsprakkinn í þessu spennandi verkefni. Nýjasta sýn- ingin, og sú önnur sem unnin er í samstarfi við Víking Kristjáns- son leikara, fjallar um lendingu geimvera á Snæfellsjökli þann 5. nóvember 1993 og er því að hluta sannsöguleg. Blaðamaður Skessuhorns leit við í Frystiklef- anum í síðustu viku og ræddi við Kára og Víking um þetta forvitni- lega leikrit. „Þrír geimveruáhugamenn frá sitt- hvorum staðnum í heiminum fengu sýn á sama tíma um að geimverur myndu heimsækja jörðina á Snæ- fellsjökli 5. nóvember 1993. Þeir fengu einnig út sama lendingartíma, kl. 21.07, og þess vegna varð þetta að þessari stóru, alheimsfrétt. Þetta var til að mynda í fréttum á Íslandi í marga mánuði áður en þetta átti að gerast og hingað komu fullt af er- lendum geimveruáhugamönnum og sérfræðingum til þess að verða vitni að þessum merkilega atburði,“ út- skýrir Kári í byrjun spjalls. Heimafólk á Snæfellsnesi tók fullan þátt í móttöku geimveranna og skipulagði flotta dagskrá þenn- an dag. Sýningin, 21.07, sem gerist á rauntíma, fjallar um tímann í að- draganda lendingarinnar og bregða Kári og Víkingur, sem báðir verða á sviðinu, sér í líki margra persóna sem komu við sögu. Sumar þeirra eru enn búsettar á svæðinu við Snæ- fellsjökul. „Enn þann dag í dag eru mjög skiptar skoðanir um geimverur og tilvist þeirra. Þess vegna leyfum við okkur að skoða þennan atburð út frá mörgum sjónarhornum þannig að sem flestar skoðanir fái að njóta sín,“ segir Víkingur. Ímyndunarveikur og skíthræddur Þó nú séu tuttugu ár liðin frá því geimverur áttu að lenda á Snæfells- jökli er atburðarásin enn mörgum Snæfellingum í fersku minni. Kári er þar engin undantekning þó svo að hann hafi einungis verið átta að verða níu ára þetta örlagaríka haust. „Ég var alveg sérstaklega ímyndun- arveikt barn og því alveg skíthrædd- ur við þetta,“ rifjar hann upp. „Ég trúði því alveg hundrað prósent að þetta væri að fara að gerast, þorði til að mynda ekki að fara upp á jök- ul og var í rauninni að fara yfir um á tímabili. Þess vegna lifir þessi dag- ur svona vel í minningunni og ég held það sé þannig með marga hér á svæðinu. Það muna allir hvar þeir voru þennan dag.“ Að sögn Kára líta margir á þenn- an atburð í dag sem hálfgert grín og brandara. Þegar hann hafi hins vegar farið að skoða þetta út frá fleiri hlið- um hafi hann komist að því að marg- ar ólíkar hvatir lágu að baki þess að fólk tók virkan þátt í þessu. „Sumir trúðu virkilega á þetta og komu jafn- vel langa leið utan úr heimi til þess að verða vitni að þessum atburði sem þeir trúðu að myndi breyta lífi þeirra. Þetta fólk varð síðan mjög sorgmætt og vonsvikið þegar það sá ekki geim- verur. Trúin var svo sterk. Síðan var fullt af fólki sem fannst þetta bara sniðugt og vildi gera eitthvað öðru- vísi og skemmtilegt. Það fór upp á jökul til þess að taka þátt og horfa á flugeldasýningu. Við skoðum at- burðinn þannig út frá fleiri hliðum en þeirri sem almenningur þekkir.“ Upphefja raunveruleikann Kári fór í heilmikla heimildavinnu við undirbúning leiksýningarinnar. Talaði við fólk sem tengdust atburð- inum, skoðaði blaðagreinar tengd- ar honum og fékk til að mynda all- ar fréttir Ríkissjónvarpsins frá þess- um tíma til athugunar. „Við notumst við staðreyndir í sýningunni en tök- um okkur síðan ákveðið skáldaleyfi og leikum okkur með þær. Stað- reyndirnar eru þarna en við leyfum okkur að ýkja þær aðeins,“ segir Vík- ingur. „Í sumum tilfellum mjög mik- ið,“ skýtur Kári inn í. „Í grunninn eru sögurnar sannar og persónurn- ar raunverulegar. En til þess að gera leiksýningu sem verður ekki mónó- tónísk kennslustund um atburðinn, heldur sýningu sem hefur flækjur og árekstra og allt þetta sem fólk vill sjá í leikhúsi, þá þurftum við að taka okkur mikið skáldaleyfi.“ „Það má segja að við séum að upphefja raun- veruleikann,“ bætir Víkingur við. „Og þó svo að við notumst við al- vöru nöfn þá er þetta ekki eftirherm- usýning. Þeir sem sjá persónu með sínu nafni í leiksýningunni munu því ekki sjá neina alvöru speglun.“ Strákarnir segja heimamenn hafa tekið mjög vel í hugmyndina og að margir bíði spenntir eftir lokaút- komunni. Þeir voru til dæmis með leiklestur í Ólafsvík á dögunum þar sem lesnar voru upp nokkrar sen- ur úr leikritinu við góðar undir- tektir gesta. „Nú eru tuttugu ár síð- an þetta gerðist og er okkar ætl- un að upphefja þennan viðburð svo hann gleymist ekki. Í mínum huga er þetta mjög stór saga fyrir þetta sam- félag, allavega ein sú stærsta á mín- um æskuárum,“ segir Kári. Fáar sýningar í sumar Kári og Víkingur hafa áður unn- ið saman en þeir settu í samein- ingu upp gamanleikinn Hetju sem byggður var á Bárðar sögu Snæfells- áss. Sú sýning var jafnframt frum- raun Kára á sviði og fyrsta sýning- in sem sett var upp í Frystiklefan- um í Rifi. Verkið fékk frábæra dóma og var í framhaldinu sýnt bæði í Landnámssetrinu í Borgarnesi og í Tjarnarbíói. „Hetja gekk mjög vel og við höfum lengi stefnt að því að vinna aftur saman en tímasetningar ekki hentað,“ segja þeir. Eins og áður sagði verður 21.07 frumsýnt í Frystiklefanum fimmtu- daginn 27. júní næstkomandi. Hins vegar verða sýningarnar ekki marg- ar í sumar sökum anna hjá bæði Kára og Víkingi. Gera þeir ráð fyr- ir að ná fimm til sjö sýningum áður en þeir verða að hverfa til ann- arra verka. „Vonandi fjölmenn- ir fólk bara. Þetta lofar mjög góðu og verður mjög fyndið og skemmti- legt ferðalag ,“ segja þeir Kári og Víkingur að lokum en svo gæti far- ið að færri komist að en vilja. Því er eins gott að fólk fylgist með aug- lýsingum frá þeim félögum þegar nær dregur og tryggi sér miða sem fyrst. ákj Hljómsveitin My Sweet Baklava sendir frá sér tónlistarmyndband Hjónin Þórður Sævarsson og Valgerður Jónsdóttir. Skoða lendingu geimvera á Snæfellsjökli Leikararnir Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson heimsóttir í Frystiklefann Frá leiklestri þeirra félaga í Pakkhúsinu í Ólafsvík nýverið. Ljósm. þa. Víkingur Kristjánsson og Kári Viðarsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.