Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Qupperneq 21

Skessuhorn - 12.06.2013, Qupperneq 21
21MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 www.skessuhorn.is Athygli er vakin á því að næsta útgáfa Skessuhorns verður fimmtudaginn 20. júní í staðinn fyrir miðvikudaginn 19. júní. Næsta blað Frestur til að skila auglýsingum er til kl. 12.00 miðvikudaginn 19. júní. Samstarfshópur um forvarnir í Bor gar byg gð. 16 ára dansleikir og áfengi fara ekki saman! Smáralind og Kringlunni Verið velkomin við tökum vel á móti ykkur Sími 544-4220 - 568-4344 KOMIÐ OG TAKIÐ ÞÁTT Í HJÓLALEIKNUM OKKAR! FULL BÚÐ AF FLOTTUM SUMARFÖTUM S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Nýlega var ráðið í sameiginlega stöðu fulltrúa skipulags- og bygg- ingamála bæði í Grundarfirði og Stykkishólmi. Það var bygginga- fræðingurinn og húsasmíðameist- arinn Sigurbjartur Loftsson, eða Baddi eins og hann er yfirleitt kall- aður, sem var valinn úr hópi um- sækjenda. Þess má geta að fyrir- tæki sem hann á hlut í, Batteríið, tók síðastliðinn föstudag við hin- um virtu verðlaunum Evrópusam- bandsins í nútíma arkitektúr, Mies van der Rohe, fyrir hönnun á ráð- stefnu- og tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Sama dag og verðlaun- unum var veitt viðtaka hitti blaða- maður Skessuhorn Badda fyrir á skrifstofu hans í Hafnarfirðinum og spurði hann nánar út í þennan nýja starfsvettvang á Snæfellsnesi. Lærði í Danmörku og Nýja Sjálandi Baddi er fæddur árið 1973 og ólst upp í Grindavík. „Þar vann ég við netagerð, var á sjónum bæði á loðnu og trolli en ákvað síðan að fara í skóla og læra smíðar,“ segir hann í byrjun spjalls, en hann út- skrifaðist sem smiður árið 1992 og fór að vinna hjá byggingafyrirtæk- inu HK verk. „Við smíðuðum fullt af einbýlishúsum, parhúsum og raðhúsum bæði úr timbri og steypu og sinntum einnig viðhaldi hér og þar meðal annars við Bláa lónið og Víðihlíð dvalarheimili aldraðra. Stærstu verkefnin sem má nefna er að við vorum undirverktakar hjá nýja Bláa lóninu og sinntum einn- ig viðhaldi þar. Það var mikil áskor- un því þetta var öðruvísi bygg- ing en maður átti annars að venj- ast, og svo að innrétta flugskýlið fyrir Suðurflug upp á Keflavíkur- flugvelli,“ segir Baddi en eftir níu ára starf við smíðar ákvað hann að fara og læra meira. Byggingafræð- in varð fyrir valinu og flutti hann því til Danmerkur til að nema fag- ið. „Ævintýraþráin blundaði alltaf í mér og endaði ég niðri á Nýja Sjá- landi þar sem ég tók praktík. Þar endaði ég inni á stofu sem heit- ir Dimensions Architects og sér- hæfir sig í rándýrum einbýlishús- um og skólabyggingum. Eftir prak- tíkina var mér boðin vinna strax, ég var ekki einu sinni búinn með skól- ann, og fyrir vikið ákvað ég að gera lokaverkefnið mitt hjá þeim sam- hliða vinnu. Lokaverkefnið mitt var hönnun leikskóla með öllum þeim kröfum sem gerðar eru þarna nið- urfrá, en þær eru mun harðari en við eigum að venjast hér á Íslandi. Menn eru hræddari og meðvitaðri um brottnám barna og misnotkun og bera byggingarnar keim af því. Gler er mikið notað á leikskólun- um og eru veggirnir úr gleri fyrir 120-150 sentímetrana svo allir hafi góða yfirsýn yfir hvað er að gerast í leikskólanum. Starfsfólk sér þann- ig inn í öll rými en börnin lifa í sín- um heimi fyrir neðan glerið,“ út- skýrir Baddi. Fengist við ýmis stór verkefni Eftir útskrift starfaði Baddi í þrjú ár í Nýja Sjálandi og var þá boð- ið að kaupa sig inn í arkitektastof- una. „Ég ákvað að gera það ekki. Kannski sem betur fer því þetta er langt í burtu frá heimahögun- um, eða 27 tíma flug ef ég ætlaði að skreppa heim,“ segir hann, en á Nýja Sjálandi kynntist hann eigin- konunni, Kristbjörgu Hermanns- dóttur frá Stykkishólmi, sem var þar á ferðalagi. „Ég ákvað því að flytja aftur heim til Íslands og taka löggildinguna. Þetta