Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 Meðal áhugaverðra viðburða á Vesturlandi um næstu helgi má nefna námskeið um söl, sushi og slowfood, sem fram fer í Saurbæ í Dalasýslu. Það verður í Salthólma- vík og Ólafsdal, en mæting er við félagsheimilið Tjarnarlund klukk- an 14. Gengið verður í sölvafjöru í Tjaldanesi. Spáð er sunnan- og austlægum áttum á fimmtudag og föstudag, vætutíð syðra en nánast þurrt fyr- ir norðan. Hiti frá 10 stigum allt að 20 á norðausturlandi. Á laugardag er spáð fremur hægri vestlægri eða breytilegri átt með skúrum og hlýnandi veðri syðra en sval- ara verður fyrir vestan og norðan. Á sunnudag og mánudag er út- lit fyrir norðanátt og rigningu fyr- ir norðan og austan, en léttskýjað að mestu syðra. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina upp í 17 stig á suðausturlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Var rétt að segja Evr- ópusambandinu upp?“ Flestir eru á því að það hafi verið rétt ákvörð- un, eða um 51%. „Já tvímælalaust“ sögðu 45,74% og „já líklega“ 5,35%. Um 40% eru á öðru máli, „nei alls ekki“ sögðu 32,67% og „nei líklega ekki“ 9,5%. 6,73% höfðu ekki skoð- un á málinu. Í þessari viku er spurt: Á að stytta nám til stúdents- prófs um 2 ár? Frískir golfspilarar úr ýmsum klúbbum á Vesturlandi eru Vest- lendingar vikunnar. Félögin voru að ná ágætum árangri á Sveita- keppni GSÍ sem fram fór um liðna helgi. Lesa má um árangur þeirra á bls. 10. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Leiðrétting Í umfjöllun Skessuhorns um heimsleika íslenska hestsins í Berlín í síðustu viku urðu þau leiðu mistök að Jakob Svav- ar Sigursson frá Steinsholti var sagður hafa orðið í þriðja sæti í slaktaumatölti. Hið rétta er að hann varð í öðru sæti á eft- ir danska heimsmeistaranum. Þá varð Jakob Svavar einnig í 2. sæti í samanlögðum fimm- gangsgreinum og náði, eins og sagt var í fréttinni, mjög góð- um árangri á leikunum. Er beð- ist velvirðingar á fyrrgreindum mistökum. –þá Atvinuleysi eykst milli ársfjórðunga LANDIÐ: Samkvæmt niður- stöðum vinnumarkaðsrann- sóknar Hagstofunnar var at- vinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 6,8% í landinu. Þar með hefur atvinnuleysi aukist um eitt pró- sentustig frá fyrsta ársfjórð- ungi þegar það mældist 5,8%. Á sama fjórðungi í fyrra mæld- ist atvinnuleysið 7,2% og hef- ur það því minnkað um 0,4 pró- sentustig milli ára. –hlh Framlengja athugasemdafrest AKRANES: Umhverfisstofn- un hefur með samþykki HB Granda hf. framlengt athuga- semdafrest vegna tillögu að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverk- smiðjuna á Akranesi, sem áður var búið að auglýsa. Framleng- ingin er til komin vegna beiðni þess efnis frá Akraneskaupstað og athugasemdum frá íbúum. Nýi skilafresturinn er til 16. september og mögulegt er að nálgast tillöguna og fylgigögn á vef Umhverfisstofnunar. Um er að ræða endurnýjun leyfis fyrir núverandi starfsemi að Hafnar- braut 2-4 á Akranesi. Áformað er að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að eitt þúsundum tonn- um af hráefni á sólarhring. –sko Haldið áfram með brúarviðgerð BORGARFJ: Vegna fram- kvæmda við brúargólf Borgar- fjarðarbrúar verður lokað fyrir umferð á annarri akrein á hluta brúarinnar. Sem fyrr verður notast við ljósastýringar fyrir umferð. Framkvæmdir þessar munu standa yfir frá 19. ágúst til 1. nóvember nk. -mm Meira í leiðinniWWW.N1.IS STARFSFÓLK ÓSKAST N1 getur bætt við sig kraftmiklum og áreiðanlegum liðsmönnum í fullt starf til framtíðar á nýja þjónustustöð félagsins í Borgarnesi. UM ER AÐ RÆÐA STÖRF VAKTSTJÓRA, ALMENNA AFGREIÐSLU, ELDHÚSSTÖRF OG ÞRIF Óskað er eftir fólki sem hefur almenna þekkingu á verslun og þjónustu, býr yfir samskiptafærni og þjónustulund og er stundvíst og reglusamt. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson, stöðvarstjóri í síma 660 3437. Áhugasamir sæki um á www.n1.is Bæjarráð Stykkishólms samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að skora á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að sjá til þess að þau störf sem tengdust rannsókn- arnefnd samgönguslysa á lands- byggðinni verði þar áfram. Rann- sóknarnefnd sjóslysa hefur í mörg ár verið með starfsstöð í Stykkis- Starfsmenn Skagans hf. og Þ&E á Akranesi, ásamt verktökum, héldu síðastliðinn föstudag upp á að búið er að reisa sperrur í nýja 1700 fer- metra viðbyggingu við framleiðslu- hús fyrirtækisins. Að sögn Þorgeirs Jósefssonar, framleiðslu- og þjón- ustustjóra Skagans og Þ&E, er von- ast til að framkvæmdum við bygg- inguna ljúki fyrri hluta vetrar. Við- byggingin er norðan við eldra verk- smiðjuhús Skagans og nær lítið eitt út í Krókalón á landfyllingu. Ein- ingar í húsið koma frá BM Vallá en burðarvirki og þak er frá Límtré Vírneti. Skóflan hf. annast jarð- vinnu. Samhliða byggingarfram- kvæmdum er unnið að töluvert miklum breytingum á innra skipu- lagi eldra verksmiðjuhússins. Þar verður efnis- og íhlutavinnsla en samsetning og prófun tækja fer síð- an fram í nýja húsinu. Einnig verð- ur lager færður, gerð ný kaffiað- staða fyrir starfsmenn, svo eitthvað sé nefnt. „Það verður gríðarlegur munur þegar þessu verki lýkur og aðstæður til framleiðslu á vinnslu- búnaði, svo sem lausfrystum, gjör- breytist til hins betra. Það bætir síðan framlegð og hag fyrirtækis- ins,“ segir Þorgeir. mm Víkingur Ólafsvík fékk á dögun- um afhenta fjármuni sem aflað var með tombólu sem staðið hefur yfir í nær allt sumar fyrir utan versl- unina Kassann. Það voru dugnað- arforkarnir Inga Sóley Gunnars- dóttir, Laufey Lind Sigurðardótt- ir og Kristall Blær Barkarson sem stóðu vaktina með miklum sóma og afhentu Jónasi Gesti, formanni mfl. Víkings peninginn. Krökkun- um fannst við hæfi að peningur- inn sem safnaðist, alls 21.650 krón- ur, yrði notaður til byggingar á fjöl- nota knattspyrnuhúsi í Snæfellsbæ þar sem þörf er á að bæta aðstöð- una yfir vetrartímann. þa Hefja söfnun fyrir fjölnota íþróttahúsi í Ólafsvík Hátt verður til lofts og vítt til veggja í nýju byggingunni. Búið að reisa sperrur í 1700 fermetra viðbyggingu Skagans Húsakostur Skagans stækkar nú um 1700 fermetra auk þess sem innra skipulagi eldri húsa verður breytt. Vilja starfsemi rannsóknarnefndar sjóslysa áfram í Hólminum hólmi í húsnæði Flugmálastofnun- ar með tvo starfsmenn. Ráðuneyti hefur sagt upp leigu á húsnæð- inu og stefnir í að rannsóknar- nefnd sjóslysa ljúki starfsemi í Stykkishólmi í októbermánuði næstkomandi. Flytjist þá í sam- eiginlegt húsnæði samgöngu- nefndar sem nú er unnið að standsetningu á í Reykjavík. Lárus Ástmar Hannesson nýendurkjörinn formaður bæj- arráðs Stykkishólms hafði for- göngu um að málið var tekið upp á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Lárus sagði í samtali við Skessuhorn að þegar samþykkt var í þinginu í vor að slysarannsóknanefndirnar þrjár: flug,- sjó- og umferðar, yrðu sameinaðar í samgöngunefnd með bækistöð í Reykjavík, hefði þess verið farið á leit við Ögmund Jón- asson þáverandi innanríkisráðherra að rannsóknarnefnd sjóslysa yrði áfram með starfsstöð í Stykk- ishólmi. Lárus Ástmar sagði að Ögmundur hafi verið ófá- anlegur til þess. Nú hafi bæjar- ráði þótt rétt að láta reyna á það hvort nýr innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, væri tilbúin að breyta því sem Ögmundur vildi ekki breyta, ekki síst í ljósi þess að tiltekinn þingmaður Sjálfstæðisflokks hefði talið fullvíst að flokkur- inn myndi breyta þessari ákvörðun kæmist hann í ríkisstjórn. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.