Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013
abc
Fjölbrautaskóli Vesturlands á
Akranesi verður settur á morg-
un, fimmtudaginn 22. ágúst í 36.
skipti. Sama dag verður nýnema-
kynning og afhending stundataflna
en kennsla samkvæmt stundatöflu
hefst á föstudaginn. Að sögn Atla
Harðarsonar skólameistara eru hátt
í 570 nemendur skráðir í nám við
skólann á haustönn sem er nokk-
ur fækkun frá því í fyrra þegar 630
hófu nám á haustönn. Flestir nem-
endur koma frá Akranesi en einnig
koma nemendur frá öðrum byggð-
arlögum Vesturlands og verða um
60 nemendur á heimavist skólans í
haust. Nýnemar sem luku grunn-
skóla í vor eru um 110 talsins og
er það svipaður fjöldi og síðustu ár.
„Skýringin á fækkun nemenda er
sú að eldri nemendum fækkar milli
ára. Vegna takmarkaðs fjárfram-
lags til skólans þurfum við að for-
gangsraða í innritun og njóta allir
þeir sem eru 25 ára og yngri for-
gangs fram yfir þá sem eldri eru.
Því þurftum við að synja nokkr-
um umsóknum eldri nemenda að
þessu sinni þó svo að við vildum
gjarnan taka við þeim. Umsóknum
fækkaði líka aðeins milli ára,“ segir
Atli en fjárframlög til skólans hafa
dregist verulega saman frá banka-
hruni 2008. „Segja má að skólinn
sé rekinn með fjárframlagi sem er
að raunvirði 75 prósent af því sem
hann hafði í framlag fyrir hrun.
Þetta takmarkar okkar starf.“
Flestir í bóknámi en
færri í iðnnámi
Flestir nemendur FVA stunda
nám til stúdentsprófs, langflest-
ir á félags- og náttúrufræðabraut.
Þá fjölgar nemendum um helm-
ing á starfsbraut. Aðsókn í iðnnám
skólans dregst aftur á móti saman
milli ára og eru einungis 20 nýnem-
ar skráðir til iðnnáms á haustönn.
Samtals eru um 150 nemendur sem
stunda iðnnám við FVA, ýmist í
húsasmíði, málmiðn eða rafvirkjun.
„Innritun er með allra minnsta móti
og veldur þessi staða okkur nokkr-
um áhyggjum þar sem við getum
hæglega tekið við fleiri nemendum
í þessar greinar. Ástæðurnar fyrir
þessu eru eflaust nokkrar og er ein
sú helsta að mínu mati að æ færri
nemendur kynnast iðn- og tækni-
greinum af eigin raun á grunn-
skólaaldri. Af þessum sökum virk-
ar iðnnám framandi fyrir nemend-
ur og því minni líkur að nemend-
ur skrái sig í slíkt nám,“ segir Atli
sem bendir einnig á að sú sérhæf-
ing sem felst í iðnnámi virki fælandi
fyrir ungt fólk sem vill halda fleiri
möguleikum opnum hvað varð-
ar frekara nám í framtíðinni. „Slík-
ar aðstæður finna nemendur í bók-
náminu. Raunin er hins vegar sú
að iðnnám, sem er nám í háþróaðri
tækni, býður upp á marga mögu-
leika til frekara náms. Þessu þarf að
koma betur á framfæri.“
Eftirspurn eftir námi
með vinnu
Atli segir að skólinn reyni með
ýmsu móti að mæta þörfum eldri
nemenda þrátt fyrir skert fjárfram-
lög og er leitast við að bjóða upp
á námsúrræði þar sem eftirspurnin
er mest. „Skólinn býður upp á þrjár
námsleiðir í þessu sambandi; húsa-
smíða-, sjúkraliða- og vélvirkjanám
með vinnu. Nokkur hópur nem-
enda stundar nám á þessum náms-
leiðum en kennt er í lotum á ýms-
um tímum sem við sníðum að að-
stæðum nemendahópsins. Kennsla í
húsasmíði fer t.d. fram um helgar.“
Ýmsar nýjungar eru síðan í burðar-
liðnum á vegum skólans. Atli seg-
ir að í haust ætli skólinn í samstarfi
við Símenntunarmiðstöð Vestur-
lands að bjóða upp á undirbúnings-
námskeið í ensku fyrir nemend-
ur sem eru af erlendu bergi brotn-
ir og hafa ekki fengið næga ensku-
kennslu á grunnskólastigi. „Nám-
skeiðið er hugsað sem undirbún-
ingur fyrir fyrstu áfanga í ensku
í framhaldsskóla auk náms í öðr-
um áföngum. Kunnátta í ensku er
ein af forsendum þess að nemend-
ur geti stundað nám á framhalds-
skóla- og háskólastigi. Eftirspurn
hefur verið eftir slíkum undirbún-
ingsáfanga hjá erlendum nemend-
um sem hyggja á nám hjá okkur og
viljum við með þessu koma til móts
við þarfir þessa hóps.“ FVA á síð-
an áfram aðkomu að Stóriðjuskóla
Norðuráls á Grundartanga. hlh
Skólahald við Menntaskóla Borgar-