var árið 2006 og allt brjálað að gera í byggingar- iðnaðinum hér á landi. Mér bauðst vinna nánast hvar sem er og end- aði hér hjá Batteríinu, sem ég sé svo sannarlega ekki eftir. Ég keypti mig inn í fyrirtækið árið 2009 og hef tekið þátt í mörgum spenn- andi verkefnum á þessum tíma. Ég teiknaði meðal annars Ásvalla- laugina, höfuðstöðvar Mannvits og var verkefnisstjóri á Alþingisreitn- um og flutningi Skúlahúss sem er sennilega þyngsta og hæsta hús sem hefur verið flutt á Íslandi. Þeg- ar kreppan kom hérna þá datt þessi bransi alveg niður og við fórum að leita okkur verkefna út fyrir lands- steinana. Við enduðum bæði í Nor- egi og Kanada og vorum meðal annars valin til þess að hanna fyr- ir University of Manitoba svokall- að Active Living Center sem er í raun stór miðstöð fyrir afreks- fólk í íþróttum, eða alls tíu þúsund fermetra bygging. Þetta eru bara nokkur dæmi um það sem ég hef fengist við hérna síðastliðin sjö ár,“ segir Baddi. En hvernig dettur farsælum byggingafræðingi frá Grindavík í hug að sækja um stöðu skipu- lags- og byggingafulltrúa Grundar- fjarðar og Stykkishólms? „Ég við- urkenni að það var ekki auðveld ákvörðun,“ segir Baddi. „Þegar ég sá auglýsinguna spurði ég Krist- björgu í gamni hvort ég ætti ekki bara að sækja um. Hún er náttúr- lega frá Stykkishólmi þannig við verjum þegar miklum tíma þar og okkur líður mjög vel í Stykkishólmi. Við prófuðum að spyrja krakkana hvernig þeim litist á að flytja vestur og þegar þau sögðust bæði vera til í það sótti ég um.“ Sest hinum megin við borðið „Hverjum manni er hollt að breyta til á tíu ára fresti,“ segir Baddi en hann vann í níu ár sem smiður og hefur nú unnið í níu ár á arkitekta- stofu. „Ætli ég verði þá ekki í níu ár byggingafulltrúi,“ spyr hann og brosir. Þó hann kveðji samstarfsfólk sitt hjá Batteríinu með söknuði seg- ist hann spenntur fyrir nýjum verk- efnum. „Ég átta mig á því að þarna verður ekki sama gríðarlega upp- byggingin og hefur verið hér fyr- ir sunnan. Ég tekst bara á við þau verkefni sem koma upp, held áfram ráðgjöf, uppbyggingu og framþró- un hjá einstaklingum og fyrirtækum í sveitarfélögunum eins og þarf á að halda og reyni að leysa úr þeim jafn óðum. Það hefur gengið hingað til. Ég tel mig þekkja þetta starf ágæt- lega eftir um tuttugu ár í þessum bransa en ég hef verið í töluverðum samskiptum við byggingafulltrúa í gegnum tíðina. Nú má segja að ég setjist hinum megin við borðið.“ Fjölskyldan mun flytja til Stykk- ishólms á næstu misserum en Baddi og Kristbjörg eiga tvö börn, fimm og fjórtán ára. Kristbjörg hefur sagt starfi sínu sem kennari við Hús- stjórnarskólann í Reykjavík lausu en sagt er að þaðan fari fólk yfir- leitt ekki fyrr en það nær eftirlauna- aldri. Fjölskyldan rífur sig þann- ig að öllu upp með rótum. „Þann- ig ef einhver veit um hús fyrir fjög- urra manna fjölskyldu þá getur hann haft samband,“ segir hann og hlær. „Þetta er yndislegt svæði og ég held það hafi alveg fullt af mögu- leikum. Það eina er að það er nokk- uð langt frá Reykjavík upp á að fá ferðamenn þangað, sérstaklega yfir veturinn. En ég held að það sé alveg hægt að gera gott betra. Ég hlakka bara til að takast á við þetta verkefni hjá Grundarfirði og Stykkishólmi,“ segir Sigurbjartur Loftsson að lok- um. ákj Sigurbjartur Loftsson nýr skipulags- og byggingafulltrúi Grundarfjarðar og Stykkishólms: Svæðið býður upp á marga möguleika Sigurbjartur Loftsson nýr skipulags- og byggingafulltrúi í Grundarfirði og Stykkishólmi. 17. júní kaffi á Akranesi Kaffisala Kirkjunefndar Akraneskirkju í Safnaðarheimilinu Vinaminni, Skólabraut 13 frá kl. 14.00 til 17.00. Glæsilegt kökuhlaðborð. Verð: Fullorðnir kr. 2.000. Börn 6-12 ára kr. 500 Ath: Ekki posi á staðnum. Kirkjunefnd Akraneskirkju Ske ss uh or n 20 13

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.