Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Vísnahorn En Hákon væri sæmilegur sópur - svona ef að hausinn snéri niður Um tíma var það algengt að yrkja for- mannavísur um þá sem réru frá tilteknum verstöðvum og einn slíkur vísnaflokkur frá Stokkseyri 1891 eftir Magnús Teitsson hefst á þennan hátt: Það skal heyra þjóðin svinn þá sem keyra um skervöllinn fiska leira fákinn sinn frá Stokkseyri um veturinn. Adolf keyrir kaðla jó, kalt þó heyrist ránar hó, öðrum meiri áls um mó, á Stokkseyri halur bjó. Önnur svipaðrar ættar, einnig eftir Magn- ús: Yfir bjartan bárupart berst með hjarta ólinu. Grætur vart, þótt gangi ei hart Grímur á kvartelinu. Það er ekki amalegt að vera á sjó í góðu veðri að vori eða sumri til og horfa á fjallasýn- ina speglast í sjónum. Á Húnaflóa kvað Hösk- uldur Bjarnason frá Drangsnesi: Út á flóans öldureit eins í logni og báruföllum ekkert fegra augum leit en aftansól á Strandafjöllum. Þó geta ákveðin vandamál gert vart við sig við þessar aðstæður. Einar á Reykjarhóli var eitt sinn á sjó en kunni ekki þær aðferðir sem vanir sjómenn notuðu við tilteknar aðgerðir. Leit í kringum sig og kvað: Enginn hólmi á sjónum sést, svartara hef ég aldrei litið. Það er orðið erfitt flest. Einar getur hvergi skitið. Annar Skagfirðingur, Hallgrímur á Steini, orti um nágranna sinn: Höskuldur vill hafa fisk, hirðir hvorki um slór né dorsk, röskur undir Reykjadisk roskinn dró þar margan þorsk. Fleiri fisktegundir hafa Íslendingar dreg- ið úr djúpunum, bæði söltum og ósöltum, en þorskinn einan. Ómaklegt væri að ganga fram hjá laxinum sem margan Borgfirðing- inn og reyndar fleiri hefur auðgað. Stuttu eft- ir að Þorkell í Ferjukoti stofnaði Veiðiminja- safnið, veitti Landssamband veiðifélaga smá styrk vegna safnsins. Keli var afar þakklátur og sagðist orðlaus, ekki hefði hann nú átt von á þessu, en hélt síðan ágæta þakkarræðu. Þá orti Þorsteinn á Skálpastöðum: Þorkell Fjeldsted fjarska glaður finnst nú lífið bjart Aldrei sagði orðlaus maður áður - svona margt. Það kom reyndar fyrir hér á árum áður að sjaldgæfar fuglategundir eins og pokaendur létu líf sitt í netum og að sjálfsögðu ástæðu- laust að henda matnum þegar ekki var of mik- ið til af honum. Ekki litu þó allir slíkt hátt- erni hýru auga og af einhverju slíku tilefni var kveðið: Siggi er skolli súreygur af syndahrolli stynur. Þessu olli Erlendur æðarkolluvinur. Raufarhöfn var á sínum tíma einn af merk- ari síldarsöltunarstöðum á landinu og á því tímabili mun það hafa verið sem Rósberg Snædal kvað: Falla lauf á foldu hljótt, flögra daufir hrafnar, eg er að paufast einn um nótt inn til Raufarhafnar. Við aðstæður eins og voru í síldarbæjunum í þá daga þegar laust saman ungu og fjörugu fólki í stórum stíl var óhjákvæmilegt að ein- hverjir atburðir gerðust sem ekki þurftu all- ir að vita. Um einhver slík atvik kvað Magn- ús Bogason: Váleg reynast villustig valda ýmsu í lífi manns. Hiklaust margur hengir sig um háls á konu náungans. Ingþór Sigurbjörnsson málarameistari var góður hagyrðingur og eitt sinn á seinni árum sínum kvað hann: Þótt ég hallist hálu á svelli, hrími skalli og missi hár. Þótt ég falli fyrir elli, fer ég valla nú í ár. Það getur eitt og annað orðið til að ergja menn í lífsbaráttunni og á einhverj- um tímapunkti í lífinu kvað Jónas Jóns- son sem kallaður var Sigluvíkur Jónas: Bágt er að líða fýsnaflog á fleyi geðshræringa og láta skríða skerjavog skyldu og tilfinninga. Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um aðgengi fólks að ýmsum náttúruperlum og má færa rök að því að til lítis sé að fá hingað fleiri ferðamenn ef ekki er hægt að veita þeim aðgengi að því sem þá langar til að sjá. Fyrir margt löngu var Þura í Garði á ferð að Detti- fossi og orti: Ég segi fyrir sjálfa mig og sömuleiðis hrossin: Við hlökkum til að hitta þig heilla- gamli -fossinn. Sem betur fer eigum við Íslendingar mikið af ágætismönnum en að vísu eru sumir meira ágætir að eigin áliti en annarra. Um einhvern afbragðsmann orti Friðbjörn í Staðartungu þessa mannlýsingu: Í viðskiptunum var hann fær, vildi hjálpa snauðum. Gekk þó af þeim oftast nær efnalega dauðum. Gjarnan vildi Guði í vil gefa smælingjunum. Fékk bara aldrei tíma til að taka af peningunum. Þegar hann sagði sjálfur frá sínum kostagrúa, æði margur átti þá örðugt með að trúa. Á níunda áratug síðustu aldar var Hákon Aðalsteinsson húsvörður hjá Menntaskólan- um á Egilsstöðum og hafði þá komið sér upp alskeggi því sem hann skartaði síðari hluta æv- innar. Stundum vildi dragast hjá honum ýmis- legt lítilræði í sambandi við viðhald og fleira. Eitt sinn gerðu skúringakonur (síðar nefnd- ar ræstitæknar) aðsúg að Konna og heimtuðu að hann lagfærði skrúbba þeirra og sópa. Þá orti Hákon. Dásemd marga Drottinn skóp dyggðinni til varnar en gleymdi þó að setja sóp á sumar kerlingarnar. Fyrir hönd kvennanna svaraði Hreinn Guð- varðarson: Mikið er nú kvenna heppinn hópur. Hjartans þakkir áhaldanna smiður, en Hákon væri sæmilegur sópur svona ef að hausinn snéri niður. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt. S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin í þriðja skiptið 1. júní síð- astliðinn. Allir framleiðendur af bjór hér á landi mættu en þeir eru: Bruggsmiðjan Kaldi, Steðji í Borgar- firði, Vífilfell, Gæðingur, Ölgerðin / Borg Brugghús, Ölvisholt Brugg- hús og svo auðvitað Hólamenn með Bjórsetur Íslands - Brugghús. Á annað hundrað hátíðargesta fengu að smakka á tæplega 50 tegundum af bjór af ýmsum og ólíkum gerðum. Eins og á síðasta ári var boðið upp á þýskar grillpylsur og hægeldað rif- ið svínakjöt (e. pulled - pork) og að auki saltkringlur frá Bakaríinu við brúna á Akureyri. Keppt var í kút- aralli þrátt fyrir ausandi rigningu og vann Ragnar Elías Ólafsson rall- ið og fékk hann kassa af eðalbjór í verðlaun frá Járni og Gleri, en það fyrirtæki flytur mikið inn af bjór frá Danmörku og Bandaríkjunum. Bjórskóli Ölgerðarinnar gaf vegleg verðlaun í happadrætti hátíðarinn- ar og var það Ragnar Freyr Olsen sem hreppti vinninginn, tvo miða á skólabekk hjá Bjórskólanum. Að venju voru svo þrír bestu bjór- ar hátíðarinnar kosnir af hátíðar- gestum og urðu úrslitin þessi: 1. Vatnajökull frá Ölvisholti, en hann er bruggaður úr ísjökum sem teknir eru úr Jökulsárlóni, kryddað- ur með blóðbergi og fæst einungis á veitingastöðum í nágrenni Vatna- jökuls. 2. Arctic Berry Ale frá Vífilfellli - Viking Brugghús, bruggaður úr kræki- og bláberjum. 3. Tumi Humall IPA frá Gæðingi Brugghúsi, beiskur og mikið huml- aður bjór enda bruggaður af ást og álúð af Jóhanni bruggmeistara Gæð- ings. Loks var besti básinn valinn af dómnefnd hátíðarinnar og hlaut Öl- gerðin / Borg Brugghús þau verð- laun. Heppnaðist hátíðin afar vel og fóru hátíðargestir með ánægjusvip frá Hólum. -fréttatilkynning Verktakarnir sem sáu um að urða síldina í Kolgrafafirði síðastlið- inn vetur færðu hesteigendafélagi Grundarfjarðar veglega gjöf nú á dögunum. Þetta eru Almenna Um- hverfisþjónustan ehf, Dodds ehf og Vélaleiga Sigmundar og Finn- boga ehf sem færðu félaginu nýj- an skjávarpa til notkunar í félags- heimilið Fákaseli. Það var Skarp- héðinn Ólafsson formaður hest- eigendafélagsins sem veitti gjöf- inni viðtöku. Gjöfin mun eflaust koma að góðum notum og auka nýtingarmöguleika hússins. Friðrik Tryggvason og aðrir verktakar létu þess getið við fréttaritara að þeir vildu nýta síldarpeninginn til góð- gerðarmála, ekki síst vegna þess að verkið gekk vel fyrir sig, þótt það væri býsna óvenjulegt. tfk Árleg bjórhátíð fór fram á Hólum Bás Ölgerðarinnar / Borg Brugghúss var valinn besti básinn á hátíðinni. Keppt var í kútaralli. Baldur bruggari Vífilfells – Vikings, gefur hér Stefáni Pálssyni sagnfræðingi að smakka. Á myndinni eru f.v.: Kristján Magni Oddsson frá Dodds ehf, Kjartan Elíasson frá Vélaleigu S&F og Friðrik Tryggvason frá Almennu umhverfisþjónustunni. Þá er Skarphéðinn Ólafsson formaður hesteigendafélagins. Urðunarmenn síldar gáfu hesteigendafélaginu gjöf

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.