Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 32
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Frá hádegi laugardaginn 22. júní næstkomandi til hádegis sunnu- daginn 23. júní fer fram sólstöð- uganga í Þjóðgarðinum Snæfells- jökli. Þessi sólarhrings ganga er um leið áheitaganga fyrir björgunar- sveitina Lífsbjörg í Snæfellsbæ. Það er ferðaþjónustufyrirtækið Út & vestur, www.gowest.is, sem skipu- leggur og sér um sólstöðugöng- una ásamt starfsfólki þjóðgarðsins og björgunarsveitinni Lífsbjörg, en fyrirtækið leggur mikla áherslu á skipulagningu ferða á Breiðafjarð- arsvæðinu. Sólstöðugangan í fyrra var einnig í umsjón Út & vestur en þá var hún reyndar mun styttri en nú, eða á jökulinn frá jökul- sporði. Að sögn Jóns Jóels Einars- sonar hjá Út & vestur var það ein- mitt í þeirri göngu sem hugmynd- in að sólarhrings sólstöðugöngu kviknaði. Hún kom frá þýskri konu sem var með í ferðinni og upplifði stemninguna í ferðinni. „Svona sól- arhrings gönguferðir eru mjög vin- sælar víða um heims, svo sem á Alpasvæðinu og norrænum slóð- um,“ segir Jón Jóel. Hann segir að ætlunin sé að standa svo vel að sólstöðugöngunni núna að hún verði árlega, þannig að ferðaþjónar og fleiri á svæðinu njóti góðs af. Út & vestur skipuleggur ætíð ferðir í samvinnu við heima- aðila og leggur áherslu á að halda á lofti sögu og menningu hvers svæð- is. Jón Jóel segir tilganginn með sólahringsgöngunni að skapa upp- lifun og um leið afla fjár til góðs málefnis, sem björgunarsveitirn- ar eru. „Ferðin núna verður m.a. notuð til að prófa þær leiðir sem við teljum heppilegast að fara með fólki í svona sólarhrings gönguferð- ir,“ segir Jón Jóel. Gengið verður í slóð verndarans Bárðar Snæfellsáss og eins og áður segir safnað áheit- um í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar. Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellis- sandi. Jón Jóel segir að þegar kom- ið verði að Arnarstapa verði hald- ið upp á jökulinn og komið niður í Eysteinsdal. Þaðan verði svo valin góð leið niður á Hellisstand. Menningarviðburður „Gangan verður sannkallaður menningarviðburður, því heima- menn munu troða upp með fróð- leik og ýmsa skemmtan nánast alla leiðina. Náttúruundrin, sagan og dulúð næturinnar verður vissu- lega nálæg eins og björgunarsveit- in Lífsbjörg sem mun tryggja ör- yggi göngumanna. Veitingastað- ir og ferðaþjónar á svæðinu munu líka leggja sitt af mörkum með góðri næringu og sjálfboðavinnu,“ segir m.a. í tilkynningu vegna sól- stöðugöngunnar. Jón Jóel segir að mikil vinna hafi verið lögð í undir- búning göngunnar, en hægt er líka að koma inn í hana við Arnarstapa, ekki nauðsyn að ganga alla 24 tím- ana. „Þegar göngufólk kemur niður af jöklinum verður hægt að komast í fótanudd í Eysteinsdal, þar bíða tvær fótaaðgerðakonur tilbúnar að hressa upp á þreytta fætur. Gangan er ekki kappganga en þolraun engu að síður fyrir flesta,“ segir Jón Jóel. Mæting verður í gönguna laug- ardaginn 22. júní kl. 9:30 við Hót- el Hellissand og brottför þaðan er með rútu kl. 10. Gangan hefst síð- an kl. 12 frá Dritvík. Þátttökugjald er kr. 25.500. Innifalið í því er rú- tufar innan svæðisins, leiðsögn, ör- yggisgæsla, veitingar á fimm áning- arstöðum, öryggisbúnaður á jökli, fótanudd, aðgangur í Lýsuhólslaug, áletraður bolur og viðurkenning- arskjal. Að auki fá 30 fyrstu til að skrá sig 15% afsláttarkort í Inter- sport, sem gildir út árið. Hámarks- fjöldi þátttakenda er 60 manns. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu í gestastofu þjóðgarðsins í síma 836-8688 og hjá Út og vestur í s. 694-9513 / 695-9995. Sjá nánar um dagskrá á www.gowest.is þá Sólstöðugangan Lífsbjörg undir Jökli Jón Jóel Einarsson hjá Út & vestur. Gengið verður í slóð Bárðar Snæfellsáss. Göngufólk í sólstöðugöngu á Snæfellsjökli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.