fjarðar í Borgarnesi hófst á þriðju-
daginn með móttöku nýnema þar
sem starfsfólk skólans bauð til morg-
unverðar samkvæmt hefð. Kennsla
hófst síðan í gær samkvæmt stunda-
skrá en komandi skólaár er það sjö-
unda í sögu MB. Að sögn Kolfinnu
Jóhannesdóttur skólameistara eru
um 160 nemendur skráðir í nám við
skólann á haustönn og er nemenda-
fjöldi á svipuðu róli og hefur ver-
ið undanfarin ár. Flestir nemendur
eru á félagsfræðabraut og náttúru-
fræðibraut en einnig eru nemend-
ur á framhaldsskólabraut, almennri
braut með áherslu á tækninám og
starfsbraut. „Þá bjóðum við upp á
sérstakt kjörsvið fyrir nemendur á
bóknámsbraut, íþróttasvið á báð-
um brautum og búfræðisvið á nátt-
úrufræðibraut í samstarfi við Land-
búnaðarháskóla Íslands á Hvann-
eyri. Núna er 21 nemandi á íþrótta-
sviði og átta á búfræðisviði. Nem-
endur á búfræðisviði ljúka námi
sínu í bændadeild á Hvanneyri og
eru sex nemendur sem hafa stundað
nám við MB að taka fyrra árið sitt
á Hvanneyri þetta skólaár,“ segir
Kolfinna en nám til stúdentsprófs
við skólann er þriggja ára nám. Líkt
og í fyrra heldur skólinn úti nem-
endagörðum og verða sjö nemend-
ur í dvöl á görðunum á þessu skóla-
ári í húsnæði farfuglaheimilisins við
Borgarbraut í Borgarnesi og öðru
húsnæði á vegum skólans í bænum.
Mikilvægt að fólk stundi
nám í heimabyggð
Dreifnám er ein helsta nýjung-
in í starfi MB að þessu sinni en
námið er starfrækt í nýstofnaðri
framhaldsdeild skólans í Búðar-
dal. „Deildin var stofnuð í sumar
og er dreifnámið samstarfsverkefni
skólans og Dalabyggðar. Alls hafa
átta nemendur skráð sig í námið
og munu þeir stunda það að mestu
leyti í framhaldsdeildinni sem er
til húsa að Vesturbraut í Búðar-
dal. Nemendurnir munu þó koma
í námslotur í Borgarnes í nokkur
skipti og dvelja á nemendagörð-
um okkar meðan á lotunni stend-
ur.“ Kennsla fer fram með aðstoð
nútíma fjarskiptalausna og fylgjast
nemendur með kennslustundum í
tölvum sínum á staðnum. „Þetta er
verkefni sem leggst afar vel í okkar
að leysa og þróa með heimamönn-
um í Dölum. Nútímasamskipta-
lausnir bjóða upp á útfærslur sem
þessar og það gerir fólki kleift að
stunda nám í heimabyggð sem við
teljum afar mikilvægt,“ bætir Kol-
finna við. Umsjónarmaður fram-
haldsdeildarinnar í Búðardal í vet-
ur er Jenny Nilsson.
Þriggja ára nám
stenst kröfur
Kolfinna segir rekstur Mennta-
skóla Borgarfjarðar vera í góðu
jafnvægi og hefur hann hæg-
lega burði til þess að taka á móti
fleiri nemendum. Flestir nemend-
ur komi af Borgarfjarðarsvæðinu
en einnig koma nokkrir nemend-
ur frá nágrannasvæðum héraðsins
á borð við Dalasýslu. „Þá höfum
við alltaf haft hóp af eldri nemend-
um í námi sem ýmist eru að hefja
nám á framhaldsskólastigi eða eiga
að baki einhverja áfanga. Augljóst
er að þessir nemendur eru að hefja
nám sökum nálægðar við skólann
og það er ánægjulegt að sjá.“ Alls
eru 24 starfsmenn við skólann og
starfa þeir flestir við kennslu. „Við
erum einn af fáum skólum á Ís-
landi sem býður upp á þriggja ára
nám til stúdentsprófs. Skólinn hef-
ur sýnt það að hann er vel sam-
keppnishæfur við aðra skóla og
hafa nemendur okkar sem hafa út-
skrifast á liðnum árum staðið sig
vel í háskóla, t.d. staðist inntöku-
próf í læknisfræði og sjúkraþjálf-
un, þrátt fyrir að vera ári yngri en
venjan er. Okkar áherslur eiga því
að ríma ágætlega við áherslur nú-
verandi menntamálaráðherra sem
vill stytta nám í framhaldsskólum
landsins.“
hlh
Glatt á hjalla í kennslustund í húsasmíði. F.v. Steinn Helgason, Jóhannes
Helgason, Sigurgeir Sveinsson og Geir Harðarson. Ljósm. þá.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
Nemendum fækkar milli ára
Atli Harðarson, skólameistari FVA.
Frá nýnemadegi í FVA sl. haust.
Ljósm. ah.
Menntaskóli Borgarfjarðar
Dreifnámið er helsta nýjungin
Námsefnið rætt af áhuga í kennslustund.
Kolfinna Jóhannesdóttir, skóla-
meistari.
Nemendur MB í verkefnavinnu.